Tíminn - 11.12.1987, Qupperneq 5
Föstudagur 11. desember 1987
Tíminn 5
Bókatitlum fjölgar
og eintökum einnig
í stórum dráttum hefur
bókasala verið að aukast
gífurlega síðustu áratugi og
síðustu árin hafa útgefendur
ráðist í mun stærri og viðameiri
útgáfur en nokkurn gat órað
fyrir. Nú eru gefnir út hart nær
400 titlar og margir þeirra eru
vandaðar og þar með dýrar
bækur. Á sjötta áratugnum,
þegar sjónvarpið hóf göngu sína,
voru gefnir út um 150-200 titlar,
eða helmingi færri en nú.
„Það var ekki fyrr en haustið 1940
að bækur fóru að seljast á Islandi og
það er vegna þess að þá hafði
almenningur fyrstu ráðstöfunarpen-
inga sína undir höndum eftir fyrsta
Bretavinnusumarið," sagði Valdi-
mar Jóhannsson, bókaútgefandi, er
Tíminn bað hann að líta með sér yfir
þróun bókaútgáfu á íslandi. í gróf-
um dráttum virðist hún hafa orðið
þannig að hún vex mjög hratt fram
undir 1951. Þá verður “bókaslys“ og
bókasala brást algerlega. „Þá fóru
menn mjög varlega næstu árin á
eftir. Síðar á sjötta áratugnum voru
menn svo farnir að ná að gefa út um
150-200 titla á ári. Þá var góð sala
bókar miðuð við 2-4000 eintök og
það hefur ekkert breyst. Það er
ennþá gott að selja bók í 2000
eintökum og afbragðsgott að þær
seljist í 4-5000 eintökum." í aðalat-
riðum virðist titlum hafa fjölgað
Mun meira er nú um bækur sem seljast afburða vel, eða allt upp í 8000 eintök.
jafnt og þétt fram undir 1982-3. Þá
er almennt talið að hún hafi náð
algjöru hámarki með útgáfu um
5-600 titla.
En nokkrar eftirtektarverðar
grundvallarbreytingar er nú talað
um í útgáfumálum. Nú er ekki
óalgengt að titlar seljist ekki neitt.
Nefndi Valdimar í því sambandi að
það hafi komið fyrir að bækur seljist
niður í 70 eintök og ekki sé óalgengt
að þær seljist ekki nema f 150-160
eintökum. Á hinn bóginn er líka
orðið mun algengara að bækur seljist
afburða vel. Áður hafi það ekki
verið nema ein og ein bók. Nú séu
það alltaf fáeinar á hverju ári. Mesta
sala sem búast má við er talin vera
hátt í 8000 eintök, en slíkt hafi ekki
þekkst nema í seinni tíð.
En það fjölgar ekki bara titlum
sem gefnir eru út á íslandi. Vegleg-
um bókum hefur fjölgað verulega og
nú eru að koma út bækur sem ekki
þýddi að tala um að gefa út fyrir
aðeins áratug síðan. Þar fyrir utan er
einnig því við að bæta að gífurleg
aukning hefur orðið á útgáfu svokall-
aðra pappírskilja. Þannig er hægt að
segja að útgáfumál okkar séu að
taka sífelldum framförum og að
fjölbreytni sé stöðugt að aukast á
sama tíma og útvarps- og sjónvarps-
stöðvum fjölgar. Ekki virðist því
staðan ætla að verða önnur en sú að
bókunum vaxi ásmegin á mynd-
bandaöld. KB
íslenskar
kartöflur
í norskum
kjörbúðum
Um síðustu helgi fór reynslusending af nýjum, íslenskum
kartöflum áleiðis til Noregs og er búist við að þessar kartöflur'
verði á matborðum norskra neytenda í næstu viku. Þessi sending
kemur í framhaldi af könnun markaðssviðs Búnaðarbankans á
möguleikum þess að selja 10.000 tonna umframbirgðir kartaflna
eftir dæmalausa uppskeru hér á landi í haust. Það voru samtök
kartöflubænda sem óskuðu eftir því að Búnaðarbankinn gerði
þessa könnum.
Sendinefnd frá fslandi fór til
Osló í lok nóvember, en í forsvari
fyrir henni var Heimir Hannesson,
frkvstj. markaðssviðs Búnaðar-
bankans, og ræddi við norska fram-
leiðslu- og sölufyrirtækið Gartner-
hallen, sem er öflugasta fyrirtækið
í Noregi á sviði jarðávaxta. Niður-
staða þessa fundar í Osló var sú að
undirritað var rammasamkomulag
þar sem fram kom að Norðmenn
væru tilbúnir að kaupa allar fyrir-
liggjandi umframbirgðir af íslensk-
um kartöflum ef þær fengjust á
verði sem væri nálægt markaðs-
verði og ef þær stæðust ákveðnar
gæðakröfur. Fyrst vildu Norð-
mennirnir kaupa 12-15 tonn til
reynslu á neytendamarkaði í Osló,
og er það sendingin sem fór út nú
um helgina. Líki kartöflurnar
verða gerðir endanlegir samningar
um verð fyrir þennan útflutning.
Markaðsverð í Noregi er nú um
1,50-2,00 n.kr., en er breytilegt
eftir framboði og gæðum eða sem
svarar til um 8,50-11,50 fsl. kr. Það
er mun lægra verð en bændur hafa
fengið á innanlandsmarkaði. Hér
gæti því verið um að ræða sölu upp
á allt að 100 milljónir eftir því
hversu mikið magn semdist um.
Kartöflubirgðir í Noregi munu nú
vera á þrotum, en þar var upp-
skerubresturí haust.
Samtök kartöflubænda munu
samkvæmt heimildum Tímans þeg-
ar hafa tekið óformlega ákvörðun
um innbyrðis verðjöfnun ef það
mætti verða til þess að stuðla
frekar að því að af þessum útflutn-
ingi gæti orðið. Auk þess mun
hugmyndin vera sú að fá stjórnvöld
til að koma til liðs við þá í þessum
útflutningi hugsanlega með því að
fá Framleiðnisjóð til að taka þátt í
flutningskostnaði. Sá þáttur mun
þó enn ófrágenginn, en viðræður
hafa átt sér stað.
Lúðvík Geirsson, formaður B.Í.:
Hátíðin verður
hin veglegasta
Nú fer að styttast í eitt veglegasta
afmælisball í síðari tima sögu Blaða-
mannafélags íslands. Það eru um
þessar mundir liðin ein 90 ár frá því
að félagið var stofnað í salarkynnum
Hótels íslands, eins og vel ætti að
vera kunnugt, og því er við hæfi að
haldið verði upp á tímamótin í
samnefndu húsi, sem verið er að
ljúka byggingu á fyrir viðburðinn.
Formaður B.I., Lúðvík Geirsson,
hefur haft veg og vanda af undirbún-
ingi þessarar miklu hátíðar ásamt
félögum úr stjórninni og því var
einni brennandi spurningu beint til
hans, er hann leit inn á Tímann:
„Verða pressuböllin skrautlegu
endurvakin?"
Lúðvík: „Ekki veit ég það, en hitt
er ljóst að þetta verður mikil hátíð
og mikið í hana lagt. Þó hefur þess
verið gætt að atriðin komi flestöll frá
blaðamönnum sjálfum." Rakti hann
síðan ítarlega dagskrá hátíðarinnar
og vildi fyrir allan mun hvetja menn
til að fjölmenna.
Sagði hann að samkomulag hafi
orðið um að gefa öðrum en starfandi
blaðamönnum kost á að komast yfir
miða. Nefndi hann einkum þá til er
fyrrum á ferli sínum hafi hrærst í
heimi blaðanna. Þeir og aðrir sem
telja sig tengda pressunni á einhvern
hátt geta því nálgast miða á skrif-
stofu félagsins á kristilegum tíma - á
meðan sætin endast. KB
Andvari 1987
Andvari, tímarit Bókaútgáfu
Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags-
ins, er kominn út. Að þessu sinni er
aðalgrein Andvara æviágrip Ólafs
Jóhannessonar (1913-1984) fyrrum
forsætisráðherra og formanns Fram-
sóknarflokksins. Greinina ritar
Ingvar Gíslason ritstjóri og fyrrum
menntamálaráðherra.
Annað efni ritsins rita m.a. Þuríð-
ur Guðmundsdóttir, Ástráður Ey-
steinsson og Baldur Óskarsson. Þá
ritar Helgi Skúli Kjartansson um
Jónas frá Hriflu og upphaf Fram-
sóknarflokksins.
Ritstjóri Andvara er Gunnar Ste-
fánsson bókmenntafræðingur. Þetta
er 112. árgangur ritsins sem er að
Aðalgrein Andvara er að þessu sinni
æviágrip Ólafs Jóhannessonar fyrr-
um forsætisróðherra.
þessu sinni 171 blaðsíða að stærð,
prentað í Prenthúsinu.
Kristinn Vigfússon
staöarsmiður
Guðmundur Kristinsson
ritar fyrir Árnesútgáfuna:
Kristinn Vigfús-
sonstaðarsmiður
Út er komin bókin „Kristinn
Vigfússon staðarsmiður". Bókina
gefur út Árnesútgáfan á Selfossi
en það er Guðmundur Kristins-
son sem ritar hér endurminningar
föður síns. f bókinni segir frá ævi
og starfi Kristins Vigfússonar
húsasmiðs á Selfossi. „Hann
hlaut í vöggugjöf hagleiksgáfu og
mikið vinnuþrek og lagði víða
hönd að verki á Suðurlandi og út
um land.
Hann vann við smíði Rangár-
brúar 1912 og reisti fyrstu húsin í
Hveragerði, Mjólkurbúið og
Fundahúsið. Á endurreisnartíma
Þorlákshafnar var hann þar við
ýmsar smíðar, stækkun Norður-
vararbryggju og upphaf Suður-
vararbryggju. Hann var mikil-
virkasti húsasmiður á Selfossi í 30
ár. Á yngri árum réri hann 17
vertíðir á Eyrarbakka og í Þor-
lákshöfn, þar af 13 sem formaður
og dregur hér upp glögga mynd
af sjósókn þess tíma.“ segir á
bókarkápu.
Bókinn er skipt í tíu megin-
kafla. Hún er ríkulega skreytt
myndum af samferðamönnum,
húsum, mannvirkjum ogþjóðlffs-
myndum. Henni fylgir nafnaskrá
630 manna, sem við sögu koma.