Tíminn - 11.12.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.12.1987, Blaðsíða 15
Tíminn 15 - Föstudagur 11. desember 1987 ílllllll MINNING llllllllllllllllllllllllllllll 111 lllllllllllllllllllllllllil! llllllllllllllilílllllÍlllllllllilííílíllÍlillllÉilíir - Ingunn Ásgeirsdóttir Fædd 15. apríl 1914. Dáin 3. desember 1987. Allt á andstæður sínar í heimi hverfulleikans, ljós og myrkur, gleði og sorg. Vorið með ólgandi lífskraft í brumi og blómi vekur fögnuð og eftirvæntingu. Haustið með fallandi laufum, kvíða og trega. Mennirnir eru afkvæmi ljóss og moldar eins og blómin og lúta lögmáli lífs og dauða eins og þau. Kær vinkona er horfin af jarð- neska sviðinu eftir langa og erfiða sjúkdómsbaráttu. Hún hét Ingunn Ásgeirsdóttir vestfirsk að ætt, af góðu bergi brotin. Ég kynntist henni þegar hún var í blóma lífsins falleg og glæsileg. Það var oftast margt um manninn á heimili foreldra hennar Ásgeirs Ingimars Ásgeirssonar og Þorbjarg- ar Hannibalsdóttur. Þangað leituðu Vestfirðingar sem áttu fárra kosta völ í höfuðborginni. Ekki var alltaf hátt til lofts né vítt til veggja í húsakynnum þeirra hjóna en því meira var hjartarúmið. Enginn fór bónleiður af bæ. Öllum var fundinn staður hverskyns vandamál leyst og fyrirgreiðsla í té látin. Ég var ein af þessum heppnu ferðalöngum að vestan. Undi ég hag mínum vel í glaðværa systkinahópn- um og eignaðist mína góðu vinkonu Ingu. Ásgeir rak um þessar mundir litla matvöruverslun og Inga veitti for- stöðu hattabúð á Laugavegi 20. Hún var lærð hattadama, dugleg og smekkleg svo af bar. Árin liðu og margt breyttist í lífi ungu stúlkunnar. Hún kynntist sín- um lífsförunaut Jóni Egilssyni út- varpsvirkja. Gengu þau í hjónaband og stofnuðu heimili á Kirkjuteigi 13. Eignuðust þau tvo syni og eina dóttur. Þau eru: Sveinn Þórir sjónvarpsvirki kvæntur Sigríði Stef- ánsdóttur, Þorgeir prentari kvæntur Dröfn Björgvinsdóttur og Sigríður Guðrún læknaritari gift Svavari Har- aldssyni lækni. Barnabarnabörnin eru ellefu. Inga og Jón voru samhent í því að gera heimili sitt fallegt og aðlaðandi. Bæði höfðu haga hönd og næmt fegurðarskyn. Inga var afkastamikil og drífandi, hangs var henni ekki að skapi. Sat hún oft fram á nætur við að sauma á lampaskerma, mála á postulín eða fást við annað handverk. Gleymdist þá stundum hið holla heilræði „Kapp er best með forsjá“. Þau hjón voru mjög gestrisin og glöð í félagsskap góðra vina. Voru þau jafnan fljót til að rétta hjálpar- hönd og gera öðrum greiða hvar sem því varð við komið. Oft var gestkvæmt í sumarbú- staðnum þeirra austur á Iðu. Þar undi húsbóndinn sér við veiðar, en húsmóðirin sá um rausnarlegar veit- ingar, meðan kraftar leyfðu. Inga sinnti búi og börnum þangað til þau stofnuðu sín eigin heimili. Éftir það vann hún um tíma við ýmis störf, þar á meðal hjá Heimilis- hjálpinni. Fjölskyldan var henni afar kær og barnabörnin stolt hennar og gleði. Naut hún ástar og virðingar barna sinna og tengdabarna sem öll mátu hana mikils og reyndust henni vel. Það syrti í álinn þegar heilsan bilaði. Jón átti einnig við vanheilsu að stríða og gengur ekki heill til skógar. Heimilishaldið fór úr bönd- um og margskonar erfiðleikar steðj- uðu að. Það er á fárra færi að greiða úr flækjum lífsins og sjaldan sárs- aukalaust. Inga var æðrulaus í veikindum sínum og lét engan bilbug á sér finna. Hún hafði létta lund, var spaugsöm og kát þegar af henni bráði. Hún lét sér annt um útlit sitt og klæðaburð. Það hjálpaði henni, lyfti henni upp og gladdi hana. Það hafði alltaf rofað til og komið stund milli stríða. Hún missti því ekki vonina. Systkinin voru fimm og eru tvö þeirra á lífi, Aðalbjörg og Baldvin. Sýndu þau systur sinni mikla um- hyggju og elskusemi í veikindum hennar. Um vinkonu mína og samveru okkar á ég margar kærar minningar, sem geymdar eru í handraða hugans og verða skoðaðar á kyrrlátum stundum. Nú eru þau þáttaskil orðin í lífi hennar, sem allra bíða. Megi birta og fegurð jólanna umvefja hana í nýjum heimkynnum. Eftirlifandi eiginmanni hennar, börnum og öðrum ástvinum votta ég innilega samúð. Gerður. Framsóknarfólk um land allt athugið Hin geysi fallegu jólakort Landssambands framsóknarkvenna eru komin út. Sendum hvert á land sem er, hafið samband við Margréti á flokksskrifstofunni sími 91-24480, fyrir hádegi. L.F.K. B/EKUR Styrkir úr vísindasjóði Vísindaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki Vísindasjóðs árið 1988. Umsóknareyðublöð fást hjá sendiráðum íslands erlendis. Umsækjendur geta leitað upplýsinga hjá Sveini Ingvarssyni líffræðingi (í s. 99-6551 eða 91-685140) vegna umsókna til Náttúruvísinda- deildar og Líf- læknisfræðideildar, og hjá Þorleifi Jónssyni bókaverði (í s. 91-671938 (heima),91- 16864 og 91-694328) vegna umsókna til Hug- og félagsvísindadeildar. Formenn deildarstjórna eru Þórir Kr. Þórðarson prófessor (Hug- og félagsvísindadeild), Sigfús A. Schopka fiskifræðingur (Náttúruvísindadeild) og Gunnar Guðmundsson prófessor (Líf- og læknis- fræðideild). Umsóknarfrestur er til 1. febrúar, og skal skila umsóknum merktum viðkomandi deild til Vísinda- sjóðs, Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4-6, 101 Reykjavík, fyrir þann tíma. Vísindaráð Nýbók eftir Stephen King Frjálst fraxntak hf. hefur sent frá sér bókina Eymd eftir bandaríska rithöfundinn Stephen King. Er þetta önnur bókin sem Frjálst framtak hf. gefur út eftir þennan höfund. í fyrra kom út bókin Visnaðu! Sagan Eymd fjallar um rithöfund sem hefur öðlast miklar vinsældir fyrir bókaflokk. Hann ákveður að snúa sér að öðru viðfangsefni en lendir í bflslysi og verður fyrir alvarlegum meiðslum. Hjúkrunarkona með vafasama fortíð tekur hann upp á arma sína og hefjast þá raunir rithöfundarins fyrir alvöru. Hjúkrunarkonan skipar honum að vekja aftur þær söguhetjur sem hann hafði kastað fyrir róða og staða höfundarins er þannig að hann á einskis úrkosta. Áveiðislóðum — ný bók um veiðiskap og veiðimenn eftir Guðmund Guðjónsson Á veiðislóðum nefnist bók eftir Guðmund Guðjónsson blaðamann sem Frjálst framtak hf. hefur gefið út. Undirtitill bókarinnar er: Viðtöl og veiðisögur. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna er í henni fjallað um veiðiskap og þá einkum laxveiðar og silungsveiðar. í bókinni eru fjölmargar veiðisögur úr ýmsum áttum. Þar segir frá hrakförum í veiðiskap, baráttu við stórlaxa, snautlegri veiðiferð á sumardaginnfyrsta, og rómantískri veiðiferð í Langá. Kafh í bókinni fjallar um „ Klakmenn íslands “ - hóp manna sem fer í Laxá í Aðaldal haust hvert og veiðir þar laxa sem settir eru í klak. Slóst höfundur í för með „klakmönnunum" s.l. haust og segir frá þeirri för í lifandi og skemmtilegri frásögn. Handbók urn Ijósmyndatækní, búnaö, aóferóir og val myndefnis Yfir 1250 myndir John Hedgecoe Ljósmynda- bókin Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér Ljósmyndabókina sem verið hefur ófáanleg um 2 ára skeið. Hún er handbók um ljósmyndatækni, búnað, aðferðir og val myndefnis. Hér er að finna vitneskju um flest það er ljósmyndari - áhugamaður jafnt sem atvinnumaður — þarf að vita um myndavélar, tæknibúnað og filmur, um myndatökur við hvers kyns aðstæður, um framköllun, frágang og varðveislu myndanna, í svarthvítu eða lit. Með hjálp liðlega 1250 ljósmynda, skýringarteikninga, línurita og taflna eru mörg fræðihugtök skýrð á auðskilinn hátt, jafnvel hin flóknustu tækniatriði eru þannig sýnd og skýrð að byrjendur átta sig á þeim. Samt er hér ýmislegt að finna sem kemur reyndustu atvinnuljósmyndurum að gagni. Hún er 350 blaðsíður. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og Ingunn J. Ásgeirsdóttir Kirkjuteigi 13 amma er andaðist 3. desember, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 11. desember kl. 13.30. Jón Egilsson Sveinn Jónsson Sigríður Stefándóttir Þorgeir Jónsson Dröfn Björgvinsdóttir Sigríður Jónsdóttir og barnabörn Svavar Haraldsson t Fóstra mín Steinunn Emilsdóttir frá Berghyl, Langeyrarvegi 14 lést á St. Jósefsspítala Hafnarfiröi 8. desember. F.h. vandamanna Bára Kjartansdóttir. t Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og aðstoð vegna fráfalls og jarðarfarar Jóhanns Halldórs Pálssonar og Hróðnýjar Sigurðardóttur Dalbæ, Hrunamannahreppi Sigurður Ingi Jóhannsson Anna Ásmundsdóttir Nanna Rún Sigurðardóttir Arnfríður Jóhannsdóttir Páll Jóhannsson Margrét Jóhannsdóttir foreldrar, systkini og fjölskyldur þeirra._____________

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.