Tíminn - 11.12.1987, Síða 19

Tíminn - 11.12.1987, Síða 19
Föstudagur 11. desember 1987 Tíminn 19 Var þetta allt og sumt? Hjónin Bob Geldof og Paula Yates eru nú skilin að skiptum og dóttirin Fifi býr hjá móður sinni. Þegar þau loks giftu sig ekki alls fyrir löngu, eftir langa.sambúð, tók allt að ganga á afturfótunum. Bob og Paula voru 17 og 18 ára, þegar þau kynntust fyrst. Sitt af hverju hefur gerst síðan, einna merkast „Live Aid“ hljómleikarnir, sem Bob stóð fyrir á sínum tíma og varð heimsfrægur fyrir vikið. Frægðin hefur sínar skuggahlið- MarieOsmond ogslúðrið Bálreið yfir alls kyns skýrslum um ástalíf sitt, hefur söngfuglinn Marie Osmond, sem er nýlega skilin, skýrt frá sannleikanum í blaðaviðtali. - Ég þarf alls ekki á karlmanni að halda eins og er, fullyrðir hún. - Síðan ég skildi, fyrir nokkrum mánuðum, er eins og allir vilji endilega tengja mig einhverjum ákveðnum manni. Engir tveir nefna þann sama til sögunnar. Nú er ég orðin þreytt á þessu og leysi hér með frá skjóðunni um ástalíf mitt til að hreinsa til í slúðurfrum- skóginum. Marie, sem er 26 ára, reiddist að vonum, þegar haft var fyrir satt á prenti nýlega, að hún ætti ástar- samband við atvinnuknattspyrnu- manninn og mormónann Steve Yo- ung, sem leikur í Tampa í Flórida. - Ég er fokill og vil binda enda á svona kjaftæði,segir Marie. - Ég er hvorki með Steve Young né nokkrum öðrum manni. Mér gremst að fólk skuli fá af sér að skrifa svona endaleysu um mig. Aðeins nokkrum vikum áður las ég að ég hugsaði alvarlega um leikar- ann John Schneider, gamlan vin minn sem veitir stundum af dýr- mætum tíma sínum til að hjálpa mér við að safna fé fyrir barna- sjúkrahús. Hvað Steve Young varðar, hafa fjölskyldur okkar verið vinir í ára- raðir og tveir bræður mínir nánir vinir hans. Fyrir mánuði eða svo var ég með gesti og Steve kom þar. Við fórum öll út að borða og síðan í keilu. Það var allt og sumt og svo les maður svona lagað. Ég hef hvorki séð Steve né talað við hannsíðan, veit eiginlega ekki, hvort við erum sérstakir vinir. Satt að segja skil ég ekki, hvernig svona kjaftasögur komast af stað, en nú vil ég vísa þeim á bug í eitt skipti fyrir öll. Marie hefur haft sitthvað fyrir stafni, síðan hún skildi við mann sinn, Steve Craig, en hún skilur ekkert í, hvað fólki finnst liggja á að hún finni sér nýjan lífsförunaut. - Það hvarflar ekki einu sinni að mér, svona fljótt eftir skilnaðinn, segir hún. - Mig langar síst til þess núna að vera í föstu sambandi. Ég hef allt sem ég þarfnast og var að ljúka við plötu. Ég er að leita mér að húsi í Nashville og fer bráðlega í hljómleikaferð. Ég hef son minn og fjölskylduna. Ég segi ekki að ég sé á móti karlmönnum, aðeins að ég þurfi ekki á slíkum að halda um þessar mundir. Ef sá rétti skyldi skyndi- lega birtast á sjónarsviðinu, vissi ég það og óttaðist ekki að bindast honum. Væri ég svo heppin að þykja verulega vænt um hann, myndiéghrópa það af húsþökum. Marie brosir og bætir við: - Ef einhver alveg sérstakur yrði á vegi mínum, yrði ég sælasta kona á jarðríki. Ef það gerist, læt ég alla vita af því og sé um að það birtist í réttum blöðum. Bob Geldof ásamt nokkrum ung- um fulltrúum Band Aid. ar og það varð Paulu nokkuð áfall, þegar ung gengilbeina skýrði frá því opinberlega, að hún hefði stað- ið í ástarsambandi við Bob í eina þrjá mánuði. Þrátt fyrir að Bob sverji að stúlkutetrið sé aðeins að vekja athygli á sjálfri sér með þessari staðhæfingu, pakkaði Paula saman og fór frá honum. Nú er komin á markaðinn bók eftir Bob, sem heitir „Var þetta allt og sumt?“ Kannske von að hann spyrji. Lengi vel voru menn sannfærðir um að Ivan Lendl, hinn 27 ára tékkneski tennismeistari gæti hreint ekki brosað, hvað þá hlegið. En svo gerðist kraftaverk og nú brosir hann og hlær við öllum heiminum bæði í austri og vestri. Kraftaverkið kom í mynd hinnar það er önnur ástæða til þess að ég hef verið svo lokaður, bætir hann við. - Pað var allt annað en auðvelt að koma til Bandaríkjanna. Allir hlutir voru öðruvísi en í Tékkó- slóvakíu, tungumálið, tæknin og fólkið. Þetta var hreinasta áfall. Nú líður Lendl öllu betur fyrir handan og hann hefur áttað sig á að brosandi, glaður og opinskár Lendl er betri markaðsvara en kuldalegt vélmenni að austan. Sú sem á drjúgan þátt í að Lendl þorir nú að sýna á sér betri hliðina er Samantha. Hún er alltaf meðal áhorfenda og fylgir unnustanum á keppnisferðalögum hans um heim- inn. Samantha veit nákvæmlega hvað hún á að leggja að mörkum til að lvan geri sitt besta með tennisspað- anum og hún léttir honum hið leiðinlega hótellíf, sem óneitanlega fylgir. Annars líkar Ivan best heima hjá Samönthu og hundunum sex, en heima er glæsihýsi í Greenwich í Connecticut. - Það besta við hundana er að þeint er alveg sama, hvort ég sigra eða tapa segir Ivan og hlær glaðlega. Hann slakar gjarnan á við bílana sína eða golfkylfurnar. í bílskúrnum eru fimm hrað- skreiðar glæsikerrur, sem hann hefur orðið sér úti um til að láta æskudraumana rætast. - Við gátum ekki einu sinni leyft okkur að tala um svona lagað heima í Ostrava, segir Ivan Lendl, sem árlega fær tugmilljónir fyrir tennisleikinn. Varla nema skiljan- legt, að hann fái sér einn og einn bíl, þegar hann langar til. - Ég skil alls ekki að konum skuli enn finnast Paul kynþokka- fullur. Hann er 61 árs, fimm barna faðir og hrýtur á næturnar, segir Joanne Woodward. Hún hefur ver- ið gift Paul Newman í 28 ár, en fullyrðir að þau séu engin sérstök fyrirmyndarhjón þess vegna, - það er þreytandi að bera þennan stimp- il og þetta hljómar líka, eins og við séum hundleiðinleg, en það erum við alls ekki, segir Joanne. Sjálf er hún 57 ára og nú eru liðin 30 ár sfðan hún fékk Oscarsverð- laun fyrir leik sinn í myndinni „Þrjár ásjónur Evu“. Hún er skap- gerðarleikkona og hefur raunar starfað með eiginmanninum við margar mynda sinna, þegar hann leikstýrir. Paul og Joanne eiga þrjár dætur 19 ára gömlu Samönthu Frankel. Ivan Lendl er talinn einn besti tennisleikari heims og einn hinna mest misskildu af stórstjörnunum. Hann hefur lagt hart að sér á vellinum til að vinna hylli áhorf- enda, en iðulega verið baulaður niður fyrir leiðinlegan leikstíl. - Ég leik til vinnings og það er ekki hægt að vera eftirlæti áhorf- enda jafnframt, segir Lendl. - En saman, 21, 25 og 27 ára og fjöl- skyldan eyðir miklum tíma saman í stórkostlegu húsi sínu, sem er frá 1700 og eitthvað og úti í sveit í Connecticut. - Frami minni hefur liðið vegna barnanna og þau aftur vegna hans, segir Joanne. - Ég hef ekki getað verið bæði góð leikkona og móðir, svo ef ég mætti velja aftur, myndi ég einbeita mér að öðru hvoru. Joanne og Paul eiga mjög fátt sameiginlegt, en hafa gert samning. Hún fer með honum á kappakstur einu einni í mánuði, gegn því að hann fari aftur með henni á ballettsýningu eða í óper- una. Þó hafa þau bæði áhuga á félags- og stjórnmálum og eftir að Scott, sonur Pauls frá fyrra hjóna- bandi lést af ofneyslu áfengis og lyfja, hafa þau unnið mikið starf til hjálpar ungu fólki. Þess má geta, að allur ágóði af sölu Newmans salatsósu, tómatsósu og^ ör- bylgjupoppkorns, sem fæst í mörg- um verslunum á íslandi líka, renn- ur til styrktar ungu fólki í vanda. Joanne Woodward hefur verið gift Paul Newman í 28 ár . - Við eigum nær ekkert sameig- inlegt, en björgumst ágætlega, þrátt fyrir það.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.