Tíminn - 13.12.1987, Page 3
Sunnudagur 13. desember 1987
Tíminn 3
kunnarlaust. - Fólk ætti aö
spyrja mig, segir hún gjarnan. -
Þá fengi þaö að vita, hvað þú ert
indæll.
Sífellt er verið að gera alls
kyns kannanir á hlutunum þar
vestra, ekki síst hvað fólk horfir
á sér til afþreyingar. Alda segir:
- Þegar slíkt er birt, segi ég
kannske sem svo við Arlene: -
Sjáðu nú til. Af 95% áhorfenda
sem þekkja mig, geðjast 63% vel
að mér. Það þýðir, að ég er bara
. indæll í tvö skipti af þremur.
Hún kveðst sammála því, þann-
ig kannist hún líka við mig.
Ekki þarf hann að hafa
áhyggjur af þessu. Hann er orð-
inn vel vanur skjalli, aðdáun og
alls kyns viðurkenningum. Allir
kannast við MASH, sem lengi
var sýnt í ríkissjónvarpinu og
gekk ytra í heil 11 ár. Fyrir
hlutverk Haukfráns, mein-
fyndna læknisins þar fékk Alda
margs konar viðurkenningar, og
þættirnir urðu með allra vinsæl-
asta efni. Raunar tók Alda
drjúgan þátt í leikstjórninni og
skrifaði handrit líka, ef honum
sýndist svo.
Mynd hans „Four Seasons"
þar sem hann samdi, stjórnaði
og lék, gaf af sér meira en
áttfaldan kostnaðinn og „Sweet
Liberty" gerir það gott líka.
Hún fjallar um prófessor sem
skrifaði mikinn doðrant um
frelsisstríð Bandaríkjanna, en
varð svo að horfa upp á Holly-
wood breyta því öllu í farsa.
Alda leikur prófessorinn og
með honum eru til dæmis Micha-
el Caine og Lillian Gish. Alda
fannst leitt að Bandaríkjamenn
tóku myndinni sem gamanmynd
og að heilmikil læti urðu út af
Frelsisstyttunni.
- Auðvitað vissi ég af stytt-
unni, segir hann þurrlega. -
Hins vegar hafði ég ekki hug-
mynd um að hún væri að verða
hundrað ára, þegar ég byrjaði
að skrifa handritið. Af öðru
frjálslyndi í myndinni má geta
þess að Alda skreppur í rúmið
með leikkonunum Michaelle
Pfeiffer og Lise Hilboldt. -
Svona atriði eru prýðileg, segir
hann. - Maður fær tækifæri til
að leggja sig í vinnunni.
Skemmtilegast af öllu finnst
Alda þó að skrifa. - Að vísu er
ég sama marki brenndur og
aðrir sem skrifa. Mér finnst
betra að hafa skrifað eitthvað,
en vera að því. En einmitt vegna
þess hversu erfitt það er, verð ég
svo hreykinn, þegar ég er
ánægður með verkið, eftir að
hafa kannski skrifað sama atrið-
ið ótal sinnum. Þetta er eins og
erfið fjallganga.
Það var fremur úthald en
frekja, sem færði Alda framann.
- Ég er afskaplega þolinn, held
stöðugt áfram að reyna. Að vísu
er það oft eitthvað annað en
hæfileikarnir, sem kemur fólki
áfram í þessum útvegi og ég tók
það ráð að nýta mér alltaf að-
stæðurnar til hins ýtrasta. Ég lék
þess vegna ekki aðeins í MASH,
heldur lærði þar leikstjórn og
betri vinnubrögð við að skrifa
handrit. Raunar hef ég bæði
samið og leikstýrt, síðan ég var
barn í garðinum heima, en mað-
ur verður stöðugt að læra og
bæta sig.
Það var kannske ekki tilvilj-
un, að Alan Alda sneri sér að
leiklistinni. Móðir hans var
skemmtikraftur, einkum dansari
og Robert Alda, faðir hans lék
á Broadway. Þau eru bæði ný-
lega látin.
Á unglingsaldri fékk Alan
mænuveiki og átti lengi í því, en
komst til fullrar heilsu. Sextán
ára starfaði hann í sumarleikhúsi
og þegar að háskóla kom, var
hann ákveðinn í að læra leiklist.
Á sjöunda áratugnum lék hann
á Broadway og í átta kvikmynd-
um, en 1972 kom MASH.
Sex ár í röð var Alan Alda
tilnefndur vinsælasti maður í
bandarísku sjónvarpi. Slíkt gæti
- Hvernig getum við bætt
sambúðina í heiminum, ef við
getum ekki einu sinni lifað
saman á heimilunum? spyr
Alan Alda.
stigið einhverjum til höfuðs, en
hann segist mest hafa orðið hissa
- Þó er aldrei að vita, nema ég
hafi einhverntíma ofmetnast.
Áreiðanlega hefur einhver talað
við mig og sagt síðan: - Þessi
náungi heldur að hann sé eitt-
hvað.
Framkoma hans gagnvart að-
dáendum er nokkuð sérstök.
Hann reynir aldrei að fela sig,
eða forðst fólk. Allir vilja áritun
hans, en slíkt finnst honum til-
gangsleysi hið mesta, tekur
gj arnan í hendur fólks í staðinn.
- Ég er hrifinn af Evrópubú-
um, segir hann. - Þeir kinka
kolli, veifa eða rétta upp þumal-
inn, stundum varla það. Maður
rétt finnur, að þeir þekkja mann
og augnaráðið segir ekki að nú
hafi þeir komið auga á fræga
manneskju, heldur að þeir þekki
starf manns. Slíkt kann ég að
meta.
Mér finnst afskaplega fátt já-
kvætt fylgja frægðinni, en ég
reyni eins og ég get að lifa
venjulegu lífi, fer til dæmis alveg
eðlilega í stórmarkaðinn og ýti á
undan mér vagni. Fyrst ég þarf
að vera frægur, nota ég mér það
gjarnan til að auglýsa það sem
ég er að vinna að.
Fjölskyldan á hús í Bel Air,
stjörnunýlendu Hollywood, en
hið sanna heimili er í Leoniu í
New Jersey, gamalt hús með
tennisvelli. Alda-hjónin safna
ekki um sig veraldlegum
gæðum, en kaupa gjarnan eitt
og eitt málverk á hóflegu verði.
Dæturnar þrjár eru á þrítugs-
aldri. Eve starfar hjá því opin-
bera, Beatrice reynir fyrir sér í
leiklistinni í New York og Eliza-
beth er sérkennari daufdumbra
barna. - Ég er ánægður með
þær, segir Alan. - Ég vildi bara
að þær gerðu það sem þær
langaði mest til.
Alan viðurkennir fúslega að
það sé Arlene og hjónaband
þeirra sem haldi honum á réttum
kili. - Ég elska hana mjög heitt,
segir hann. - Hún er merkileg-
asta manneskja, sem ég hef
kynnst. Vissulega förum við
stundum í samkvæmi, en þá
spjalla ég við hana lengst af, því
hún hefur athyglisverðar
skoðanir á öllum hlutum.
Arleneerskilningsrík, raunsæ
og sér alltaf strax kjarna hvers
máls. Hún er laus við alla for-
dóma, frjálslynd og víðsýn í
hugsun og fyrirgefur allar
skyssur. Svona lagað er mikils
virði, því það er erfitt að lifa
lífinu með annarri manneskju -
nema hún sé eins og Arlene.
Þau kynntust, þegar Alan var
21 árs og Arlene nam klarinett-
leik og þótti efnileg. í byrjun
hjúskaparins vann Alan við það
sem til féll, allt frá tryggingasölu
og leigubílaakstri til trúðleiks.
Síðan dæturnar komust á legg
hefur Arlene stundað ljósmynd-
un af kappi og lagt mikið af
mörkum til hjálpar óskilgetnum
börnum bandarískra hermanna
í Asíu. Hún hefur einnig gefið
út tvær barnabækur og nú vinnur
hún að söfnun heimilda í bók
um gyðinga í Los Angeles.
Alda skrifar gjarnan um
mannleg samskipti og hefur efn-
ið úr umhverfi sínu. - Þetta er
mikið að breytast, segir hann. -
Nú orðið er hættulegt að sofa
hjá hverjum sem er og fólk er að
átta sig á, að ef til vill er best
heima. Hann vill þó ekki préd-
ika. - Auðvitað hef ég skoðanir
á hlutunum, en mér dettur ekki
í hug að segja fólki, hvernig það
á að lifa. Mér finnst bara að
samskipti séu almennt að breyt-
ast til hins betra. Hver veit nema
við getum lært að lifa betur
saman í heiminum yfirleitt, ef
við byrjum í svefnherberginu
heima.
Hver mótmælir svo, að Alan
Alda sé indælis náungi?
\ÁN DAÐAR JÓLABÆKUR
ALLT FYRIR ÁSTINA eftir Bodil Forsberg. v LlFIÐ AÐ VEÐI eftir Jack Higgins. Frábær
Hrífandi ástarsaga um unga elskendur. spennusaga sem heíur nýlega verið kvikmynduð.
ÓVÆNTIR ENDURFUNDIR eftir Erling Poulsen. í HELGREIPUM Á HAFSBOTNI eftir Duncan
Bók um ástir og spennandi atburði. Kyl^. Mögnuð spennusaga sem þú lest í einni
lotu..
Vinirnir FÚSI OG FRIKKI lenda í spennandi
ævintýrum. Þeir leika sér á ströndinni, halda
veislu, leita að fjársjóði og fara til tunglsins.
Fúsi og Frikki koma ölluin í gott skap.
HÖRPUÚTGÁFAN U
STEKKJARHOLTI 8-10.300AKRANESÍ. * I '
LÍFSREYNSLA
Fólk úr öllum landsfjórðungum segir frá eftirminnilegri og sérstæðri
reynslu. Þeir sem rita eigin frásagnir og annarra eru:
Hlynur Þór Magnússon ísafirði, Inga Rósa Þórðardóttir Egilsstöðum, sr.
Bernharður Guðmundsson Kópavogi, Erlingur Davíðsson Akureyri, Páll
Lýðsson Litlu-Sandvík, Herdís Ólafsdóttir Akranesi, sr. Jón Kr. Isfeld
Garðabæ, Sveinbjörn Beinteinsson Draghálsi, Óskar Þórðarson
Reykjavík og Bragi Þórðarson Akranesi. Allar frásagnirnar eru skráðar
sérstaklega vegna útgáfu þessarar bókar.
Ævintýralegar ferðir og slysfarir breyta oft viðhorfi fólks til lífsins.
LÍFSREYNSLA er áhrifamikil bók sem lætur engan ósnortinn.
AFLAKÓNGAR OG ATHAFNAMENN
Hjörtur Gíslason ræðir við fimm lands-
þekkta aflamenn, sem eru fulltrúar allra landshluta og
fimm greina útgerðar. Þeir eru: Guðjón A. Kristjánsson, Páli Pálssyni ÍS,
Þorsteinn Vilhelmsson, Akureyrinni EA, Magni Kristjánsson, Berki NK,
Sigurður Georgsson, Suðurey VE, Ragnar Guðjónsson, Esjari SH.
HalldórÁsgrímsson sjávarútvegsráðherra ritar inngangsorð bókarinnar.
AFLAKÓNGAR OG ATHAFNAMENN er bók sem gefur raunsanna mynd af
lífi sjómanna. Þetta er bók um menn sem skara fram úr á sjónum, menn
sem hafa frá miklu að segja.
AI.LT FYRIR
Á&TINA
SftF****
tonglsins
. Fúsi og Frikki
! á