Tíminn - 13.12.1987, Side 5

Tíminn - 13.12.1987, Side 5
Sunnudagur 13. desember 1987 Tíminn 5 „Litríkt fólk,“ nefnist ný bók Emils Björnssonar, um eigið líf og aldarfar. Þetta er framhald æviminn- inga Emils sem kom út í fyrra og nefndist „Á misjöfnu þrífast börnin best“ en hún hlaut einróma lof gagnrýnenda og einstakar viðtökur almennings. „Litríkt fólk“ greinir frá eigin lífi höfundar og aldarfari á fjórða og fimmta áratugnum. Á því tímabili urðu mestu þáttaskil í sögu lands og þjóðar frá upphafi. Þá var kreppa, hernám, heimsstyrjöld og lýðveldisstofnun í brennidepli. Höf- undur nefnir til sögu fjölda lítt kunnra sem þjóðkunnra manna sem hann starfaði með, fjósamenn, skólafrömuði, skólafélaga, kola- karla, háskólamenn, alþingismenn, guðsmenn og útvarpsmenn, svo eitthvað sé nefnt. Hér grípum við niður í bók Emils og veljum til birtingar kaflann „Óminnishegri,“ en margir hafa viljað vita hverjar kempur þær eru sem við söguna koma. Það liggur þó ekki á lausu af augljósum ástæðum! „En óminnishegri ogillra hóta norn undir niðri stiklunum þruma". Gr.Th. Uppákoma sú, er frá segir í þess- um þætti, átti sammerkt við æði margar veislur í Reykjavfk á stríðs- árunum, og næstu árum, þegar land- inn hafði loksins fengið eitthvað milli handanna og fór að sletta úr klaufunum, án þess að hafa lært þá jafnvægislist sem til þarf. Þegar menn taka sjálfir þátt í ölteiti slævist eftirtektin, en þegar allsgáður verður vitni að slíku greyp- ist það í heilabörkinn. Það bar til á útmánuðum að fréttastjóra útvarpsins vantaði fréttamann til að skreppa í mann- fagnað og segja fréttir þaðan. Að beiðni hans tók ég það að mér, þótt ég væri í starfsleyfi. Samkvæmið var haldið til að fagna því að menningarstofnun var skilað aftur húsnæði, sem herinn hafði tekið sér bólfestu í á stríðsárunum. Þetta var tilefni glaðnings, er menningunni væri samboðinn. Veislan hófst með hefðbundnu sniði menningarsamkundu. Setið var til borðs og fluttar viðeigandi ræður um brýna þörf á að endurheimta fyrrnefnda stofnun úr hers höndum. Stjórnarfulltrúi hennar, sæmdar- og höfðingsmaður, setti samkomuna með vel völdum orðum, að viðstödd- um lærifeðrum, lærisveinum, og fjölda þjóðvina, sem tóku undir orð hans með lófaklappi. Anonymus, einn af virðulegustu lærimeisturum landsins, tók síðan til máls, rétt um það leyti er rjúkandi púnsbolla var borin inn. En hann hafði ekki lokið máli sínu þegar bollan var farin að hafa þau áhrif að ekki heyrðist lengur mannsins mál. Svo að Ánon- ymus varð að gefast upp. Þá kvaddi fulltrúi erlendra menntamanna sér hljóðs, og skipti engum togum að margar hendur voru á lofti og lyftu honum upp á veisluborðið. Þar fékk hann að standa drykklanga stund við dynjandi fagnaðarlæti, og að lokum var hann tolleraður úti í sal. Upplausn þessa virðulega sam- kvæmist varð með svo skjótri svipan að það var með fádæmum, og raunar einsdæmi, að upplifa slíkt. Engu var líkara en menn hefðu gleypt sprengi- efni, dúndrið í þessari púnsbollu var svo óskaplegt. Eins gott að upp- skriftin sé gleymd. Borðum var bók- staflega hrundið, sumum hverjum, og áflog í þann veginn að hefjast, er sögumaður forðaði sér út úr salnum ÓMINNIS HEGRI - gripið niður í æviminningar séra Emils og fram í fordyri, þar sem ég rakst á einn læriföðurinn, sem virtist miður sín af þeirri umturnan, sem orðin var. Hann hafði lagt hægri hönd sína í hjartastað, enda hjartveikur orðinn, og mælti ítrekað fyrir munni sér: O hjartað mitt, hjartað mmitt; í þeim svifum gerðist það, sem dró lengstan dilk á eftir sér þessa nótt, svo ég vissi til. Það flýgur sem sé stærðarkarlmaður aftur á þak út úr salnum, og hnefi annars fylgir hon- um eftir af þvílíku heljarafli, að maðurinn í loftinu fellur í hnakkann í gólfið, að fótum okkar, og blóð- buna stendur úr nösum hans. Við þetta óvænta ofbeldisverk ummyndaðist lærifaðirinn. Ekki svo að skilja að hann fengi hjartaslag, þó hjartað væri veikt. Nei, ónei. Vík- ingurinn kom upp í honum, svo að hans fyrsta viðbragð var að afklæðast jakka og bretta upp skyrtuermar, svo mælandi: Þetta er voðalegt, þetta ?r voðalegt, að fara svona með manninn. Og þar með var hann kominn í slaginn og virtist ekki finna fyrir hjartanu framar. Það kvisaðist fljótt að ekki hefði maðurinn á gólfinu snýtt rauðu að ástæðulausu, heldur hafði hann sleg- ist upp á stjórnarfulltrúa stofnunar- innar inni í salnum, og ungur og hraustur fylgdarmaður fulltrúans var að reka hann af höndum þeirra með fyrrnefndu móti. En ekki hafði stríðsmaðurinn á gólfinu, er seinna varð sýslumaður, fyrr raknað úr rotinu en hann stóð upp og hristi sig, fleygði jakkanum út í horn, skyrta hans löðrandi í blóði, og réðst nú til nýrrar atlögu eins og sært ljón. Hann beindi spjótum sínum, það er hnúum og hnefum, tvíelleftur að fulltrúanum og fylgdarmanni hans. Sýnt var að sveit manna þurfti til að ráða niður- lögum þessa uppvaknings, og ekki var að tala um annað en lærifaðirinn Emil Bjömsson. slægist í hana. Ég fylgdi í humátt á eftir sem gegn fréttamaður, þar eð allt útlit var fyrir að í kringum þennan tilvonandi sýslumann yrði mestra frétta von þessa nótt. Leikurinn barst nú upp úr kjallar- anum, þegar sýslumannsefni hafði hrundið þar eins mörgum ofan af sér og að honum komust til að halda honum niðri. Brast þá skyndilega flótti í varnarliðið, sem læsti stjórn- arfulltrúann inni í herbergi nokkru til að forða honum undan. Síðan héldu sviptingarnar áfram á hæðinni, og dró síst af sýslumannsefni. Hann náði að greiða mörgum þung högg áður en þeir höfðu hann undir í annað sinn. Ég sá glitta i blóðugt brjóstið á honum milli skyrtutætl- anna, sem héngu utan á honum. En þegar þeir voru í þann veginn að koma böndum á hann, ætluðu líf- verðir fulltrúans að laumast út með hann. En það var eins og sýslu- mannsefni hefði augu í hnakkanum og trylltist á nýjan leik við þá sýn. Við lærimeistari flýðum nú með lífvörðunum og fulltrúanum upp á efstu hæð hússins, og þar var læst að okkur. Brátt heyrðum við að leikur- inn hafði borist upp á þann gang og stóð þar óratíma að okkur fannst uns dúnalogn varð og okkur hleypt út. Þá lá hann í böndum á gólfinu, nakinn og blóðstokkinn niður að mitti, eftir snýturnar rauðu, - ekki urmull eftir af skyrtunni, - líkt og ■ píslarvottur eða fallin stríðshetja. Einhver fór að þvo af honum blóðið. Honum hafði verið gefin róandi sprauta. Það mátti öllum gera. Hvers vegna var ekki kallað á lögreglu, hrökk út úr einhverjum? Það yrði saga til næsta bæjar, ef tekin væri lögregluskýrsla í þessu samkvæmi, eins og sakir standa, var svarað. Já vel á minnst. Hvað var að gerast annars staðar í húsinu, spurði fréttamaður sjálfan sig? Enn logaði allt í fjöri á öllum hæðum. Lærdómsmaður nokkur var að gefa umsjónarmanni hússins efri- Gunnu á einni hæðinni, með viðeig- andi móðgunaryrðum. Ungurmaður sat á legubekk niðri í kjallara og gat ekki látið af að kyssa og faðma eiginkonu eins kennara síns. Annað ungmenni bauð lærimeistara sínum í glímu, sem þeir þreyttu lengi nætur, og hafði ég aldrei séð þennan lærimeistara lifa sælli né glaðari stund. Það var eins og barnið í honum vaknaði. Á öllum gólfum höfðu einhverjir lagt sig, er líða tók á nóttina, og iiið síðasta, sem ég sá af þessu samkvæmi, \toru nokkrar virðulegar frúr, er studdar voru af veikum mætti út úr húsinu, með skóna sína í höndunum. Ein hafði meira að segja troðið höndunum í þá eins og hanska. Daginn eftir birtist í hádegisfrétt- um útvarpsins frásögn af því, hve ánægjuleg samkoma hefði verið haldin, þegar „stofnunin" var heimt úr hers höndum; þó fréttamaðurinn hugsaði með sjálfum sér, að líklega hefði hún fyrst verið í hers höndum þessa nótt. Hugsið ykkur hversu tillitssamir við vorum í þá daga, og enn cru íslenskir fréttamenn flestum kolleg- um sínum mjúkhentari, þegarmikið liggur við og menningarheiðurinn er í húfi. En, þó útvarpsfréttin væri slétt ogfelld, flaugfiskisagan. Fréttamað- ur var vitni að því síðdcgis næsta dag að Sigurður skólameistari kom í stofnunina, rakst þar á læriföður og sagði: Það eru ljótar sögur, sem maður heyrir úr þessari stofnun! Lærifeður glíma við lærisveina sína í svallveislu. Veslings lærifaðirinn, sem hann var að tala við, kom af fjöllum, hafði ekkert heyrt, kom ekki í veisluna, og hefði sjálfur verið manna ólíkleg- astur til að glíma við nokkurn mann.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.