Tíminn - 13.12.1987, Side 6

Tíminn - 13.12.1987, Side 6
6 Tíminn Sunnudagur 13. desember 1987 „DRAUGASKIP“ í ÍSLENSKRIHÖFN Frásögn sú sem hér fer á eftir, segir frá fyrstu fljótandi verksmiðju sem Islendingar festu kaup á. Miklar vonir voru bundnar við þetta skip, en hvað var það sem brást? Það var í maí mánuði 1948 sem hlutafélagið Hæringur keypti sam- nefnt skip frá Bandaríkjunum. Skip þetta var smíðað í Buffalo 1901 og var því orðið 47 ára gamalt þegar það var keypt til landsins. Hinir nýju eigendur þess létu breyta því og setja í það nauðsynlegar vélar til síldarvinnslu. Upphaflega var skipið smíðað til að flytja járngrýti en síðar tók bandaríski herinn það í sína þjónustu á stríðsárumum. Breytingum á skipinu var lokið í ágúst mánuði sama ár og hélt skipið að því loknu áleiðis til íslands. Hcimferðin frá Portland í Oregon - fylki á Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna til hafnar í Reykjavík tók fimmtíu sólarhringa. Það var því um miðjan október að skipið kemur til hafnar í Reykjavík. Hæringur var þriðja skipið sem sigldi undir ís- lenskum fána í gegnum Panama- skurðinn, undir stjórn Ingvars Ein- arssonar sem var skipstjóri á skipinu á meðan það var í notkun við strendur íslands. Ingvar hafði einnig siglt fyrsta íslenska skipinu þessa leið í október 1945. Hann hafði farið til Bandaríkjanna á vegum Fiski- málanefndar árið 1944 til að kynna sér hringnótaveiði á frambyggðum skipum. Lét hann smíða þar slíkt skip, Fanneyju, fyrir Fiskimálanefnd og dvaldist hann ytra, meðan smíði skipsins fór fram. Ingvar var með þann bát þar til hann fór aftur utan 1948 til að taka við Hæringi. STÆRSTA SKIP í FLOTANUM Hæringur var stærsta skip sem íslendingar höfðu eignast fram að þessu, tæpar 7000 lestir og að auki var þetta fyrsta verksmiðjuskipið sem íslendingar höfðu fest kaup á. Til að átta sig betur á stærð skipsins má geta þess að það var rúmir 117 metrar að lengd og 15,5 metrar að breidd. Fullbúið var áætlaður kostn- aður skipsins 3,3 miljónir. Miklar væntingar voru bundnar við kaupin og var það von manna að hann yrði þjóðþrifatæki hið mesta sem fært gæti þjóðarbúinu mikinn auð, eins og fram kemur í einu dagblaðanna frá þessum tíma. Hugmyndin um fljótandi síldar- verksmiðju átti á árunum 1947 til 1948 víða fylgi að fagna. Þegar ráðist var í að kaupa Hæring og gera úr honum fljótandi verksmiðju, höfðu menn tvennt í huga. Að hin fljótandi verksmiðja yrði syðra á veturna og ynni þá úr Hvalfjarðar - og Faxa- flóasíldinni, en flytti sig norður og austur fyrir land með vorinu og gæti komið í stað verksmiðju sem fyrir- hugað var að byggja á Austurlandi. Saga þessa skips var síður en svo glæst eftir að til landsins var komið. Eins og fram hefur komið, var því einkum ætlað að vinna sítd á Faxa- Vísurnar létu ekki á sér standa, hér má sjá Hæríngsvalsinn, sem saminn var í minningu um skipið. Skopmyndirnar birtust í Speglinum 949 til 1954. flóasvæðinu, en þar hafði veiðst mikið tvo undanfarna vetur í herpi- nót. Síldin kom hins vegar ekki á þetta svæði oftar né annars staðar þar sem hún yrði veidd í herpinót eða önnur stórvirk veiðarfæri. Pað er skemmst frá því að segja að skipinu var lagt við eystri hluta Ægisgarðs, en sökum stærðar sinnar tók skipið allt viðleguplássið þar og lá það í heilt ár á þessum stað, án þess að það kæmi að nokkrum notum. Sjómenn voru frekar óá- nægðir með að skipið tæki allt við- leguplássið og töldu að betra væri að nýta viðlegukantinn fyrir skip sem kæmu að meiri notum. Einnig höfðu hvorki tryggingargjöld né hafnar- gjöld verið greidd frá því að skipið kom til hafnar eða í um eitt og hálft ár. Cíaröar Ingvarsson. rJíæ tingsvalsinn /4 Þaö gefur á hafskipiS Hœring, Jm'S hriktir í stögum og rá, og þa'5 svarrafii um fljótandi síldbrœSslustöS, rr saklaus í liöfninni lá. I rammrfldar fcstarnar rykkti hiS ryöbritnna viSrrisnartákn, og í trylltustu hrySjuniim titraSi og skalf hiti tröUaukna, fjörgamla bákn. Þvílíkt hífandi rok, þvílíkt háraSa rok komiS „hingaS í sœlunnar reit“, þa<5 var ó. þaS var œ, þaTi var hó, þafi var lice, og Hœringur landfestar sleit. Svo snéri hann stafni í slorrninn og strfndi cins og skot út á haf, en saltvatni'S rann inn urn rySgaSa súfi, svo afi rotturnar fœrSust í kaf. Og sirka um scxtíu gráfiur á siglingu hallaSist fley; menn vita sko ekkcrt um þyngdarpunkt þess nema þaS, afi hann fyrirfinnst ei. Og frá bryggjunni rak, og nú rak, og nú rak, já. nú rak þcnnan fornaldargrip. og hann veltist og lak, og hann lak, og hann lak. já, hann lak meira en títt c.r um skip. Og frómasti frcgnberi Tímans inn í forláta kaffihús smó, þar mœtti” onum ypparleg framsóknarfrú, sem framan í gestina hló. Og aSspurS um alla þá kœti, hún anzaSi piltinum skjótt: ..Þafl liirt'iir svo makalanst liómand’ á m"r. því þaS losnaSi um Ilœring í nótt“. MeÍian ImfskipiS rak út á höfnina og lalc, og þaii hrikti í scrhverju tré, eins og fábjáni hló þctta framsóknarhró eftir fasl alf því tveggja ára hlé. (Og Hceringur karlinn var kátur aif komast nú loksins úr höfn, og fádamia svipmikil siglingin var um smfexta freyfiandi dröfn. Þai5 var nmstum því eins og hér áifur, ficgar útge.röin dafnaifi bezt, þá var sími í stafni og skrifstofa í skut, en skuldiim var safnaif í lest. F.ngan grunaifi þá, hvaif í loftinu lá yfir ládauTium stjórnmála sm, þá var skipulagt allt, þá var skemmtilegt allt, þá var skipperinn indmlis gm). . Og uppi í Utvegsbanka JLisat óne.fndur maSur og hló, og sagifi í huganum, hrifinn og smll: — /Vi/ er Hmringur kominn á sjó. Og hafskipsins frœgSir og frama í flatrímaif orfiskrúð cg vef, og þai5 hef ég frétt, ai5 hiS fimmtuga skip tmki femiingarduggur á slef. Ó, þii volduga bákn, ó, þii vifircisnartákn, þér ég vel mi min fegurstu orS. Hve.rsu sigla þii skalt cins og skot út um allt, þcgar skippcrinn kemur um borfi. TV-L 7"T / /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.