Tíminn - 13.12.1987, Side 8

Tíminn - 13.12.1987, Side 8
8 Tíminn Sunnudagur 13. desember 1987 Draugaskipið VAR FREKAR EINS OG FLJÓTANDIHÚS „Sem krakki var maður pínulítið viðkvæmur fyrir háðinu sem gert var að skipinu, með pabba sem skip- stjóra, manni féll þetta ekki beint vel.“ segir Garðar Ingvarsson, sonur Ingvars Einarssonar skipstjóra á Hæringi. Við fengum hann til að segja okkur lítillega frá Hæringi eins og hann kom honum fyrir sjónir. „Það fyrsta sem ég sá til skipsins var þegar það kom á ytri höfnina, það var mikill spenningur í mér, ég var búinn að vera án pabba og mömmu í fleiri, fleiri mánuði. Ég man alltaf eftir því þegar ég fékk að fara með tollbátnum út í skipiö. Petta var í mínum augum, óskaplegt risa skip. Það var skrítið að koma um borð því þetta var ekki líkt neinu skipi sem ég hafði séð áður, og verksmiðjan eyðilagði allt skipslag á því, þetta var frekar eins og fljótandi hús og það má segja að enginn íburður hafi verið. Maður sá mjög greinilega að skipið hafði verið not- að sem herskip. Innréttingarnar og málningin inni í skipinu miðuðust allar við að þetta væri herskip, ekkert fínt mahoní eins og tíðkaðist í gömlu togurunum á þessum tíma. Síðustu árin stóð hann í mynni Grafarvogs. Það var þannig út af tryggingum og öðru að það varð að hafa skráða lágmarks áhöfn sem voru fjórir, skipstjóri, vélstjóri og væntanlega hafa hinir tveir verið kallaðir hásetar. Einu verkefnin sem þeir höfðu var í raun og veru að vakta skipið þarna um borð. Það gekk þannig fyrir sig að það voru alltaf tveir um borð í einu, allan sólarhringinn, viku og viku í senn. Sumarið 1954 komst ég í það að leysa föður minn af, þá var ég 16 ára gamall. Þetta var albesta sumarvinna Lögtak á kirkjugarðs gjaldinu hjá Hæringi Góðar bækur til ad GEFA OG EIGA Spaugsami spörfuglinn, Þröstur Sigtryggsson skipherra hjá Landhelgisgæslunm lýsir lífshlaupi sínu í léttum dúr og skopast bæði að sjálfum sér og samferða mönnum. Hann hefur frá mörgu að segja, allt frá grátbroslegum atvikum í landlegum til grafalvarlegra atburða í landhelgisdeil- um. Þröstur er ekki bara skipherra, ' Sigurdór Sigurdórsson hann er húmoristi og sögumaður af guðs náð. Sigurdór Sigurdórsson skráði. Þetta er umfram allt fyndin og upplífg- andi bók. ,Á SPAUGSAMISPORFUGLINN Þröstur Sigtryggsson skipherra lýsu (ifsWaupi siuu íléttiiérn dur sKgpast bædí ad ^álfum s«r óg Sðmferdarnpiirtufn. 7VÓ Olímxr íslandsmyndir Mayers 1836 hefur að geyma listaverk sem franski málarinn Auguste Mayer vann þegar hann var liðsmaður franska vísindamannsins Paul Gaimards í íslandsleiðangri hans árið 1836. Myndirnar sem hér eru litprentaðar í ákaflega fallegri og vandaðri útgáfu eru stórmerkar heimildir um íslenskt þjóðlíf á fyrri tíð. Þær eru hátt í 200 að tölu og þeim fylgir ítarlegur texti á íslensku, frönsku og ensku. Bókinni fylgir ennfremur litprentað kver með fágætri frumgerð kvæðanna, sem flutt voru Gaimard til heiðurs í veislunni góðu í Höfn 1839. Gullregnið eftir Anders Bodelsen er spennandi saga sem segir frá fjórum börnum sem finna fjársjóð grafinn í jörðu. Þau ákveða að geyma hann í von um fundarlaun. En biðinni fylgja ýms erfið og óvænt vandamál. Framhalds- þátturinn um Gullregnið hefur notið gífurlegra vinsælda í danska sjónvarpinu. ,Á. Edgar Cayce, undralæknirinn og sjáandinn er margföld metsölubók um dulargáfur Edgar Cayce, spádóma hans og lækningar, sem enn eru vísindunum óræð gáta. Bókin hefur verið ófáanleg um árabil en er nú prentuð í þriðja sinn vegna mikillar eftirspurnar. A Goð og hetjur í heiðnum sið eftir Anders Bæksted bætir úr brýnni þörf fyrir vandað rit á íslensku um goðsögur og hetjusagnir norrænna manna. Helstu sögurnar eru raktar og sýnt hvernig hin heiðnu lífsviðhorf birtast ljóslifandi í hetjum fornsagnanna, lífi þeirra, framgöngu og örlögum. Bókin er ríkulega myndskreytt. Þýðandi er Eysteinn Þorvaldsson. A, Upp er boðið ísaland er saga einokunar- verslunar á íslandi. Dönum hafa löngum verið kenndar hörmungar þær sem þjóðin mátti þola á öldum áður. í bókinni er gerð grein fyrir fjölmörgum öðrum ástæðum sem skiptu sköpum fyrir bágborinn hag þjóðarinnar, t.d. íhaldssemi og stéttaskipting íslendinga sjálfra. Ritið er doktorsritgerð Gísia Gunnarssonar. Á

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.