Tíminn - 13.12.1987, Síða 10

Tíminn - 13.12.1987, Síða 10
10 Tíminn Sunnudagur 13. desember 1987 JJ GLEYPIR FÓLK M EE )l H) Ch Ð C )G H IÁ R l“ „Ég hef verið með þetta námskeið síðastliðin fimmtán ár og stór hópur af yngri kynslóð leikara í dag, hafa byrjað hér“, segir Helgi Skúlason. „Það er tvíþætt hugsun á bak við þetta. Hér áður fyrr voru tveir skólar, annar sem Þjóðleikhúsið rak og hinn var á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Þessir skólar voru hálfgerðir frítímaskólar og alltaf var uppi hugmyndin og krafan í þá átt að ríkið setti upp alvöru leiklistar- skóla sem síðan gæti tekið við efni- legustu nemendunum úr þessum tveim skólum, sem þá væru einskon- ar undirbúningsskólar ef svo má segja. Það var mikið reynt til að fá þessa hugmynd í gegn, farið á fund mennta- málaráðherra, margra þeirra. Þeir töldu að þetta yrði of þungt í vöfum og þorðu ekki að fara út í þetta. Svarið var alltaf það sama, það eru tveir skólar hérna, við þurfum ekki ríkisskóla. Til að koma í veg fyrir þetta deilumál, voru þessir tveir skólar leikhúsanna lagðir niður. Eft- ir það var enginn skóli í nokkur ár, þangað til allt í einu að ríkisskólinn var stofnaður. Rtkisskólinn tekur inn átta manns á ári, að loknum prófum sem fram fara á vorin, en ásóknin er um sjötíu til áttatíu manns á hverju einasta ári. Mér þætti skynsamlegra að leikhúsin héldu uppi sínum skólum, en síðan færi toppurinn úr þessum tveim skólum í ríkisskólann, af því að mér hefur alltaf fundist ógurlega glæfra- legt að taka sjötíu-til áttatíu manns bara beint af götunni í próf. Fólk, sem hefur ekki hugmynd um hvað það er að fara út í og hefur ekki fengið að þreífa neitt á þessu áður. Enda hefur það verið reyndin, að alltaf við og við kemur upp í ríkis- skólanum dæmi um það að fólk er búið að eyða þarna tveim til þrem árum úr æfi sinni, og áttar sig á því að þetta er ekkert sem það langar til að gera. Tvö til þrjú ár er ekkert lítill hluti, ég meina það er kennsla frá níu á morgnana til sjö á kvöldin, svoleiðis að fólk gerir ekkert annað. Fyrir utan að leiklistarnám sem þetta, hefur það í för með sér að fólk slitnar bókstaflega úr samhengi við fyrra umhverfi sitt, af því að þessi listgrein hún hreinlega gleypir fólk, alveg með húð og hári. Það sem verra er, að þetta fólk sem hættir, hefur tekið upp sætið fyrir einhverjum öðrum sem getur ekki hugsað sér neitt annað í lífinu." TVÆR ÁSTÆÐUR FYRIR MÍNUM SKÓLA „Ein ástæða fyrir mínum skóla er þessi þrjóska mín að vilja að einhver „Þið eruft dýr á eyftieyju, þaft fellur óþekktur hlutur á jörðlna til ykkar. Þið eruð hrœdd, en farið svo að athuga hann hægt og rólega.“ sagði Valdimar. sem kennir helminginn af tímunum. Þá einhvern sem er tiltölulega ný- útskrifaður og ferskur, annaðhvort héðan eða sem hefur komið að utan. í vetur og reyndar síðasta vetur líka er það Valdimar Örn Flygenring, en í gegnum árin hafa það verið ýmsir. Þetta geri ég meðal annars til að koma í veg fyrir að ég hafi of mikil áhrif, til að fólk komi ekki út úr þessum skóla og það sé hægt að sjá á því, - „jæja, svo þessi hefur verið hjá Helga Skúlasyni“. Það vildi brenna dálítið við hérna áður fyrr. Kennslan fer alltaf fram um helgar því við miðum við að fólk stundi fulla vinnu eða sé í skóla. Þetta hefur yfirleitt verið ungt fólk, frá svona 15 til 30 ára, en það kemur fyrir að það sé eldra, allt upp í sextugt. Það sem við förum í á þessu námskeiði, miðar að því að taka við fólki eins og maður segir, alveg af götunni. Það fer gríðarlega mikill tími í byrjun í það að gera það fært um að vinna. 1 fyrstu tímum sitja allir skelfingu lostnir, - verður mér stillt upp og sagt að fara að leika. Það tekur dágóðan tíma að skapa andrúmsloft til þess að hægt sé að senda þau út í að gera eitthvað, eins og t.d. að spinna einhverja hugmynd áfram. Við erum með raddbeitingu, upplestur og á mjúkan hátt reynum Rætt við Helga Skúlason leikara, um leiklistarnámskeið sem hann hefur staðið fyrir í rúman áratug svona starfsemi sé gangandi. Þannig að fólk af götunni geti komið inn, þreifað á þessu og fengið auðvitað undirbúningsmenntun svo að það standi betur að vígi þegar það fer í inntökuprófin í ríkisskólanum eða í útlöndunt. En ekki síður til að það geti áttað sig í tíma á því að þetta er ekkert fyrir það og hætt, hvenær sem það vill, án þess að vera búið að eyða heilu árunum úr æfi sinni. Þetta er ein hliðin á þessum skóla hjá mér. Hin hliðin er sú, að alltaf er drjúgur hópur sem kemur og ber því við að það vilji losna við einhverja áragamla feimni, sem margir eru haldnir og til að geta staðið í fæturna í lífinu. Það er auðvitað eitt það ánægjulegasta og sem maður gleðst mest yfir er að sjá þá breytingu á fólkinu. Það er gaman að sjá hvað hefur orðið úr fólki sem kannski kom í hnút að haustinu og gengur út með fullkomnu öryggi að vori. Það myndast alltaf ákveðinn kjarni, sem heldur áfram og getur ekki hugsað sér neitt annað en að komast inn í ríkisskólann eða að fara út í nám til Englands, Banda- ríkjanna eða Svíþjóðar, svo dæmi séu tekin.“ Valdimar örn Flygenring leikari, sér einkum um spunaæfingarnar á námskeiðinu. ERU Á ALDRINUM 15TIL60 ÁRA „Við byrjum alltaf í október og erum fram í endann á apríl eða að prófum í rtkisskólann hér. Það er gífurleg ásókn á námskeiðið, og biðlistinn til að komast inn eftir áramót er langur. Ég var einmitt að athuga hverjir af þeim sem eru núna ætla að halda áfram, og það var mikill meirihluti, þannig að það verða fáir sem ég get bætt við. Það hefur alltaf verið stefnan hjá mér að hafa annan kennara, mér svona gömlum jálki til aðstoðar,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.