Tíminn - 13.12.1987, Side 11

Tíminn - 13.12.1987, Side 11
Sunnudagur 13. desember 1987 Tíminn 11 i' „Sandurinn er ógurlega heitur, þið verðið að passa ykkur að brenna ekki.“ Dýrin höfðu auðsjáanlega lært að hagnýta sér „óþekkta“ hlutinn. Og svo kom fengitíminn, innlifunin leynir sér ekki. CTimamyndir Pétur) Marteinn Marteinsson. áfram og sló til í vetur. Mér iíkar alveg jafn vel hér, éf ekki betur. Ég er ekki beint að stefna að leiklistar- námi, en það gælir við undirmeðvit- undina. Námskeið sem þetta tel ég að sé miklu betra tii að vinna bug á feimninni, heldur en öll þau nám- skeið sem boðið er upp á í dag. Hérna tekur maður virkilega á, þetta er stórkostlegt." ABÓ Helgi Skúlason leikari hefur verið með þetta námskeið síðastliðin 15 ár. við að losa um fólkið til að gera því fært að takast á við æfingarnar. Þetta er í raun alhliða leiklistarnám. En samt á breiðari grunni.“ „SVO SÉR MAÐUR FÓLKIÐ SPRINGA ÚT“ Eftir að hafa fylgst dágóða stund með nemendum námskeiðsins tók- um við tvö þeirra tali og spurðum hver væri ástæðan fyrir því að þau fóru á þetta námskeið? „Ég hef alltaf haft áhuga fyrir leiklist en líka til að geta gert það sem mig langar til án þess að vera alltaf að hugsa um aðra, reyna að vera bara ég sjálf“, segir Rósa Harð- ardóttir. „Það er allt óákveðið með frekara nám í leiklist en ég ætla að halda áfram eftir áramót í þessu nám- skeiði, svo er aidrei að vita hvað maður gerir. Þetta námskeið hefur verið aiveg frábært, fólkið er alveg frábært og allir koma með sama hugarfari. Allir voru feimnir í fyrstu ,svo sér maður fólkið springa út. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer á svona námskeið. Ég lék bara þegar ég var í grunnskóla, þá í jólaleikrit- um.“ „Ég var í leiklist í Menntaskóian- Rósa Haröardóttir. um við Hamrahlíð hjá Hilde Helga- son og síðar hjá Hlín Agnarsdóttur. Á þeim tíma var maður frekar bældur og var að leika góða manninn út á við, en svo þegar maður fór í leiklistina þá gat maður horfið inn í aðra persónu og gleymt sér og þrum- að út allri reiðinni þarna á sviðinu", segir Marteinn Marteinsson. „Ég naut þess svo vel þarna í skólanum að mig iangaði til að halda

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.