Tíminn - 13.12.1987, Side 12

Tíminn - 13.12.1987, Side 12
12 Tíminn Sunnudagur 13. desember 1987 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁU SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAK - hann myrti ókunna stulku í ölæði, flakkaði milli ríkja í tæpan áratug, en sannfærðist loks um að enginn flýr sjálfan sig. Pá sneri hann aftur og játaði. Hin fræga gata Las Vegas Strip hefur tekið ýmsum breytingum með árunum. Næturklúbbar og spilavíti hafa þar komið og farið, en eitt er við það sama: ferðaniennirnir fjöl- mörgu, sem alltaf eru galvaskir og reiðubúnir að freista gæfunnar við hin mörg þúsund grænu borð, sem gert hafa Las Vegas-borg heims- fræga. Árið 1977 blómstraði spilavíti eitt við norðurenda strætisins og þar gengu í meira lagi léttklæddar stúlk- ur um beina. Þann 30. ágúst bað vændiskonan Cindy Snow barnfóstr- una sína, sem stundaði sömu at- vinnugrein, að hitta sig á staðnum klukkan hálf fjögur um nóttina. Cindy þurfi að afgreiða viðskiptavin fyrst, en bjóst við að verða búin á tilsettum tíma. Barnfóstran ók á staðinn, sá bíl Cindy á stæðinu og lagði sínum við hliðina. Hún fór inn, en sá Cindy hvergi, svo hún fékk sér sæti á barnum, pantaði drykk og gerði ráð fyrir að Cindy kæmi á hverri stundu. Viðskiptavinurinn hafði greinilega yfir að ráða húsnæði alveg í grennd- inni, svo Cindy hafði getað skilið bílinn eftir hér. En hún ætlaði að láta bíða eftir sér. Cindy hverfur Pegar klukkustund var liðin, fór barnfóstran að verða áhyggjufull. Hún hringdi til vinar Cindy, 'ef hún skyldi vera þar, en hann hafði ekki séð hana síðan kvöldið áður. Stúlkan beið á barnum, þar til sólin kom upp, en hringdi þá aftur til vinarins og sagði að eitthvað hlyti að hafa komið fyrir, þar sem btllinn væri hér ennþá. Klukkan var langt gengin í sjö og vinurinn varð líka áhyggjufull- ur. Þau barnfóstran fóru saman á lögreglustöðina í miðborginni og tilkynntu hvarf Cindy Snow. í þá daga þurftu að líða tveir sólarhringar frá slíkri tilkynningu, þar til lögregl- an gæti farið að gera eitthvað í málinu. Fólk kom nefnilega gjarnan í leitirnar af sjálfsdáðum á þessum 48 klukkustundum, en ef ekki, þótti það sannarlega týnt. Næstu tvo dagana dvöldu vinurinn og barnfóstran við barina í grennd- inni, í þeirri von að Cindy birtist, en svo varð ekki og bíllinn hennar stóð óhreyfður. Það voru rannsóknarlögreglu- mennirnir Guckin og Barrett, sem fengu málið til meðferðar. Cindy var vel þekkt vændiskona og hafði því verið handtekin og var á skrám lögreglunnar. Hins vegar höfðu kær- ur á hendur henni verið látnar niður falla, vegna þess að hún gat gefið upplýsingar um allnokkur inn- gæti að vísu verið dýrabein, sem líktist meira mannabeinum. Lögreglumaðurinn leit á beinin og var sammála um að þau virtust fremur úr manni en dýri. Síðan sneri hann aftur að bílnum og kallaði upp stöðina. Tæknimenn, læknir og lög- reglan komu fljótt á staðinn, en feðgarnir biðu átekta, að ósk lög- reglunnar, meðan beinin voru skoðuð. Þeir þyrftu að gefa formlega skýrslu, ef um mannabein væri að ræða. Eyrnalokkur og mannabein Þau bein, sem, lágu ofanjarðar voru sett í poka, en síðan tekið að grafa eftir meiru. Ekki þurfti djúpt að grafa og auk þess fannst eyrna- lokkur. Nú var ljóst, að þarna var fórnarlamb morðingja fundið, því þeir sem stytta sér aldur, grafa sig venjulega ekki, né þeir sem verða úti í fjöllunum og éyðimörkunum í Nevada. Á rannsóknarstofu lögreglunnar var beinunum raðað saman og þau greind. Ljóst varð að þau voru af konu á þrítugsaldri. Gerð var skýrsla, þar sem meðal annars var giskað á hæð og þyngd konunnar og hún síðan lögð fyrir rannsóknarlög- regluna, sem þegar fór að leita í skrám sínum yfir týnt fólk. Lýsingin á Cindy Snow kom heim við skýrsluna og Guckin og Barrett mundu mætavel eftir máli Cindy. Þeir höfðu þegar í stað samband við barnfóstruna og vininn og tjáðu þeim, að hugsanlega væru jarðnesk- ar leifar Cindy Snow komnar í leitirnar, en bera þyrfti kennsl á þær, áður en rannsókn gæti haldið áfram. Raunar væri fátt þekkjanlegt, annað en eyrnalokkurinn. Þau komu saman og var þegar í stað vísað á skrifstofu Guckins. Cindy Snow er ekki fyrsta stúlkan sem týnir lífinu fyrir að skopast að getulausum karli - og áreiðanlega ekki sú síðasta. brot í staðinn. Innbrotsþjófarnir reyndust hins vegar allir ganga lausir gegn tryggingu og ekkert var líklegra en Cindy hefði lent í klónum á einhverjum þeirra, ef eitthvað slíkt væri um að ræða, nema að seinasti viðskiptavinurinn hefði verið að verki. Nafnlaus viðskiptavinur Guckin yfirheyrði barnfóstruna, en hún sagði að Cindy nefndi aldrei viðskiptavinina með nafni og því vissi hún ekki neitt. Cindy færi alltaf varlega og því væri ólíklegt að viðskiptavinur ætti hlut að máli, ef glæpur hefði verið framinn. Þá voru ræningjarnir eftir, sem Cindy átti að vitna gegn. Þeir voru kallaðir til yfirheyrslu, hver á fætur öðrum, en allir höfðu fjarvistarsönn- un. Þeir voru þó beðnir að fara ekkert langt í bili. Næstu daga voru fjarvistarsannanirnar athugaðar rækilega og reyndust óyggjandi, all- ar sem ein. Nú hafði lögreglan ekkert til að fara eftir og menn tóku að efast um að nokkuð alvarlegt hefði hent Cindy. Ef henni hefði verið rænt, hefði einhver krafist lausnargjaids af einhverju tagi og nú var liðin vika. Hefði hún verið myrt, hefði líkið hlotið að finnast einhvers staðar og auk þess höfðu þeir sem einhverja ástæðu teldu sig hafa til að myrða hana, allir verið á vísum stað, þegar hún hvarf. Vel gæti hugsast að Cindy hefði orðið skyndilegt hughvarf og hún bara yfirgefið borgina og skilið allt eftir, meira að segja barnið sitt. Vændiskonur skipta iðulega um vinnustaði, jafnvel milli ríkja og Cindy hafði gildari ástæður nú en margar aðrar: nefnilega mennina, sem hún átti að hjálpa til við að koma undir lás og slá. Málinu haldið opnu Hvað sem því leið, gat lögreglan ekkert frekar aðhafst að svo stöddu, nema haldið málinu opnu. Ekkert var til að rannsaka. Næstu mánuðina virðist æ augljósara að Cindy væri á lífi og við bestu heilsu, því ýmsir „kunningjar" lögreglunnar sögðust öðru hverju sjá henni bregða fyrir. Barnfóstran og vinurinn, þau sem tilkynntu hvarf Cindy, sáu hana hins vegar aldrei, þó þau væru sennilega fyrsta fólkið, sem hún myndi heim- sækja ef hún kæmi í bæinn. Þess vegna var málinu haldið opnu, hvað sem hver sagði. Árinu lauk og 1978 rann upp. Cindy var enn opinberlega skráð týnd og nú voru „kunningjarnir" líka hættir að sjá hana. Svo var það einn svalan febrúarmorgun að mað- ur og sonur hans voru á puttaferða- lagi uppi í Sunrise Mountain skammt utan við Las Vegas. Þeir voru nánast komnir á tindinn, þegar þeir rákust á bein á stangli, skammt frá grunnri gryfju. Feðgarnir hlupu að vegar- slóðanum, sem lá upp á tindinn og voru svo heppnir að rekast þar á umferðarlögreglubíl, sem þeir stöðvuðu. Þeir voru í uppnámi, er þeir skýrðu frá fundi sínum, sem Samviskan kvaldi hann

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.