Tíminn - 13.12.1987, Side 13

Tíminn - 13.12.1987, Side 13
Sunnudagur 13. desember 1987 Tíminn 13 KAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁÚ SAKAMÁL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁ Hann skýrði fyrir þeim, að stakur eyrnalokkur væri ekki mikið til að byggja á, en þó allténd byrjun. Síðan opnaði hann skúffu sína og dró upp gripinn. Hvorugt vitnið hikaði andartak. Þau voru bæði handviss um, að Cindy Snow hafði átt þennan eyrna- lokk. Guckin stakk honum niður aftur og sagði, að þá mætti búast við að beinin af fjallinu væru af Cindy, en tannlæknaskýrsla myndi staðfesta það opinberlega. Hvaða tannlækni hefði Cindy skipt við? Það vissu þau ekki, áreiðanlega engan þar á staðnum. Hún ætti skyldmenni sín við austurströndina og lögreglan yrði að fá upplýsingar þaðan. Loks fékk Guckin nöfn nokkurra ættingja Cindy og nafn bæjarins, sem hún var frá. Staðfesting fæst Með aðstoð yfirvalda í bænum tókst Guckin að hafa uppi á ættingj- um Cindy og þar með tannlæknin- um. Hann kvaðst enn eiga öll gögn og vildi gjarnan bera þau saman við tennurnar í höfuðkúpunni. Venju- lega senda tannlæknar skýrslur sínar til lögreglunnar, en í þetta sinn var það höfuðkúpan, sem fór í póstferð. Nokkrum dögum síðar hringdi sími Guckins. Það var tannlæknir- inn, sem sagði engum vafa undirorp- ið, að höfuðkúpan væri af Cindy Snow. Þar með var staðfest að Cindy hafði verið myrt - en hver var morðinginn? Alls engin slóð var til að rekja og kunningjar lögreglunnar gátu ekkert hjálpað. Svo virtist sem morðskýrsl- an yrði að standa opin, rétt eins og hin fyrri, þangað til eitthvað gerðist, sem varpaði ljósi á málið. Tíminn leið að venju, áratugurinn tók enda og nýr hófst, án þess að eitt eða neitt kæmi fram. Staðurinn, sem Cindy hafði starfað út frá, fór á hausinn og Barrett rannsóknarlög- reglumaður gerðist einkaspæjari. Guckin starfaði áfram og leysti mörg morðmál, en ekki þetta. Aratugur- inn var hálfnaður, áður en nokkur vissi af og nú var Cindy Snow flestum gleymd í Las Vegas. Maður játar morð Veturinn 1986 til 1987 var fremur strangur og meira að segja féll snjór í Las Vegas, sem er nær óheyrt. Svo var það einn kaldan morgun, nánar tiltekið á annan í jólum 1986, að maður nokkur gekk inn á miðborg- arlögreglustöðina. Hann tilkynnti, að hann hefði framið morð fyrir einum níu árum og ekki haft stund- legan frið í samviskunni alla tíð síðan. Ekki vissi hann nafn fórnar- lambsins. Þó ekki sé algengt að fólk gefi sig fram og játi morð, er óvenjulegra að játningin sé sönn. Margir játa eitt- hvað á sig af óþekktum ástæðum, en í hverju tilfelli þarf að rannsaka málið, áður en meira er gert. Maðurinn var færður í yfirheyrslu- herbergi og lesinn réttur hans. Hann kvaðst vita, að hann mætti þegja, en gæti það hreint ekki lengur, hann yrði að leysa frá skjóðunni og það strax. Hann kvaðst heita Ray Tucker Jobson, vera 44 ára og hafa starfað í stóru spilavíti sumarið 1977. Þá hefði hann átt stefnumót við vændis- konu í ágúst eftir vinnu. Lögreglumaðurinn, sem hlýddi á játninguna minntist óljóslega ein- hvers sem komið gæti heim við þetta, tengdi það í huga sér við Guckin, kallaði hann þegar upp og sagði honum, að hér gæti verið um að ræða eitthvað sem hann hefði áhuga á. Guckin kom þegar inn og var stuttlega skýrð frásögn Jobsons til þessa, en svo hélt Jobson áfram: Hann kvaðst hafa hellt vel í sig frá vinnulokum, þar til hann ætlaði að hitta stúlkuna, klukkan hálf brjú. Þá hófust vandræðin. Afengið gerði að verkum, að hann var gjör- samlega getulaus, þegar til kastanna kom. Stúlkan hló að honum og hann tók að sjá rautt. Ósjálfrátt greip hann um háls hennar og herti að af öllum kröftum, þar til hún var látin. Þegar honum varð það Ijóst, bar hann líkið út í bílinn og ók upp Sunrise Mountain, þar sem hann gróf grunna gröf og lagði það í. Hann mokaði lítillega yfir og fór svo aftur í bæinn. Nokkrum dögunt síðar yfirgaf hann Nevada, en var svo í hálft tíunda ár á flakki um Bandaríkin og reyndi að gleyma ódæðisverki sínu. Það reyndist útilokað og versnaði bara með árunum. Nú væri svo komið að hann hefði ekki getað gert annað en snúa aftur og játa. Hann gæti alls ekki rifjað upp nafn stúlk- unnar, því hann hefði aldrei heyrt það, en lýsti barnum, þar sem þau höfðu hist í ágústlok 1977. Guckin fór og sótti mynd af Cindy Snow og sex öðrum konum, sem líktust henni lítillega, kom aftur og raðaði myndunum á borðið framan við Jobson og spurði hann hvort hann þekkti nokkra þeirra. Nafnlaust fórnarlamb Jobson virti myndirnar fyrir sér góða stund, en kvaðst síðan ekki viss. Þá var Guckin í vanda, því hann þóttist á hinn bóginn viss um að hafa morðingjann og vissulega hjálpaði játningin. Þetta nægði samt ekki til ákæru og réttarhalda, aðeins til að halda Jobson í gæslu í viku- tíma. Eftir ráðstefnu með fulltrúa ákæruvaldsins hugðist Guckin ná fundi barnfóstrunnar, sem gæti að líkindum staðfest tímann og dag- setninguna. Hins vegar reyndist barnfóstran hvergi finnanleg í Las Vegast lengur. Tíminn fór að verða naumur fyrir Guckin og hann hugsaði stíft. Hann mundi, að barnfóstran, auk þess að stunda vændi, hefði gjarnan setið yfir börnum. Það var skot í blindni að athuga, hvort hún hefði fengið leyfi yfirvalda til að gæta barna, en allt yrði að reyna. Hann tók að fletta gegn um stafla af slíkum skjölum og það reyndist borga sig. Stúlkan hafði leyfi, sem að vísu var runnið út. Þar komu fram nöfn tveggja nánustu ættingja hennar í borginni. Sá fyrri, sem Guckin leitaði til, reyndist einnig fluttur burt og þá var aðeins eitt nafn eftir. Sá ættingi var þó enn starfandi í borginni og gat upplýst að stúlkan hefði hætt vændi fyrir mörgum árum og væri flutt til Sacramento í Kaliforníu. Guckin fékk meira að segja heimilisfang hennar og símanúmer. Hrossakaup lögmanna Um leið og Guckin kom aftur á stöðina, hringdi hann til Kaliforníu og það var engin önnur en fyrrum barnfóstra Cindy Snow sem svaraði. Hann kynnti sig og stúlkan varð ánægð, þegar hún heyrði að morð- ingi Cindy sæti í gæsluvarðhaldi. Guckin kvaðst þarlnast hjálpar hennar, ef svo ætti að vera áfram, hún þyrfti að vitna um dagsetning- una og tímann, sem Cindy átti að hitta seinasta viðskiptavin sinn. Barnfóstran kvað ánægjuna af því sannarlega sína og hún skyldi koma til Vegas og bera vitni. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Réttarhöldin áttu að hefjast 27. janúar 1987, en svo varð ekki vegna flókinna samn- inga lögfræðinga ákærða. Endirinn varð sá að Jobson skyldi játa á sig manndráp, sem varðar fimrn ára fangelsi, vegna þess að svo mörg ár voru liðin og hins, að fórnarlambið hafði verið vændis- kona. Talið var nær útilokað að Jobson yrði nokkurn tíma fundinn sekur um morð að yfirlögðu ráði. Jobson fór að ráðum lögfræðings síns og þann 17. mars 1987 var hann dæmdur í fimm ára fangelsi og þarf að sitja inni allan þann tíma. BÆNDUR OC ALFA-LAVAL MJALTAKERFI ■ I . .1«, ALLT FRA SPENA OG ÚT I TANK MUELLER ETJROFA B. Vf] MJÓLKURKÆLITANKAR Flestar stærðir fyrirliggjandi á mjög hagstæðu verði. FLÓRSKÖFUKERFIN hafa létt mörgum bóndanum verkin. BUNADARDEILD ÁRMULA3 REYKJAVlK SIMI 38900 OG KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT VELBUNAÐUR í FÓÐRUN OG HIRÐINGU Kjarnfóðurvagn HJÓLKVÍSLAR VOTHEYSVAGNAR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.