Tíminn - 16.12.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.12.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Hvað þý.ðir að verða gamall, að lifa lengi á þessari syndum spilltu jörð? Það þýðir m.a. það, að hafa reynt margt, bæði sælt og súrt. Þar af leiðir, að frá mörgu er að segja. Ég segi kannski ekki, að allir hafi frá mjög mörgu að segja, enda minni misjafnt. Svo er annað: Finnst fólki taka því að vera að rifja upp það sem löngu er liðið, ýfa máski upp gömul sár, taka á viðkvæmum hlutum sem betur væru grafnir og gleymdir. Þetta er jafn misjafnt og mennirnir eru margir. Svo má nefna eitt enn: Fólk er misjafnlega fært til að skrá niður það sem á dagana hefur drifið. Sumir eru ritfærir vel sem kallað er. Aðrir geta ekki stungið niður penna eða sagt frá því sem hent hefur. Þeir eru lokaðir. Ég er alinn upp hjá foreldrum mínum. Hjá þeim dvaldi ég að mestu allt til tvítugsaldurs. Eitt sinn brá þó nokkuð út af þessu. Það varð að koma mér fyrir um nokkurra vikna skeið á ná- grannabæ. Þetta var vitanlega allmikil tilbreyting fyrir dreng, sem aldrei hafði fram að þeim tíma verið nema hjá foreldrum sínum, öðru eða báðum. Nú skyldi mér scm sagt komið fyrir, sem kallað var. Á bænum skyldi mér séð fyrir öllum lífsins nauð- synjum. Vindhæli á Skagaströnd. Nóv- ember 1937. Skammdegi. Móðir mín hafði ákveðið að leggja land undir fót. Hún átti aldraða foreldra norður í Fljótum. Faðirinn var þá kom- inn yfir áttrætt og móðirin hálf sjötug. Móður minni fannst tími til kominn að sjá foreldra sína, ekki síst hann, sem var alblindur og hafði verið það um tvo ára- tugi. Tveimur árum áður hafði hún dvalið hjá foreldrum sínum nyrðra, svo og hjá systur sinni, henni Önnu í Lambanesi. Það var kominn miður nóv- ember. Ég var byrjaður nám í barnaskólanum enn á ný. Það var á Ytri-Ey, þeim fræga stað, þar sem kvennaskólinn var forðum. Systir mín og ég geng- um frá Vindhæli í skólann, all- langa leið. Tvær bæjarleiðir. Þetta fanns okkur drjúgur vegur oft, ekki síst þegar snjóa hafði lagt. En þetta urðum við að gera, til að spara. Það var dýrt að koma börnum fyrir. Systir mín sem hér er á minnst, heitir Þóra Kristín. Móðir mín var sem sagt ákveðin í því að fara um skeið frá manni og búskap og dvelja um nokkurra vikna skeið norður í Fljótum. Systur mína tók hún með sér. Faðir minn gat ómögulega hugsað um börn heima, konulaus. Honum var fullerfitt að sinna sínum eigin þörfum, aldrei snert á heimilisverkum fyrr né síðar. Stráknum, sem hér situr við ritvél, var komið á bæ í sveitinni. En hver var þessi bær? Býli heitir Ytri-Hóll. Er það næsti bær fyrir utan Höskulds- staði. Bjuggu þá - (og búa enn að því ég best veit - ) ung hjón: Björn Jónsson og Björg Björns- dóttir. Hann var að miklu leyti alinn upp á Ytra-Hóli, en hún á Örlygsstöðum í Skagahreppi, þá Vindhælishreppi. Björn varð þrítugur skömmu eftir að ég kom á bæinn, - hinn 24. nóvember, en húsfreyjan var ekki enn orðin tvítug, varð það hinn 3. febrúar um veturinn. Það mun hafa verið hinn 14. nóvember sem faðir minn fylgdi mér frá Vindhæli fram að Ytra- Hóli. Eiginlega þrjár vænar bæjarleiðir. Okkur var vel tekið. Auk hjónanna á bænum, sem nefnd hafa verið, var þarna roskin móðir húsbóndans. Hafði hún verið fyrir fram hjá syni sínum áður en hann kvæntist. Gerðist það áður en mig bar að garði þarna, eða sumarið á undan. JÓLABLAÐ Ytri-Ey á Skagaströnd. Þar stundaði greinarhöfundur nám í barnaskóla tvo vetur. Auðunn Bragi Sveinsson: Dvöl á Ytra-Hóli fyrir hálfri öld Bærinn á Ytra-Hóli stóð þegar þetta var ofarlega í túninu á hól nokkrum. Var allerfitt til að- drátta af þeim sökum. Bærinn var úr timbri að miklu leyti. Rúmgóð dagstofa. Nú hefur verið byggt íbúðarhús rétt niður við þjóðveginn . Ólíkt skynsam- legra bæjarstæði en fyrr, en útsýni lakara. Ekki verður við öllu séð. Þetta var allgott hús- næði, fannst mér. Hafði verið alinn upp á torfbæjum frammi á Laxárdal. Kom nú frá Vindhæli, en þar var allstæðilegt gamalt íbúðarhús frá tíð Þórdísar og Hildebrandts hins danska. Á bænum var útvarp, eins og þá gerðist. Enginn var raf- straumurinn, og þess vegna varð að notast við rafhlöður, og frem- ur tvær en eina. Þarf eigi að lýsa þesu fyrir þeim, sem muna tím- ana fyrir stríð í sveitum landsins. Auk útvarpsins var gammafónn á bænum. Var oft gripið til þessa undratækis og spilaðar söngplöt- ur. Er mér einkum í minni söngur Hreins Pálssonar, svo og Sigurðar Skagfields. Hreinn söng alveg guðdómlega vel, fannst mér. Lag Péturs Sigurðs- sonar við ljóð Stefáns frá Hvítadal: Erla, góða Erla, er mér vel í minni enn. Hér dvel ég nokkuð við útvarpstækið og grammafóninn, vegna þess að þessi tvö tæki voru aldrei í eigu foreldra minna. Hefðu þau þó vafalaust haft efni áð veita sér slíkan munað, ekki síður en margir aðrir. En faðir minn var bagaður á heyrn og vildi ekki hafa neitt með þessi tæki að gera. Vita mátti hann þó, að við hin, sem ekki vorum heyrnar- skert, mundum geta haft nokkur not af tækjunum. En þetta var víst útúrdúr. Ég gekk áfram í skólann á Ytri-Ey. Nú var heldur styttra fyrir mig að ganga en frá Vind- hæli. Mér leiddist, held ég, ekki neitt. Hjónin voru alveg sérstak- lega þægilegar manneskjur. Ég var iðulega eitthvað að snúast fyrir húsbóndann, bæði í gripahúsum og úti við. Björn hafði þann háttinn á að aka áburði sem til féll í fjósið á tún jafnóðum. Skelltum við mykj- unni í kerrukassa og drógum síðan kerruna á sjálfum okkur eða létum hana í flestum tilfell- um rúlla undan brekkunni og steyptum úr henni. Hreyttum síðan úr hlassinu á staðnum. Erfiðara var að aka kerrunni heim á hlað enda á móti brekku Auðunn Bragi Sveinsson. að sækja. Þá var ég sendur inn á Blönduós einstaka sinnum; minnir mig að það hafi verið tvisvar-þrisvar. Gisti tvívegis á Ósnum, hjá Hjálmfríði og Páli Geirmundssyni, í litla húsinu úti við Blöndu, innan við ána. Eitt sinn átti ég að sækja eitthvert ormalyf, er nota skyldi gegn iðraormum í sauðfénu. Kolka afgreiddi lyfin, eða var það kannski Guðmundur sonur hans? Heim að Ytra-Hóli komst ég víst með lyfin. En því miður höfðu einhver glasanna brotnað. Ég hafði misst þau niður í þann mund, sem ég tók við þeim. Heyrði Guðmundur víst, að ég missti niður pakkann á steingólf- ið þarna, rétt eftir að ég hafði tekið við honum, og sagði: „Misstirðu nú?“. Ég kveið auð- vitað ákaflega mikið fyrir því að koma heim með pakkann svona útleikinn. Ferð mín hafði Björn Jónsson og Björg Björns- dóttir á Ytra-Hóli. sem sagt ekki verið til mikils gagns. Auðvitað gramdist húsbónd- anum að svona fór, en hann var furðu vægur, fannst mér. Líklega hefur Björn fengið viðbótar- sendingu af meðulum, fyrst svona til tókst hjá mér. Undar- legt, að geta ekki gleymt svona löguðu. Nú er liðin hálf öld frá þessu atviki, og enn situr það í mér. Reikna ég mér það til meiri háttar mistaka, sem mig hefur hent á lífsleiðinni. Fyrir kom, að ég brá mér í kirkju að Höskuldsstöðum, næsta bæ. Prestur þar var þá síra Björn Oddsson Björnsson, þá maður á besta aldri. Börnum hans kynntist ég nokkuð, eink- um Vigfúsi og Ingibjörgu. Voru þau enda bæði í skólanum á Ytri-Ey ásamt mér. Yngri syst- kinunum á Höskuldsstöðum kynntist ég ekki að neinu ráði. En þetta er efni sem eigi kemur við dvölina á Ytra Hóli; er raunar til uppfyllingar. Húsbóndinn hafði notið menntunar, verið á Hvanneyrar bændaskóla innan við tvítugt. Eitthvað leiðbeindi hann mér við bóknámið, hjálpaði mér við heimaverkefni. Góður skrifari, Björn. Sama mátti raunar segja um Björgu. Mér fannst þessi hjón eiga vel saman. Björg er aðeins fáum árum eldri en ég. Þá fannst manni þrítugur maður vera orðinn allroskinn. Og sann- leikurinn er, að þá voru menn fyrr gamallegir útlits en nú. Þarf ekki frekar orðum að því að eyða, hvað valdið hafi. Það er nefnilega margt. Einu sinni lagði ég leið mína út að Vindhæli. Var það skömmu fyrir jólin. Þá var faðir minn dapur mjög, þó að hann hefði raunar átt að gleðjast yfir happi nokkru. Hval hafði nefni- lega rekið á Vindhælisfjöru og hafði hann hirt drjúgt af hvalnum. Rengi hafði hann soðið. Gaf hann mér að smakka. Þótti mér þetta herramannsmat- ur. Líklega hefur faðir minn lifað á hvalnum, eða renginu réttara sagt, alllengi. Mér var svo sem vel tekið. Að Ytri-Ey fór ég ekki fyrr en tekið var að skyggja. Lagði faðir minn ríka áherslu á að ég kæmist heim áður en myrkur væri skollið á. Og kveðjuorðin voru þessi: „Flýttu þér nú, stráið mitt, svo að þú verðir ekki úti!“ Éins og fyrr sagði sótti ég skóla frá Ytri-Ey í nokkrar vikur. Oft varð ég samferða krökkum frá Höskuldsstöðum, börnum prestshjónanna, sem ég hefi fyrr getið. Frá Syðra-Hóli varð oft samferða mér stúlka Guðrún Ragnheiður að nafni, dóttir Magnúsar Björnssonar bónda á Syðra Hóli og Jóhönnu Albertsdóttur konu hans, frá Neðstabæ í Norðurárdal. Hún var á þrettánda ári, meðalstór vexti, hlédræg og föst fyrir. Við töluðum allmikið saman á leið- inni í og úr skóla. Ekki varð henni langra lífdaga auðið, því að hún lést af völdum slyss, er hún varð fyrir heima. Dánardag- urinn er 2. júní 1938. Eitthvað heyrði ég hvernig slysið hefði borið að, en vil ekki fullyrða hér neitt um það. Mikill söknuður var að sjálfsögðu að fráfalli þess- arar stúlku, sem sýndi að hún var góðum gáfum gædd og sið- söm í besta lagi. Ég sá mikið eftir henni. Nú leið að jólum. Ég hlaut að dveljast yfir hátíðarnar þarna, þar sem móðir mín var ekki enn komin að norðan. Hún kom ekki að norðan fyrr en í byrjun febrúar. Talsverður undirbún- ingur var fyrir þessa stórhátíð hjá ungu hjónunum. Útvarps- dagskráin var fjölbreytt, mikill söngur og messuhald. Ég hlust- aði mikið á útvarpið, einkum fannst mér þátturinn Um daginn og veginn skemmtilegur og at- hyglisverður. Hann annaðist þá (og var upphafsmaður að) Jón Eyþórsson veðurfræðingur. Oft kryddaði hann mál sitt með

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.