Tíminn - 16.12.1987, Side 12
12 Tíminn
JÓLABLAÐ
Danski málvísindamaðurinn og hollvinur okkar íslendinga
Rasmus Kristján Rask fæddist 22. nóvember 1787 og hefur
200 ára afmælis hans verið minnst víða um heim að
undanförnu.
íslendingar hafa auðvitað ekki látið sitt eftir liggja í þessum
hátíðahöldum og stendur nú t.d. yfír sýning honum til heiðurs
á Landsbókasafni. íslenska málfræðifélagið hélt málþing í
tilefni afmælisins og Hið íslenska bókmenntafélag hafði
afmæliskaffí fyrir félagsmenn þar sem mættu 200 til 300
manns. Enda þakka Islendingar honum manna mest að
íslenskri tungu var bjargað frá því að verða dönskunni að
bráð.
Rask átti frumkvæði að stofnun Hins íslenska bókmennta-
félags á meðan á dvöl hans stóð hér á landi 1813-1815. Og til
gamans má geta þess að hann þýddi, eða réttara sagt
staðfærði Jean de France Holbergs til nútíma íslensku. í
þessari útgáfu, „Jóhannes von Háksen“, er aðalpersónan
íslenskur stúdent sem kemur heim frá námi í Kaupmannahöfn
og kvelur umhverfí sitt og pínir með skelfílega bjagaðri
dönsku. Þýðinguna, eða endursamninguna, mun hann hafa
gert veturinn 1814-1815. Hún er aðeins til í ófullkomnu
handriti og hefur aldrei komist á fjalirnar. En þar eru syni
Hákonar, Jóni, sem hefur verið í Kaupmannahöfn og kallar
sig Jóhannes von Háksen eftir heimkomuna, lögð í munn
setningar eins og t.d. (þegar hann heyrir að madam Flesk
(Marte hjá Holberg) er komin til íslands): „Eg má segja ad
frú von Flesk er sú Dame, sem eg framyfir allar adrar bær
Agtelse fyrir. Saa gud! er det mueligt ad frú von Flesk er
komin til Islanz minna vegna“. En þvílíkt tungutak var ekki
óþekkt í Reykjavík um það leyti sem Rask kom hingað.
En þó að íslenskan væri Rask hugleikin kom þessi
framúrskarandi málvísindamaður víðar við sögu.
Óskum starfsfólki okkar og
viðskiptavinum
gleðilegra jóla,
árs og friðar
Þökkum gott samstarf og viðskipti
á liðnum árum.
l/Cn upfélctfj
angeeinga
Rasmus Kristian Rask fæddist
í Brændekilde á Fjóni 22. nóv-
ember 1787. Faðir hans, sem var
smábóndi og skraddari og naut
auk þess álits sem skottulæknir,
er sagður hafa verið greindur og
einkum hafa haft áhuga á því að
lesa mannkynssögu. Rasmus
Kristian var ekki hraust barn en
snemma komu í ljós miklar
gáfur hjá drengnum og það var
ákveðið að hann skyldi ganga
menntaveginn. 1801 fékk hann
inngöngu í Odense Katedral-
skole og þar kom fljótt í ljós að
hann var óvenjulegur nemandi,
áhugi hans á þekkingu og al-
mennur fróðleiksþorsti var
miklu meiri en svo að skólinn
gæti fullnægt þeirri áráttu hans.
An aðstoðar lærði hann íslensku
og samdi sjálfur íslenska orð-
abók og málfræði. Hann fékkst
líka við önnur tungumál þegar á
skólaárunum. 1807 tók hann
stúdentspróf og þá var ætlunin
að hann legði stund á guðfræði
en hann náði aldrei svo langt í
þeirri grein að ljúka prófi. Hins
vegar stundaði hann tungumála-
rannsóknir af miklum ákafa þó
að hann yrði alla tíð að búa við
ákaflega þröng kjör og yrði að
láta sér nægja til lífsviðurværis
illa launaða stundakennslu.
Hann átti þó vísan dyggan
stuðning R. Nyerup prófessors,
Fjónbúa eins og Rask sjálfur,
sem notfærði sér hina fágætu
þekkingu Rasks á íslensku við
þýðingu sína á Snorra Eddu sem
hann gaf út 1808.
1811 kom út fyrsta sjálfstæða
verk Rasks, „Vejledning til det
islandske eller gamle nordiske
Sprog“. íslenska skipaði reynd-
ar höfuðsess í rannsóknum hans
og honum tókst líka að tileinka
sér talsverða færni í málinu með
því að umgangast íslendinga.
Og árið 1813 rættist draumur
hans um að fara til íslands og
Rask dvaldist hér á landi til