Tíminn - 16.12.1987, Qupperneq 15

Tíminn - 16.12.1987, Qupperneq 15
JÓLABLAÐ Tíminn 15 Lúsíur á íslandi: Lúsíumessur Varla hefur það hvarflað að Lúsíu, hinni frómu jómfrú sem lést píslardauða í Syrakúsu á Sikiley árið 304, að hennar yrði minnst með sérstakri athöfn á íslandi árið 1987. Svo er það nú samt. Hingað hefur Lúsíuathöfnin borist frá frændum okkar í Sví- þjóð sem um árabil hafa minnst Lúsíu með sérstakri athöfn á Lúsíumessu 13. desember ár hvert. Lúsía sem var dýrlingur í kaþólskum sið lifði af siðbreyt- inguna í Svíþjóð, þó ekki færi mikið fyrir henni í lúterskum sið fyrr en líða tók á 18.öldina. Pá birtist hún í Vestur-Svíþjóð klædd í hvíta skikkju með kerti í hönd eða á höfði og gaf fólki kökur og drykk. Sá siður að stúlkur klæddust Lúsíuklæðum og færðu heimilis- fólki drykk og mat í rúmið að morgni dags 13. desember breiddist þó ekki út um Svíþjóð fyrr en á þessari öld. Hingað barst Lúsía í gegnum íslensk-sænska félagið sem hélt fyrstu Lúsíuhátíðina árið 1937 og hefur haldið þeim sið síðan. Þessi siður breiddist þá ekki að ráði um ísland, en á allra síðustu árum hefur Lúsíumessa verið sungin á sífellt fleiri stöðum. Mjólkurbú Flóamanna óskar starfsfólki og viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýárs Þakkar gott samstarf og viðskipti á liðnum árum ImM Óskum öllum gleðilegra jóla árs og friðar Pökkum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gott samstarf á liðnum árum Pöntunarfélag Eskfirðinga Eskifirði

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.