Tíminn - 16.12.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.12.1987, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ Tíminn 19 óskar landsmönnum öllum Þakkar gott samstarf og viðskipti á liðnum árum jólaglögg Á undanförnum árum hefur svokölluð jólaglögg verið að vinna sér sess á íslandi. Sífellt fleiri setjast niður í amstrinu fyrir jólin og fá sér bolla af heitri jólaglögg og sporðrenna nokkr- um piparkökum í leiðinni. Þó uppistaðan í jólaglögg sé yfirleitt sú sama þá eru til fjöl- margar uppskriftir sem hver hef- ur sín blæbrigði. Hér á eftir kemur uppskrift af jólaglögg, en sjálfsagt er fyrir fólk að prófa sig áfram út frá henni þar til sú eina rétta er fundin. Þó þessi jólaglögg sé áfeng þá bragðast hún ljómandi vel þó notað sé óáfengt rauðvín sem fæst í matvörubúðum og áfeng- inu sleppt. Sumir sleppa vodkanum, en aðrir kjósa að hafa glöggina áfengari og bæta þá við örlítilli skvettu af vodka. Jólaglögg úr Hafnarfirði 2 flöskur rauðvín 1 dl. vodka 4-5 kanelstangir 20 negulnaglar smávegis af engifer eða 4 stk. heilar kardimommur 2 dl strásykur 25 gr. afhýddar möndlur 50 gr. rúsínur appelsínubörkur og smávegis af vanillusykri. Kryddið er látið liggja í vodka í sólarhring í lokuðu fati. Þá er rauðvínið og kryddið hitað f góðum potti og rúsínur, appel- sínubörkur og saxaðar möndlur hitaðar með. Athugið að rauð- vínið á ekki að sjóða. Það fer eftir smekk hvort rúsínur og möndlur eru sigtaðar burtu eða látnar fylgja með. Ef rúsínur og möndlur fylgja með er gott að hræra vel í ílátinu utan um jólaglöggið svo góðgætið dreifist jafnt í glösin. Þessi uppskrift er ætluð fyrir 4-6. Skrifaðir niður jólasveinar Að skrifa niður jólasveina var alþekktur leikur víða um land og hafði fólk oft mjög gaman af þeirri tilbreytingu. Leikur þessi fólst í því að þegar gesti bar að garði á aðventunni voru nöfn þeirra skrifuð niður á blað. Þar með voru gestirnir orðnir jóla- sveinar. Þegar jól voru gengin í garð var nafnablaðið klippt niður í renninga þannig að eitt nafn var skrifað á hvern renning. Síðan drógu heimilismenn sér sinn miða. Það varð oft mikil kátína í kringum þennan leik, sérstak- lega ef ólofað heimilisfólk dró miða með nöfnum ólofaðra gesta. Það fór eftir gestagangi hversu mörg nöfn voru komin á lista um jólin. Ef gestkvæmt hafði verið á aðventunni og nöfnin mörg var dregið þar til nöfnin voru uppurin. Fyrsta jólakortið Jólakort skipar veglegan sess í jólahaldi enda er það rótgróinn siður að senda ættingjum og vinum jólakveðju með fallegu jólakorti. En hvenær ætli þessi siður hafi komist á legg? Fyrsta jóla- og nýárskortið í heiminum svo vitað er var gefið út í Englandi árið 1843, þremur árum eftir að frímerkið var fund- ið upp. Siðurinn breiddist fljótt út um Evrópu og Vesturálfu á 19.öld. Fyrstu kortin komu á markað á íslandi kringum 1890 og voru dönsk eða þýsk. Síðan var farið að gefa út íslensk jóla- og nýárs- kort. Til að byrja með voru myndir af landslagi eða einstök- um kaupstöðum, en seinna komu teiknuð kort til sögunnar. Póstkort með mynd af hinum ameríska Santa Claus sem evr- ópskir innflytjendur í Ameríku sendu heim til gamla landsins eru talin hafa borið jólasveininn í rauða kuflinum, sem nú er orðinn að alþjóðlegum jóla- sveini, til Evrópu. Heit og góð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.