Tíminn - 16.12.1987, Side 10
10 Tíminn
JÓLABLAÐ
Þaö fer varla á milli mála að
Grýla gamla er sá óvættur sem
þekktastur hefur verið á íslandi
í gegnum tíðina og vakið hvað
mestan ótta meðal íslenskra
barria. Á Grýlu er meðal annars
minnst í Snorra-Eddu svo greini-
legt er að hún hefur verið á ferli
allt frá fyrstu öldum byggðar á
íslandi.
Hér fyrr á öldum var Grýla oft
á ferli árið um kring, en þegar
aldurinn fór að færast yfir hana,
þegar líða tók á 17.öldina, þá
fór hún helst að vera á ferli um
jólaleytið.
Ekki er Grýla frýnileg ásýnd-
um. Um það ber lýsing á henni
í þjóðsögum Jóns Árnasonar
best vitni. Þar segir svo frá að
hún hafi „ótal hausa og þrenn
augu í hverju höfði sem hún taki
börn með og stingi þau Leppa-
lúði þeim í stóran poka eða
„gráan belg“; og enn segir að
hún hafi kartnögl á hverjum
fingri, helblá augu í hnakkanum
og horn sem geit, eyrun lafi ofan
á axlir og séu áföst við nefið að
framan. Hún var og skeggjuð
um hökuna og fór skeggið ekki
betur en hnýtt garn á vef og
hékk þar við bót eða flóki, en
tennurnar voru sem grjót ofn-
brunnið."
Grýla hefur alla tíð verið
matgráðug með eindæmum.
Efst á óskalista hennar í þeim
málum var barnakjöt, sérstak-
lega þótti henni gómsætt kjötið
af óþægum börnum. Um jólin
átti Grýla það til að koma á þá
bæi sem börn voru óþekk og
boðið húsmóðurinni að losna
við börnin með orðunum:
Grýla gamla hefur aldrei veríð talin til fríðra kvenna íslenskra.
Hér má sjá teikningu af henni þar sem hún er prúðbúin og er
hvað blíðust í útliti.
Óvætturin
hún Grýla
Lengi hef ég þó
lagkæn verið
að hugga og þagga
hrinu börnin.
Oft á tíðum hafði Grýla drjúgt
upp úr krafsinu í ferðum sínum
fyrir jólin. Um það vitnar hin
gamla þula:
Grýla reið fyrir ofan garð,
hafði hala fimmtán,
en á hverjum hala
hundrað belgi,
en í hverjum belg •
börn tuttugu.
Þar vantar eitt
og þar skal fara barnið leitt.
Grýla lét sér ekki nægja einn
karl sem eiginmann, heldur
hafði hún þá þrjá. Hún lifir tvo
þeirra, en hinn þriðji, hann
Leppalúði mun enn skrimta.
Leppalúði var þriðji maður
Grýlu. Hinir voru þeir Gustur,
sem Grýla á að hafa étið eftir að
hann geispaði golunni, og Boli,
sem andaðist fjörgamall úr elli
eftir að hafa legið lengi í kör.
Grýla átti fjölda barna, alls
voru þau 72.
Þekktastir voru jólasveinarnir
og þau fjögur sem koma fram í
þulunni:
Grýla kallar á börnin sín,
þegar hún fer að sjóða
til jóla:
Komið hingað öll til mín,
ykkur vil ég bjóða,
Leppur, Skreppur, Lang-
leggur og
Leiðindaskjóða.
Lítið hefur borið á Grýlu
síðustu áratugina og heldur hef-
ur hún mildast. Hún kvað vera
hætt að leggja barnakjöt sér til
munns en eldar þess í stað
mjólkurgrauta og þessháttar
fæðu fyrir syni sína jólasveinana
og hann Leppalúða. En það er
aldrei að vita ef börnin verða
einum of óþekk fyrir þessi jól...
Jólatréð skreytt. Þetta gervijólatré lfkist meira hinum náttúrulegu
grenitrjám en hin gömlu íslensku tré er prýddu baðstofur á íslandi
fram eftir öldinni.
Hvaðan
kemur
jólatréð?
Jólatréð er eitt af helstu tákn-
um jólanna. En sá siður er ekki
ýkja gamall. Elstu heimildir um
grenitré sem sérstakt jólatré
koma frá suðurhluta Þýskalands
frá því á fyrri hluta ló.aldar.
Siður þessi breiddist norður um
Evrópu og í byrjun 19.aldar var
sá siður að skreyta sérstakt jó-
latré í híbýlum manna kominn
til Norðurlanda.
Til íslands kom jólatréð fyrir
rúmum 100 árum. Það var þó
ekki lifandi grenitré, heldur
smíðuðu menn gervijólatré.
Stofninn var búinn til úr mjóum
staur, gjarnan hrífuskafti, sem
var tryggilega fest á stöðugan
fót. í staurinn voru boraðar
holur og í þær stungið mjóum
spítum eða þá voru spítur negld-
ar í bolinn á misvíxl. Spýturnar
neðst á bolinn voru lengstar og
styttust þegar ofar dró. Þannig
var útlitið svipað og á grenitré.
Venjulega var staurinn málaður
grænn eða hvítur og vafið um
hann sígrænu lyngi. Kerti voru
fest á enda hverrar „greinar" og
mislitir sælgætispokar hengdir á
tréð.
Grenitré fóru almennt ekki
að tíðkast fyrr en nokkuð var
liðið á þessa öld. í fyrstu var nær
eingöngu um að ræða innflutt
tré, en á síðustu árum hafa
íslensk tré verið sífellt algengari.
Pá eru gervitré úr gerviefnum
algeng.
Þó saga grenitrjáa sem sér-
stakra jólatrjáa hafi ekki hafist
fyrr en á ló.öld þá hafa tré verið
dýrkuð á einhvern máta frá
ómunatíð. Hið sígræna grenitré
hefur að líkindum verið talið sér
á parti í þeirri dýrkun.