Tíminn - 16.12.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.12.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Auðunn Bragi Sveinsson: Jólaljóð Ort er höfundur var 16 ára. Þá geisaði heimsstyrjöldin síðari. Geymist fjarst ífylgsnum manna fjarlœg von um Ljóssins stól. Tendum eldinn eina, og sanna, um þau helgu, kæru jól. Lyftum hug í Ijóssins geiminn, leitum þar að nýjuin styrk. Förum ekki' að elska heiminn; öll hans verk þau reynast myrk. Bak við stríð er blíða og sólin búin þeim sem elska Hann. Höldum ætíð heilög jólin; hugsum þá um Frelsarann. Tíminn liður Ort á æskuskeiði höfundar. Tíminn líður Ijúft og rótt og leitar upp á við. Hann sofnar ei um sumarnótt né svarta skammdegið. Hann vaggar okkar lífi létt, þótt lífið virðist þungt. í hendi Guðs er allt heilt og rétt og heimsins bölið ungt. Tíminn líður Ijúft og rótt í lífsins djúpa hyl. Ég kvíði ei því þótt komi nótt. Þá hverfég drauma til. H. C. Andersen: Jesúbarn Barn Jesus í en krybbe lá. Jesúbarn í jötu lá, þótt jörðu skyldi erfa, en hvíla hans var hey og strá og himins Ijós að hverfa. En uxinn kyssti ungbarns fót og indæl stjarna skein á mót. Hallelúja, liallelúja, Jesú barn. í jötu lá Og lýður, kasta leiða og sorg og léttu sálarþunga, því drengur bættist Davíðs borg; það dregur gamla og unga. Þeir vilja barnsins vitja því og verða börn í huga á ný. Hallelúja, hallelúja, Jesú barn. Sverre Therkelsen: Eigi með valdi Eigi með valdi, eigi með afli og valdi ávinnast ráð. Sigrar þín hönd, efhún kærleikans kornum fær sáð. Eigi með sverði, eigi mót eldi og sverði horfa augu þín, heldur munu þau hneigja sig fyrir himneskri sýn. Eigi með ótta, eigi með beyg og ótta færð þú laðað og leitt, heldur með hjarta þín gleði sem öðrum yndi fær oftlega veitt. Eigi með dómi, eigi með örlagadómi dæmþúoss, Drottinn, tilhelsis. Nei, gef þú oss löngun, gef þú oss himneska von og veg til frelsis. Auðunn Bragi Sveinsson ís- Ienskaði. Johannes Johansen: Ljósin fjögur á aðventukransinum Hið fyrsta Ijós er Drottins dýra orð, hið dýra lífer greri á eyðisandi, með fuglasöng ogfagurt blómaskraut ogfögnuð Ijúfan yftr gróðurbandi. Hið annað Ijós brann í Betlehem. Guðs bjarti sonur steig á jörðu niður, og meðal vor hann var um eina tíð, - í veröld þar sem sjaldan ríkir friður. Hið þriðja Ijós fékk ekkert auga séð; það undraljós er sólargeisli fagur, og undrið mesta í allri veröld hér; hinn allra fyrsti hvítasunnudagur. Hið fjórða Ijós bereld að öllum þrem; það er hin heiða hvítasunnugleði, svo öllum þeim, er ekkert Ijós fá séð, við einhvern neista fáum kveikt í geði. Auðunn Bragi Seinsson þýddi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.