Fréttablaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiFebruary 2009Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678
Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttablaðið - 20.02.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.02.2009, Qupperneq 2
2 20. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR SVEITARSTJÓRNARMÁL Samgönguráð- herra hefur sent bæjaryfirvöldum í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súða- víkurhreppi bréf þar sem þau eru hvött til að kanna ávinning af því að sveitarfélögin verði sameinuð. Þar er vísað til fundar sem bæjar- stjórar Bolungarvíkur og Ísafjarða- bæjar áttu 13. febrúar og síðan segir: „Í ljósi jákvæðra umræðna sem fram fóru á fundinum og sam- eiginlegs vilja um að efla sveit- arstjórnarstigið á svæðinu legg- ur samgöngu- ráðherra til að Ísafjarðarbær og Bolungarvík- urkaupstaður sameinist um að hefja athugun á samfélagslegum og hagrænum ávinningi á því að sveitarfélögin verði sameinuð. Jafn- framt leggur ráðherra til að Súðar- víkurhreppi verði boðin þátttaka.“ „Ég hef lagt til oftar en einu sinni að Vestfirðir verði gerðir að einni einingu svo það þarf ekkert að efast um minn hug í þessum efnum,“ segir Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar. Ísafjarðarbær hefur samþykkt 200 milljóna króna niðurskurð á fjárlögum og sá niðurskurður gæti haft áhrif á þessar samningavið- ræður að mati Halldórs. Til dæmis er nú verið að kynna tillögur Ísa- fjarðarbæjar um að flytja kennslu 8., 9. og 10. bekkinga frá Flateyri og Suðureyri til Ísafjarðar. Það myndi þó einungis nægja fyrir tíu prósentum af þessum niðurskurði. „Það er hugsanlegt að þeir sem eru mótfallnir sameiningarhugmynd- um tefli þessu fram sem dæmi um það að sameiningin feli það í sér að soga eigi allt til Ísafjarðar,“ segir Halldór. Þegar þessar hugmyndir voru kynntar á fundi á Flateyri í fyrradag mættu þær miklum mót- bárum bæjarbúa þar. Vestfirski frétta vefurinn Bæjarins bestu segir hugmyndirnar hafa valdið titringi í samfélaginu þar. En það er ekki allt að dragast saman fyrir vestan því á síðasta ári fjölgaði íbúum Vestfjarða um 65 og er það í fyrsta sinn, að sögn Halldórs, frá því 1981 að slík þróun á sér stað í þessum landshluta. „Við erum svo sem ekkert að græða á kreppunni en ég gæti trúað því að margir fyndu til öryggis á lands- byggðinni í þessu árferði,“ segir hann. jse@frettabladid.is Erling, er nauðsynlegt að skjóta á hann? „Hvað heldur þú?“ Blóðbræður, nýstofnaður dúett þeirra Erlings Bang og Hrafns Jónssonar, hefur gefið út lagið „Upp með hendur“, sem er ádeila á Bubba Morthens. Margir muna eftir and-hvalveiðilagi Bubba frá 1986, en viðlag þess er á þessa leið: „Hvað heldur þú? Er nauðsynlegt að skjóta þá?“ DÓMSMÁL Hæstiréttur stytti í gær refsidóm yfir rúmlega níræð- um manni sem misnotað hafði dótturdóttur sína kynferðis- lega. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í fjögurra ára fang- elsi. Hæstiréttur dæmdi hann í tveggja ára fangelsi. Afinn á að greiða barnabarni sínu 1,5 millj- ónir króna í bætur. Misnotkun afans hófst þegar stúlkan var aðeins fjögurra ára. Henni lauk ekki fyrr en hún var orðin fimmtán ára haustið 2005. Þá var afi hennar 87 ára. Maðurinn er meðal annars dæmdur fyrir að þvinga stúlkuna til munnmaka og fyrir að troða fingrum sínum í leggöng henn- ar. Brotin fóru fram á heimilum þeirra beggja, í sumarbústað og á ferðalögum, meðal annars í hjól- hýsi. Annað barnabarn kærði afann einnig fyrir áralanga mis- notkun en það mál var fyrnt. Hæstiréttur taldi staðreynd að maðurinn væri sekur um athæf- ið. Hann hefði brotið trúnað gegn barnabarni sínu. Á hinn bóginn leit Hæstiréttur til þess að maðurinn væri kom- inn á tíræðisaldur, hafi búið við nokkra skerðingu á vitrænni getu og haldinn líkamlegum sjúkdóm- um. Dómarar Hæstaréttar í þessu máli voru Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benedikts- dóttir og Markús Sigurbjörnsson. - jss HÆSTIRÉTTUR Fimm dómarar Hæsta- réttar styttu refsitíma afans. Dómur Hæstaréttar í máli afa sem níddist á dótturdóttur sinni um árabil: Refsitími styttur vegna elli STJÓRNMÁL Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra ætlar að grennsl- ast fyrir um launakjör nefndar- manna í skilanefndum gömlu bankanna. Í skilanefnd- unum sitja alls fimmtán nefndarmenn, fimm í hverri nefnd. Allt frá skipun þeirra í október hafa launin verið til umræðu og rætt um að þeir fái allt að þrjár til fimm milljónir króna í laun á mánuði, og stundi sumir þeirra aðra vinnu meðfram. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar sagt að þeir fái greitt sam- kvæmt kjarasamningum viðkom- andi stéttarfélaga, þó séu sumir þeirra á verktakasamningum. - kóþ Viðskiptaráðherra: Spyr um kjör skilanefnda GYLFI MAGNÚSSON ALÞINGI Lúðvík Bergvinsson, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, ætlar ekki að leita eftir endur- kjöri í þingkosningum í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lúðvík sem send var fjöl- miðlum í gær. Þar segir að þau miklu straumhvörf sem orðið hafi í íslensku samfé- lagi undanfarna mánuði krefjist þess að breytingar verði á skipan Alþingis, enda ábyrgð stjórnvalda á hruni fjármálakerfisins mikil. Lúðvík tók fyrst sæti á Alþingi árið 1994, og hefur því gegnt þingmennsku í fjórtán ár. - bj Þingmaður Samfylkingarinnar: Hættir þing- mennsku í vor LÚÐVÍK BERGVINSSON DÓMSMÁL Fyrirtækið Síld og fisk- ur hefur verið dæmt til að greiða konu rúmlega 1,5 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hún varð fyrir þegar hún var að þrífa kjötskurðarvél. Konan þurfti að taka vélina í sundur að hluta til að þrífa hana. Í átaki við það skrapp hönd henn- ar til og lenti handarbakið á skurðblaðinu. Hún þurfti að fara í aðgerð eftir slysið, þar sem sin var saumuð saman. Dóminum þótti ekki hafa verið sýnt fram á að fyllstu öryggis- kröfum hafi verið fullnægt varð- andi kjötskurðarvélina. - jss Með hönd í kjötskurðarvél: Fær 1,5 milljón- ir í skaðabætur ALÞINGI Byggðastofnun mun ekki geta lánað smærri fyrirtækjum, komi ekki til aðgerða ríkis- stjórnarinnar, sagði Kristján Þór Júlíusson á þingi í gær. Minnti hann á stór orð Vinstri grænna um mikilvægi stofnunarinnar og vildi fá að vita hvað ríkisstjórnin hygðist gera. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra var til andsvara og sagði Byggðastofnun í eiginfjár- vanda nú, en hann hafi ekki feng- ið nákvæma útlistun á vandanum frá stjórn stofnunarinnar, sem Kristján Þór situr í. Fyrr væri ekki hægt að taka ákvörðun í málinu. - ss Byggðastofnun: Eigið fé of lítið fyrir útlán Þrjú vestfirsk sveitar- félög verði sameinuð Samgönguráðherra hvetur til þess að Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur sameinist. Hugmyndir um að flytja unglingakennslustig frá Flateyri vekja ugg. Vestfirðingum fjölgar í fyrsta sinn frá 1981. VIÐ ÓSHLÍÐ Þótt Óshlíðin vilji oft skilja að Ísfirðinga og Bolvíkinga er þess kannski ekki langt að bíða uns sveitarstjórnarmenn komi þeim undir eina sæng. HALLDÓR HALLDÓRSSON 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 8.308 8.150 8.012 7.930 7.835 7.698 7.546 7.470 7.374 7.309 0 2.000 4.000 6.000 8.000 MANNFJÖLDAÞRÓUN Á VESTFJÖRÐUM VIÐSKIPTI Stjórnendur svissneska bankans UBS hafa samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum 780 milljónir dala, jafnvirði 90 milljarða króna, gegn því að dómsmálaráðuneytið falli frá málsókn á hendur bankanum. UBS hefur þegar svipt hulunni af á bilinu 250 til 300 bandarískum fjármagnseigendum sem sannað er að hafi svikið undan skatti en falið fé sitt frá augum skattayfirvalda hjá svissneska bankanum í skjóli bankaleyndar. Bandarísk yfirvöld hafa heimildir fyrir því að starfsmenn UBS hafi mörg þúsund sinnum ferðast til Bandaríkjanna í þeim tilgangi einum að kynna kosti bankaleyndar. Talið er að allt að sautján þúsund Bandaríkja- menn feli eigur sínar á leynireikningum UBS. Heildarfjárhæðin er talin nálægt tuttugu milljörð- um dala, um 2.300 milljörðum króna. Að sögn Peters Kurer, stjórnarformanns UBS, var bankaleyndin aldrei hugsuð sem felustaður skatt- svikara og því muni bankinn vinna með bandarísk- um yfirvöldum. Hans-Rudolf Merz, forseti Sviss, sagði í samtali við Associated Press-fréttastofuna í gær, að aðgerð- in þýði ekki að takinu verði sleppt af bankaleynd landsins þrátt fyrir þetta. - jab Svisslendingar afnámu bankaleynd á reikningum bandarískra skattsvikara: Bankaleyndin ekki svikaskjól FÓLK Björn Jörundur Friðbjörns- son verður áfram dómari í þátt- unum Idol-stjörnuleit, sem sýnd- ir eru á Stöð 2. Staða hans var í óvissu eftir að opinbert varð að hann átti í samskiptum við dæmdan fíkniefnasala. „Hann hefur misstigið sig, eins og hann hefur lýst, og beð- ist velvirðingar á því. Varðandi okkar samstarf skipta afdrátta- lausar yfirlýsingar hans um að fíkniefni séu ekki lengur hluti af hans lífi mestu. Við þau skil- yrði er eðlilegra að við styðjum hann á réttri braut frekar en að kippa undan honum fótunum. Við höfum átt gott samstarf um árabil þar sem hann hefur alltaf staðið sig óaðfinnanlega,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. - kóp Fær stuðning frá 365: Björn Jörundur áfram í Idolinu Sigmundur fram í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, ætlar að bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum. ALÞINGKOSNINGAR VIÐ EITT ÚTIBÚA UBS Stjórnarformaður svissneska risabankans UBS segir bankaleynd ekki felustað skattsvikara. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
23
Assigiiaat ilaat:
7021
Saqqummersinneqarpoq:
2001-2023
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
31.03.2023
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað
Sponsori:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 45. tölublað (20.02.2009)
https://timarit.is/issue/280090

Link til denne side: 2
https://timarit.is/page/4043616

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

45. tölublað (20.02.2009)

Iliuutsit: