Fréttablaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 4
4 20. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR
8x8cm
Fyrirtækja
þjónusta
PÖNTUNARSÍMI
550 4111
Ti
lb
oð
ið
g
ild
ir
út
fe
br
úa
r 2
00
9
499kr.
pakkinn
500 blöð í pakka
Ljósritunarpappír
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað-
fest tíu mánaða fangelsisdóm yfir
manni fyrir ítrekaðar hótanir og
brot gegn valdstjórninni.
Maðurinn hótaði starfsmönn-
um Fjölskylduþjónustunnar ítrek-
að þegar hann stóð í forræðis-
máli. Meðal annars hótaði hann
að kveikja í húsum þeirra og
berja þá til ólífis. Þá hótaði hann
barnsmóður sinni einnig lífláti,
auk þess sem hann kastaði log-
andi bensínsprengju í gám sem
innihélt eigur barnsmóður hans.
Maðurinn var dæmdur til að
greiða tveimur starfsmönnum
Fjölskylduþjónustunnar 600 og
200 þúsund krónur í bætur. - sh
Dæmdur í fangelsi:
Hótaði íkveikju
og öðru ofbeldi
ALÞINGI „Ég tel eðlilegt að við
gerum tilraun til að fá [lista-
verkin] aftur í þjóðareigu,“ sagði
Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í
gær, í svari við fyrirspurn Krist-
ins H. Gunnarssonar. „Það er
mikilvægt mál að ná þessu í gegn
þegar gengið verður frá nýjum
eiginfjárreikningum bankanna,“
sagði Katrín.
Fram kom í máli Kristins að
listaverk bankanna væru um
4.000 talsins og taldi hann þau
vera komin í eigu nýju bankanna
og því eign ríkisins. Bæði töldu
þau eigendur gömlu bankanna
hafa staðið sig vel í að geyma
listaverkasöfn sín og því kæmi til
greina að bönkunum yrði falið að
varðveita listaverkin áfram. - ss
Listaverk ríkisbanka:
Mikilvægt að fá
í þjóðareigu
DANMÖRK Anders Fogh Rasmuss-
en, forsætisráðherra Danmerk-
ur, býðst að taka við embætti
framkvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins. Þetta er fullyrt í
dönskum fjölmiðlum. Nýr fram-
kvæmdastjóri verður útnefndur á
leiðtogafundi NATO í Strassborg í
Frakklandi eftir sex vikur.
Að því er Politiken.dk greindi
frá í gær er nú af hálfu NATO
þrýst á Fogh að gera sem fyrst
upp við sig hvort hann hyggist
gefa kost á sér í stöðuna. Haft er
eftir heimildarmanni í höfuðstöðv-
um NATO að málið verði að vera
útkljáð vel fyrir leiðtogafundinn.
Á fundinum sjálfum vilji leið-
togarnir geta einbeitt sér að því að
pumpa Obama Bandaríkjaforseta
um utanríkisstefnu hans. - aa
Anders Fogh Rasmussen:
Býðst að verða
framkvæmda-
stjóri NATO
PÁFAGARÐUR, AP Fóstureyðingar
bárust í tal á fundi Nancy Pelosi,
forseta fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings, og Benedikts sextánda
páfa í gær.
Páfi sá
ástæðu til að
upplýsa hana
um að kaþólsk-
um stjórnmála-
mönnum bæri
skylda til að
vernda líf „á
öllum stigum
þróunar þess“.
Demókratinn
Pelosi, sem er kaþólsk, hefur lengi
verið einn harðasti stuðningsmað-
ur fóstureyðinga í Bandaríkjun-
um. Að loknum fundinum minnt-
ist hún ekkert á að þau hefðu rætt
fóstureyðingar.
Páfagarður hefur reynt að draga
úr athygli fjölmiðla á heimsókn
hennar til páfa, sem er óvenjulegt
þegar einn af helstu stjórnmála-
leiðtogum heims á í hlut. - gb
Pelosi hjá páfa:
Ósammála um
fóstureyðingar
NANCY PELOSI
FERÐAMÁL Búist er við að Íslend-
ingar muni í stórauknum mæli
ferðast innanlands í sumar í ljósi
efnahagsástandsins.
„Það er mikilvægt að bregðast
við auknum fjölda ferðamanna
með bættri þjónustu og betri
gæðum,“ segir María Guðmunds-
dóttir, upplýsinga- og fræðslu-
fulltrúi Samtaka atvinnulífsins,
en talið er að um 38 prósent allra
starfsmanna í ferðaþjónustu hafi
enga formlega menntun í grein-
inni.
Á Degi menntunar í ferðaþjón-
ustu sem haldinn var á Grand
hóteli í gær var kynnt nýtt verk-
efni í starfsmannaþjálfun sem
og nýtt grunn- og stjórnendanám
í ferðaþjónustu. Össur Skarp-
héðinsson ferðamálaráðherra
afhenti Ferðaþjónustu bænda
starfsmenntaviðurkenningu Sam-
taka ferðaþjónustunnar. - shv
Menntun og ferðaþjónusta:
Fleiri ferðast
innanlands
ALÞINGI Fyrsta umræða um
útgreiðslu séreignarsparnaðar fór
fram á Alþingi í gær. Samkvæmt
frumvarpinu geta þeir sem eiga
séreignarlífeyrissparnað óskað
eftir að taka út allt að eina millj-
ón á tímabilinu frá 1. mars til 1.
október á næsta ári. Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra, sem
mælti fyrir frumvarpinu, sagði að
útgreiðsla sparnaðarins myndi ekki
skerða barnabætur, vaxtabætur
eða atvinnuleysisbætur. Útborgun-
in verður hins vegar skattskyld. Þá
væri ekki skilyrði að eiga í fjárhags-
erfiðleikum til að óska eftir að taka
út af sparnaði sínum.
Til að koma til móts við lífeyris-
sjóðina verður hámarkshlutfall í
séreignarsjóð hækkað úr fjórum
prósentum í sex prósent. Þá munu
lífeyrissjóðirnir hafa aukið svig-
rúm til að standa skil á staðgreiðslu
skatta vegna útborgunar.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks
spurðu hvers vegna hámarkið væri
sett við eina milljón og af hverju sú
breyting hafi verið gerð frá umræðu
í fyrri ríkisstjórn um að útborgunin
ætti að fara í að borga upp skuldir.
Steingrímur svaraði því til að
einhverjir ættu eftir að verða fyrir
vonbrigðum með þessa niðurstöðu
en eftir rækilega skoðun væri þessi
aðgerð eins langt farin og hægt væri
að teygja sig. - ss
Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um útgreiðslu séreignarlífeyrissparnaðar:
Útgreiðsla skerðir ekki bætur
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Fjármála-
ráðherra hvatti Alþingi til að hraða vinnu
við frumvarpið til að hægt sé að greiða
út séreignarsparnað frá 1. mars.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Ósló
París
Róm
Stokkhólmur
14°
8°
4°
1°
4°
7°
6°
4°
1°
1°
19°
9°
1°
16°
-3°
9°
11°
-1°Á MORGUN
5-10 m/s en hvessir af
norðvestri víða um land um
kvöldið
SUNNUDAGUR
8-15 m/s, hvassast
austan til
0
0
0
1
0
4
7
8
5
1 1
5
5
2
5
2
2
2
8
2
6 3
4 4
8
6
6
-1 -1
-1
0
-3
RIGNING SNJÓKOMA
Kortin eru úrkomu-
söm næstu daga. Í
dag verður rigning
eða slydda sunnan til
en snjókoma á norður-
helmingi landsins. Á
morgun verður víða
rigning en á sunnu-
daginn kólnar samfara
norðanátt og þá má
búast við stöku éljum
nyrðra annars bjart.
Á mánudag má aftur
búast við snjókomu
eða slyddu víða um
land.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins-
son utanríkisráðherra segir að
afdrifarík umhverfisspjöll hefðu
getað orðið við árekstur bresks og
fransks kjarnorkukafbáts í febrúar.
Hann segir þá hafa verið í vígaleik-
fimi. „Þessir kafbátar voru í víga-
leikfimi að æfa einhvers konar ein-
vígi. Tiltæki af þessum toga geta
skapað verulega hættu.“
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
íslenskra útvegsmanna, segir stór-
mál á ferðinni sem þurfi að taka á.
„Við skorum á íslensk stjórnvöld
að beita sér fyrir því að öll umferð
kjarnorkuknúinna farartækja um
heimshöfin verði bönnuð. Áhættan
fyrir lífríkið er allt of mikil. Við
eigum að taka þetta upp á alþjóð-
legum vettvangi.“
Frumvarp um friðlýsingu Íslands
fyrir kjarnorku og umferð kjarn-
orkuknúinna farartækja hefur níu
sinnum verið lagt fram á Alþingi,
fyrst árið 1987, en aldrei fengist
afgreitt. Fyrir þingi liggur frum-
varp, lagt fram af þingmönnum
allra flokka nema Sjálfstæðis-
flokksins.
Þrír ráðherrar í ríkisstjórninni
eru meðal flutningsmanna; Stein-
grímur J. Sigfússon, Katrín Jakobs-
dóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir. Þá
hafa þau Össur Skarphéðinsson og
Kolbrún Halldórsdóttir verið flutn-
ingsmenn sama frumvarps á fyrri
þingum.
Össur segir sjálfsagt að skoða
hvort lýsa eigi yfir friðlýsingu
ákveðinna svæða og ljóst sé að setja
þurfi reglur með hagsmuni þeirra
þjóða sem byggja strendur Atlants-
hafsins í huga. „Ég tel af þessu til-
efni sjálfsagt að rifja upp að ég var
á sokkabandsárum mínum með-
flutningsmaður svipaðs frumvarps,
ásamt núverandi fjármálaráðherra.
Nú eru að vísu meiri kærleikar með
okkur en þá,“ segir Össur.
Árni Þór Sigurðsson, formað-
ur utanríkisnefndar, segir sér-
lega brýnt að taka frumvarpið til
afgreiðslu nú. „Ég tel að friðlýsa
eigi Ísland og gefa alþjóðasamfé-
laginu þau skilaboð að við kærum
okkur ekki um þessa umferð.“
Utanríkisráðherra hefur kallað
fulltrúa Breta og Frakka á sinn
fund vegna málsins og Árni Þór
segir þá mögulega verða kallaða
fyrir utanríkisnefnd.
kolbeinn@frettabladid.is
Slys kjarnorkubáta
gæti þýtt friðlýsingu
Utanríkisráðherra segir árekstur kjarnorkukafbáta hafa orðið við æfingar á
einvígi og vill skoða friðlýsingu landsins fyrir kjarnorku. Útvegsmenn vilja
banna alla umferð kjarnorkuknúinna farartækja á heimshöfunum.
ENGIN SMÁSMÍÐI
Breski kjarnorkuafbáturinn HMS Vanguard, sem lenti í árekstri við franska kjarnorkukafbátinn Les Triomphant, er engin
smásmíði. Hann er 149,9 metra langur og tæp 16 þúsund tonn. Til samanburðar má nefna að venjulegur strætisvagn
er um 12,5 metrar á lengd og báturinn því á við 12 strætisvagna að lengd. Franski kafbáturinn er 138 metra langur og
tæp 13 þúsund tonn. Á þriðja hundrað kjarnorkukafbáta eru til í heiminum.
GENGIÐ 19.02.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
177,7311
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,06 113,60
162,23 163,01
143,17 143,97
19,214 19,326
16,453 16,549
13,133 13,209
1,2071 1,2141
166,95 167,95
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR