Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 20.02.2009, Qupperneq 10
10 20. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR Með ábendingum viðskiptavina mótum við nýjan banka. Starfsfólk Íslandsbanka þakkar ábendingarnar. Hlusta á viðskiptavini. Karlmaður, 35 ára. Láta viðskiptavininn vera í fyrirrúmi. Kona, 45 ára. Vera varkárari í framtíðinni. Kona, 45 ára. Veita persónulega ráðgjöf.Kona, 39 ára. Styðja við bakið á fyrirtækjum í erfiðleikum. Karlmaður, 48 ára. Vera banki fólksins. Kona, 45 ára. Hlutverk bankans á að vera stuðningur við samfélagið.Karlmaður, 40 ára. Halda maraþoninu áfram! Kona, 35 ára. Opin fyrir nýjungum. Karlmaður, 27 ára. Styrkja samfélagsleg málefni á sviði menningar og íþrótta. Karlmaður, 60 ára. Mannleg, traust samskipti. Kona, 5 Fyrir fólk eins og mig og þig. Kona, 47 ára. Kenna unga fólkinu að fara vel með peningana. Kona, 63 ára. Ekki hvetja til bruðls og offjárfestinga. Kona, 44 ára. Leiðbeinandi um fjárhag fólksins í þjóðfélaginu. Kona, 52 ára. Gagnsæi í rekstri.Karlmaður, 40 ára. Spara í nafnabreytingunni. Kona, 25 ára. Hætta þessu útrásarbulli. Kona, 37 ára. Frá því í nóvember höfum við kallað eftir skoðunum viðskiptavina í útibúum og á heimasíðu okkar um það hvernig þeir vilji að nýr banki starfi. Við notum þessar ábendingar til að móta nýjan banka. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -2 2 5 4 ÍSRAEL Avigdor Lieberman, leið- togi hægriflokksins Israel Beit- einu, vill að Benjamin Netany- ahu, leiðtogi Likdud-flokksins verði forsætisráðherra í þriggja flokka stjórn með Kadima-flokkn- um innanborðs. „Við þurfum breiða stjórn með stóru flokkunum þremur, Likud, Kadima og Israel Beiteinu,“ segir Lieberman. „Netanyahu yrði í forystu stjórnarinnar en það verður sameiginleg ríkisstjórn þeirra Netanyahu og Livni.“ Tzipi Livni, leiðtogi Kadima og utanríkisráðherra í fráfarandi stjórn Ehuds Olmert, hefur sagt að hún geti ekki tekið þátt í rík- isstjórn sem gæti í reynd ekkert gert vegna innri átaka. Hún vill heldur ekki hverfa frá þeirri braut, sem hún segir fyrri stjórn hafa fylgt, að reyna að ná samn- ingum við Palestínumenn. „Ég hef alls ekki í hyggju að breyta þó ekki væri nema agnar- ögn af stefnu Kadima,“ segir hún, samkvæmt yfirlýsingu frá Kad- ima. „Ég ætla mér ekki að verða fíkjublað fyrir lamaða ríkis- stjórn.“ Hún hefur þó ekki viljað hafna því alfarið að taka þátt í stjórn með Netanyahu, en vill að þau skiptist þá á um að vera forsætis- ráðherra. Netanyahu hefur hins vegar gefið lítið út á þá hug- mynd. Bæði Netanyahu og Lieberman hafa verið með harðorðar yfir- lýsingar í garð Palestínumanna. Netanyahu hefur til dæmis lengi verið eindreginn stuðningsmað- ur landtöku Ísraela á hernumdu svæðunum, sem er ein helsta hindrunin í vegi fyrir friðar- samningum. Og Lieberman sagð- ist í kosningabaráttunni vilja að ísraelskir arabar lýstu hollustu við Ísraelríki, en verði sviptir ríkisborgararétti ella. Fráfarandi ríkisstjórn, með Livni í sæti utanríkisráðherra, hefur heldur ekki náð neinu skriði í samningaviðræðum, þrátt fyrir viljayfirlýsingar, og eitt af síð- ustu verkum hennar var að gera heiftarlega innrás á Gasasvæðið sem varð hundruðum barna að bana og vakti hörð viðbrögð úti um allan heim. Þriggja flokka hægristjórn þætti líkleg til að sigla endan- lega í strand öllum samninga- viðræðum við Palestínumenn og væntanlega komast þar með upp á kant við Barack Obama Banda- ríkjaforseta, sem hefur sagt að friðarviðræður í Mið-Austur- löndum verði forgangsverkefni stjórnar sinnar. gudsteinn@frettabladid.is Vill bæði Likud og Kadima Avigdor Lieberman vill í stjórn með Benjamin Netanyahu, en vonast til að Tzipi Livni taki einnig þátt. Þriggja flokka hægri stjórn þeirra gæti kollsiglt endanlega öllum friðarviðræðum við Palestínumenn. Á FUNDI MEÐ SHIMON PERES Avigdor Lieberman gekk í gær á fund forseta Ísraels, sem hefur undanfarna daga velt því fyrir sér hverjum hann eigi að fela stjórnarmynd- unarumboð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Samþykkt að loka flugvelli Þingið í Kirgisistan hefur staðfest stjórnarfrumvarp um að herstöð og herflugvelli Bandaríkjamanna í land- inu verði lokað. Flugvöllurinn hefur, vegna staðsetningar sinnar, verið afar mikilvægur fyrir hernað Bandaríkja- manna í Afganistan. KIRGISISTAN STJÓRNMÁL Hugmyndir ríkisstjórnar- flokkanna um persónukjör fela í sér að hver flokkur geti valið um það fyrirkomulag sem honum henti. Forsvarsmenn stjórnarinnar hafa setið fundi með formönnum allra flokka vegna þessa, en engin niðurstaða hefur fengist. Þ e s s i v a l - kvæðni gæti gert það að verkum að kosningaseðlar yrðu flóknari, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í Danmörku séu þeir til dæmis til- tölulega flóknir. En með persónu- kjöri yrði horfið frá neikvæðu vali, það er útstrikunum, og tekið upp jákvæðara fyrirkomulag. - kóþ Breytingar á kosningalögum: Valkvæð fyrir alla flokkana STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.