Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 11
FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2009 11
HEILBRIGÐISMÁL Ögmundur Jónasson heil-
brigðisráðherra hefur ákveðið að samhæfa
rekstur St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og
Landspítala. Hann gagnrýndi starfskjör
lækna á spítalanum hart og ætlar að afnema
verktakagreiðslur. Sameining heilbrigðis-
stofnana á Norðurlandi með yfirstjórn á
Akureyri gengur til baka og önnur samein-
ingaráform á landsbyggðinni endurskoðuð á
næstu vikum.
Þetta kom fram í máli heilbrigðisráð-
herra þegar hann flutti þinginu skýrslu sína
um heilbrigðismál í gær. Ögmundur vék
snemma í ræðu sinni að fyrirætlunum for-
vera síns, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, um
niðurskurð og hvernig honum skyldi náð.
Gagnrýndi hann Guðlaug afar hart. Boðaðar
skipulagsbreytingar á St. Jósefsspítala
koma ekki til og mun rekstur spítalans
verða samhæfður starfsemi Landspítala.
Starfshópur mun útfæra hvernig að því
verður staðið og skila niðurstöðum í mars.
En það sem greinilega stakk Ögmund mest
þegar hann fór yfir málefni St. Jósefs spítala
voru starfskjör lækna við stofnunina.
Tíundaði hann dæmi um milljóna greiðslur
til lækna fyrir aðeins tíu prósent starfshlut-
fall á ári. Hann sagði slíkri verktöku lokið
og læknum yrði boðið að starfa á sömu kjör-
um og kollegar þeirra á Landspítala hafa
samið um.
Ögmundur gerði grein fyrir að ekki verði
hreyft við fyrirkomulagi á Norðurlandi
vestra. Sameiningaráform á Eyjafjarð-
arsvæðinu haldast óbreytt. Breytingar á
Vestur- og Suðurlandi koma til greina en
verða ekki ákveðnar fyrr en eftir samráð
við stjórnendur stofnana á svæðinu.
Guðlaugur vék að gagnrýni Ögmundar
um sín verk og spurði hvernig hann hygðist
ná boðuðum niðurskurði. Skipulagsbreyt-
ingarnar sem hann lagði af stað með hefðu
verið til að vernda grunnþjónustuna en þær
ákvarðanir hefðu verið mjög erfiðar. „Ef
hann ætlar ekki að fara þessa leið, hvaða
leið á þá að fara?“
Helsta gagnrýnin á skýrslu Ögmundar
frá öðrum þingmönnum var á sömu nótum.
Ögmundur hafi sneitt framhjá þeirri grund-
vallarspurningu sem fyrir lá: Hvernig á
að skera niður í heilbrigðiskerfinu um 6,7
milljarða króna á þessu ári?
Ögmundur svaraði því til að hann sæi
ekki um að útfæra niðurskurðinn í einstök-
um atriðum, heldur væri það verkefni sem
heilbrigðiskerfið í heild sinni tækist nú á
við. Hann sté hins vegar úr pontu með þau
skilaboð úr þingsal að hann hefði engu svar-
að um leiðir til niðurskurðar.
svavar@frettabladid.is
St. Jósefsspítali taki upp
samstarf við Landspítalann
Heilbrigðisráðherra hyggst snúa við ákvörðunum um skipulagsbreytingar á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði
og á Norðurlandi. Ráðherra var gagnrýndur í gær fyrir að kynna ekki mótaðar hugmyndir um niðurskurð.
ST. JÓSEFSSPÍTALI Bitbein til margra vikna. Boðaðar
skipulagsbreytingar koma ekki til framkvæmda en
nefnd mun móta tillögur um framtíð spítalans.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
52 ára.
Grunnur hefur verið lagður að nýjum banka
– í dag tökum við upp nafnið Íslandsbanki
Íslenskt samfélag stendur á krossgötum. Þær aðstæður sem heimili og fyrirtæki standa
frammi fyrir kalla á breyttar áherslur í bankastarfsemi. Sjaldan hefur verið mikilvægara
að styrkja stöðu fjölskyldna í landinu, efla atvinnulíf og stuðla að nýsköpun.
Íslandsbanki ætlar sér veigamikið hlutverk í þessum efnum.
Nýr banki verður ekki til á einni nóttu
Það er krafa viðskiptavina og starfsmanna að bankinn sýni ráðdeild og hagsýni við
nafnabreytinguna sem verður lágstemmd og mun eiga sér stað í nokkrum áföngum.
Nafnabreytingin er ekki endapunktur heldur mikilvægur áfangi í því stefnumótunar-
starfi sem unnið hefur verið á undanförnum mánuðum. Allir starfsmenn komu að
mótun nýrrar stefnu Íslandsbanka og með henni vonast starfsfólk eftir því að
endurheimta það traust sem glatast hefur.
Við hlustum
Við höfum kallað eftir ábendingum viðskiptavina í útibúum og á heimasíðu bankans
og hafa þær nýst okkur vel í mótun skýrrar stefnu. Við leggjum kapp á að hlusta eftir
skoðunum og ábendingum viðskiptavina svo Íslandsbanki geti orðið betri banki; banki
sem skilur þarfir viðskiptavina og kemur til móts við þær.
Saman byggjum við öflugan banka
Íslandsbanki er banki sem býður alhliða bankaþjónustu fyrir einstaklinga og
fyrirtæki með hagsmuni viðskiptavina og samfélagsins að leiðarljósi. Með öflugri
liðsheild og ábyrgum og hagkvæmum rekstri styrkjum við grunnstoðir bankans.
Íslandsbanki leggur umfram allt áherslu á að vera banki í fararbroddi með
framúrskarandi þjónustu.
Komdu í næsta útibú eða farðu á islandsbanki.is og kynntu þér breytingarnar.
Starfsfólk Íslandsbanka
DÓMSMÁL Pálmi Haraldsson, eig-
andi Fons, segir að Stefán Hilmars-
son, framkvæmdastjóri hjá Baugi,
hafi haft samband við sig árið 2005
og haft hluti í Sparisjóði Hafnar-
fjarðar, SPH,
til sölu. Sér hafi
þótt það spenn-
andi fjárfest-
ingarkostur og
keypt tvö stofn-
fjárbréf fyrir
alls 90 milljónir
króna. Hann
hafi ekki haft
hugmynd um
að stofnfjáreig-
endur fengju 50
milljónir fyrir tvö bréf. Hann hafi
gengið frá sínum viðskiptum við
Stefán.
Vitnaleiðslur héldu áfram í gær
í opinberu máli sem höfðað hefur
verið á hendur Karli Georg Sig-
urbjörnssyni hrl. fyrir fjársvik
við sölu á tíu stofnfjárbréfum í
SPH 2005-2006 þegar fimm eig-
endur seldu bréf sín á 25 milljón-
ir hvert. Þau uppgötvuðu síðar að
lögmannsstofa Karls hefði selt þau
áfram á 45 milljónir hvert.
Pálmi sagði fyrir dómi að Stefán
hefði ekki nefnt Karl Georg í þessu
samhengi.
Sigurður Valtýsson, fyrrverandi
forstjóri MP fjárfestingarbanka,
sagði að MP hefði keypt bréfin á
uppsettu verði, 45 milljónir hvert,
og viðskiptin farið fram í gegn-
um Lögmenn Laugardal. Sigurður
hafi vitað af töluverðri eftirspurn
eftir þessum bréfum og talið að
þetta væri markaðsvirði. Athygli
vekur að seljendur stofnfjárbréf-
anna vissu ekki hver var kaupandi
en litu á Karl Georg sem millilið.
Páll Pálsson, einn af forsprökk-
unum, segir að umræðan hafi allt-
af gengið út á 50 milljónir fyrir tvö
bréf. Hann hafi ekki vitað að lög-
mannsstofa Karls Georgs hafi selt
þau á 90 milljónir. - ghs
Viðskiptin með stofnfjárbréfin í SPH 2005-2006:
Keypti bréfin af Baugi
PÁLMI
HARALDSSON
Bætur fyrir brotið nef
Karlmaður hefur verið dæmdur til
að greiða öðrum manni rúmar 274
þúsund krónur í miskabætur eftir að
hann braut nef hans. Sá nefbrotni átti
upptök að verknaðinum.
DÓMSTÓLAR
RÚSSLAND Rússneskur dómstóll
hefur komist að þeirri niðurstöðu
að þremenningarnir, sem ákærð-
ir voru fyrir morðið á rannsókn-
arblaðamann-
inum Önnu
Politkovskaju
í Moskvu fyrir
nokkrum árum,
séu saklausir.
Bræðurnir
Dazhbrail
og Ibrahim
Makhmudov
voru ákærðir
fyrir að hafa
ekið morðingjanum á staðinn
og lögreglumaðurinn Sergei
Khadzhikurbanov var ákærð-
ur fyrir að hafa hjálpað til við að
skipuleggja morðið.
Ættingjar Önnu Politkovskaju
lýstu yfir vonbrigðum sínum með
niðurstöðuna. - ghs
Rússneskur dómstóll:
Morð Politkovs-
kaju enn óleyst
ANNA
POLITKOVSKAJU
EFNAHAGSMÁL „Þetta snýst nú
meira um að meta hvort það eru
nokkrar fyrirliggjandi forsend-
ur lengur til að hafa svona háa
vexti,“ segir Steingrímur J. Sig-
fússon fjármálaráðherra, spurð-
ur hvort og hvernig hann hyggist
knýja fram vaxtalækkun gagn-
vart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Ríkisstjórnin stefnir á að ræða
við sjóðinn um miðja næstu viku
og Steingrímur segist ekki finna
nein „undirliggjandi verðbólgu-
tilefni“. Samdráttur sé í neyslu
og aukning atvinnuleysis. Að
auki fari olíuverð lækkandi og
gengi krónu hafi styrkst nokk-
uð.
„Og það eru allir sammála um
að það er forgangsverkefni að ná
niður vöxtum,“ segir hann.
Einnig ætli Steingrímur að
ræða fjárlög næsta árs við sjóð-
inn og áætlun til lengri tíma.
Ræða þurfi „hvernig við náum
viðsnúningi úr hallarekstri rík-
issjóðs og yfir í afgang, innan
ásættanlegra tímamarka, þannig
að við getum farið að borga niður
skuldir og landið farið að rísa“.
Spurður hvort hann geti greint
frá helstu markmiðum í þessa
veru og hvernig eigi að ná þeim
fram segir Steingrímur: „Nei,
það byrjum við að sjálfsögðu á
að sýna þeim og ræða við þá.“
- kóþ
Fjármálaráðherra mun kynna fjárlög fyrir AGS:
Allt bendir til
vaxtalækkunar
BLAÐAMANNAFUNDUR UNDIRBÚINN
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
sagði ríkisstjórnarsamstarfið ganga vel
og verkáætlun samkvæmt áætlun. Hún
var þó sjálf nokkuð slöpp af kvefi.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR