Fréttablaðið - 20.02.2009, Qupperneq 12
12 20. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 73 Velta: 158 milljónir
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
294 -0,60% 882 -1,16%
MESTA HÆKKUN
ATLANTIC AIRW. +1,90%
MAREL +0,90%
FØROYA BANKI +0,48%
MESTA LÆKKUN
STRAUMUR B. -4,93%
CENTURY ALUM. -2,28%
BAKKAVÖR -0,51%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,25 +0,00% ... Atlantic
Airways 161,00 +1,90% ... Atlantic Petroleum 450,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,96 -0,51% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,00 +0,00% ... Føroya Banki 104,50 +0,48% ... Icelandair Group
13,40 +0,00% ... Marel Food Systems 50,30 +0,90% ... SPRON 1,90
+0,00% ... Straumur-Burðarás 2,12 -4,93% ... Össur 95,20 +0,32%
Verg landsframleiðsla dróst
saman um eitt og hálft prósent
innan aðildarríkja Efnahags- og
framfarastofnunarinnar (OECD)
á fjórða og síðasta ársfjórðungi í
fyrra, samkvæmt gögnum sem birt
voru um miðja vikuna.
Þetta er mesti samdráttur sem
sést hefur innan aðildarríkja
OECD síðan mælingar hófust árið
1960. Á sama tíma í hittifyrra nam
samdrátturinn 1,1 prósenti.
Þrjátíu ríki eiga aðild að OECD,
þar á meðal Ísland.
Mestur var samdrátturinn í
Japan, eða 3,3 prósent. Tölur
liggja ekki fyrir um Ísland en
fjármálaráðuneytið spáir 0,1 pró-
sents samdráttar á árinu. - jab
Japanar reka
hagvaxtarlestinaMeð veð í öllu
Glöggskyggnir hafa tekið eftir því að Páll Bene-
diktsson hefur tekið til starfa sem fjölmiðlafull-
trúi skilanefndar Landsbankans. Páll var áður
forstöðumaður samskiptasviðs hjá Landic Prop-
erty, einu af dótturfélögum Stoða
(áður FL Group). Félagið, sem
var kjölfestufjárfestir Glitnis,
hefur verið í greiðslustöðvun
síðan bankinn var þjóðnýttur í
fyrra og unnið sleitulaust að því
að styrkja fjárhagsstöðuna.
Landsbankinn er meðal
stærstu kröfuhafa Stoða.
Spéfuglarnir segja
ráðningu Páls skýrt
dæmi um að bankinn
hafi ákveðið að ganga
hljóðlega að veðum
og tekið fréttahauk-
inn upp í skuldir.
Skapandi gerð ársreikninga
Berlingske Tidende greindi í gær frá því að með
„skapandi ársreikningagerð“ (nokkuð sem á
ensku kallast creative accounting) hafi stórir
danskir bankar (Danske Bank, Nykredit og Jyske
Bank) falið milljarðatap af hlutafjáreign og
öðrum skuldbindingum í ársuppgjörum sínum.
Samtals sýndu þeir hagnað upp á 2,6 milljarða
danskra króna (59 íslenska milljarða), en tap
af verðbréfum sem numið hafi 5,3 milljörðum
danskra (120 milljarðar íslenskra) hafi verið
tekið út úr uppgjörunum. Í raun hafi þeir
því tapað upphæðinni sem þeir þóttust
hagnast um.
Peningaskápurinn ...
Komið hafa upp tilvik þar sem eign-
um, sem til stóð að gengju til nýju
bankanna, hefur verið skilað aftur
í þrotabú þeirra gömlu. Samkvæmt
heimildum blaðsins hefur þessi
staða komið upp bæði hvað varð-
ar Landsbankann og Glitni, en ekki
Kaupþing, þótt þar hafi einnig verið
eftir því leitað.
Skipting eigna milli nýju bank-
anna og gömlu fer eftir forskrift
Fjármálaeftirlitsins (FME) og á í
grófum dráttum að vera þannig að
innlendar eignir fari í nýju bankana
og erlendar í þá gömlu.
Hlutverk skilanefnda gömlu
bankanna og tilsjónarmanns í
greiðslustöðvun er að verja hags-
muni kröfuhafanna, en sögusagnir
af því að „vafasömum eignum“ hafi
verið skilað aftur í þá gömlu hafa
valdið óróleika meðal kröfuhafanna,
því þannig væri verið að hygla nýja
bankanum á kostnað þeirra.
Blaðið hefur heimildir fyrir
því að kröfuhafar Kaupþings hafi
krafið skilanefndina svara um þessi
mál, en fengið að vita að skilanefnd-
in hafi ekki tekið við eignum inn í
búið, jafnvel þótt eftir því hafi verið
leitað. Þar á bæ hafi skilanefnd-
in verið mjög hörð á því að sam-
þykkja bara tilskipun og lista FME
yfir skiptingu eignanna á milli nýja
og gamla bankans.
Enn er unnið að því að útbúa end-
anlegan efnahagsreikning nýju
bankanna, en hluti af þeirri vinnu
felst í mati á því hversu mikið þeir
greiða þrotabúum gömlu bankanna
fyrir eignir sem færðar eru yfir.
Óvíst er því hversu mikil áhrif til-
færslur eigna
hafa á endan-
um, því nýju
bankarnir þurfa
væntanlega ekki
að greiða mikið
fyrir lán sem
ekki eru talin
mikils virði.
Fjármálaeftir-
litið annast virð-
ismat á eignunum, en nýju bönkun-
um verður á endanum gert að gefa
út skuldabréf þar sem þeir greiða
fyrir eignirnar sem teknar eru út
úr gömlu bönkunum.
„Eignir hafa verið færðar á milli
í undantekningartilvikum,“ segir
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis, og kveður sumar
eignir hafa legið á mörkum þess að
vera innlendar og erlendar, jafnvel
svo að erfitt væri að skilgreina þær.
Ekki hafi hins vegar verið færðar
eignir úr gamla Glitni yfir í nýja.
Hann veit þó af því að kröfuhaf-
ar hafi sett sig upp á móti yfirtöku
skilanefnda bankanna á eignum úr
þeim nýju. Þá segir hann kröfuhafa
hafa áhyggjur af mati á skulda-
bréfi Nýja Glitnis til gamla bank-
ans. Helst óttist þeir að eignir verði
verðmetnar á óhentugum tíma.
Árni býst við að FME ljúki mati á
skuldabréfinu í mars, nokkru síðar
en áður hafi verið að stefnt. „Þetta
er allt óhemjuverk og hefur dregist
aðeins,“ segir hann.
Lárus Finnbogason, formaður
skilanefndar Landsbankans hefur
ekki gefið færi á viðtali vegna máls-
ins. - óká / jab
ÁRNI TÓMASSON
Kröfuhafarnir
óttast tilfærslur
Dæmi eru um að eignir sem búið var að skrá á nýju
bankana hafa verið færðar aftur í þrotabú þeirra
gömlu. Kröfuhafar óttast að vera hlunnfarnir.
BANKARNIR ÞRÍR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur skilanefnd Kaupþings
lagt sérstaka áherslu á að viðhalda trúnaði við kröfuhafa bankans vegna fyrirætlana
um að þeir taki yfir Nýja Kaupþing. Nánar er frá þessu greint á forsíðu blaðsins í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND
Bankastjórn bandaríska seðla-
bankans telur líklegan samdrátt
hagkerfisins verða allt að 1,3 pró-
sent og hefur rætt um innleiðingu
verðbólgumarkmiða á ný. Þetta
kemur fram í minnispunktum af
fundi bankastjórnarinnar í janúar-
lok og birtir voru á miðvikudag.
Í fyrri hagvaxtarhorfum bank-
ans frá því í október í fyrra var
reiknað með því að hagvöxtur yrði
allt frá lítils háttar samdrætti upp
í að verða jákvæður upp á 1,1 pró-
sent. - jab
Sjá engan hagvöxt
BEN BERNANKE Bankastjórn undir
forystu Bens Bernanke telur litlar líkur á
að hagvöxtur líti dagsins ljós í Bandaríkj-
unum á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | notadir.brimborg.is
-15%
-18%
Semdu við okkur um verð
selja gamla
kaupa nýjan
notaðan
Nýtt tákn um gæði
Nýtum það sem við eigum
Komdu í Brimborg í dag
Fjöldi annarra Ford bíla í boði.
Hringdu núna í síma 515 7000.
Áfram Ísland
Smelltu á notadir.brimborg.is
og veldu notaðan bíl fyrir þig
– farðu síðan á bgs.is og
sannreyndu tilboð dagsins.
Komdu í Brimborg í dag.
C
ohn &
W
olfe P
ublic R
elations Íslandi
Við erum á
tánum í dag
– fyrir þig
-27%
eða
* Tilboðsverð er nettóverð með afslætti. Á sumum myndum af nýjum Transit í þessari auglýsingu er sýndur aukabúnaður sem ekki er innifalinn í verðinu. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.
-30%
-20%
-10%
Semdu við
okkur um
gott verð
www.ford.is
Nýr
NýrN
ýr
C
h
&
W
lf
P
bli
Notað
ur
Notað
ur
Notað
ur
Ford Transit 220S Sendibíll
1,8TDCi 75 hö dísil beinskiptur
Hleðslurými 3,4 m3, 6 dyra, þaklúga
Ásett verð með vsk 3.005.000 kr.
Afsláttur með vsk 545.000 kr.
Tilboðsverð með vsk 2.460.000 kr.
Tilboðsverð án vsk 1.975.903 kr.*
Ford Transit 220L Sendibíll
1,8TDCi 75 hö dísil beinskiptur
Hleðslurými 4,4 m3, 6 dyra
Fast númer KZ075
Skrd. 06/2005. Ek. 81.300 km.
Ásett verð með vsk 1.690.000 kr.
Afsláttur með vsk 340.000 kr.
Tilboðsverð með vsk 1.350.000 kr.
Tilboðsverð án vsk 1.084.337 kr.*
Ford Transit 300M DC Pallbíll
2,0TDCi 85 hö dísil beinskiptur
Lengd álpalls 2,54 m, 4 dyra, 6 manna
Fast númer RL692
Skrd. 10/2004. Ek. 56.900 km.
Ásett verð með vsk 2.020.000 kr.
Afsláttur með vsk 202.000 kr.
Tilboðsverð með vsk 1.818.000 kr.
Tilboðsverð án vsk 1.460.241 kr.*
Ford Transit 300M Sendibíll
2,0TDCi 85 hö dísil beinskiptur
Hleðslurými 9,07 m3, 6 dyra
Fast númer PN789
Skrd. 09/2005. Ek. 91.300 km.
Ásett verð með vsk 2.150.000 kr.
Afsláttur með vsk 645.000 kr.
Tilboðsverð með vsk 1.505.000 kr.
Tilboðsverð án vsk 1.208.835 kr.*
Ford Transit 280S Sendibíll
2,2TDCi 85 hö dísil beinskiptur
Hleðslurými 6,55 m3, 6 dyra
Ásett verð með vsk 4.215.000 kr.
Afsláttur með vsk 635.000 kr.
Tilboðsverð með vsk 3.580.000 kr.
Tilboðsverð án vsk 2.875.502 kr.*
Ford Transit 220L Sendibíll
1,8TDCi 75 hö dísil beinskiptur
Hleðslurými 4,4 m3, 6 dyra
Ásett verð með vsk 3.397.000 kr.
Afsláttur með vsk 917.000 kr.
Tilboðsverð með vsk 2.480.000 kr.
Tilboðsverð án vsk 1.991.968 kr.*