Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 20

Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 20
„Það er ævintýri að sjá stórbrotna náttúrufegurð Íslands með augum fuglsins fljúgandi og kemur flest- um á óvart hversu ægifagurt vetrar ríkið er,“ segir Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðs- stjóri Flugfélagsins Ernis, sem allan ársins hring býður upp á freistandi útsýnisflug, dagsferðir og helgarferðir fyrir ævintýra- þyrstar sálir í leit að tilbreytingu og öðruvísi helgargamni. „Vinsælasta útsýnisflugið er hálftímaferð yfir Nesjavelli, Þingvelli og Bláfjallasvæðið, en einnig tveggja tíma útsýnisflug yfir suðvesturhornið þar sem flogið er yfir Heklu, Tindfjalla- og Eyjafjallajökul, sem og Gull- foss, Geysi og fleiri fallega staði,“ segir Ásgeir um hreint einstaka upplifun sem sníða má að óskum hvers og eins og flétta inn í mat og drykk, gönguferðir, hestaferð- ir, jeppaferðir eða hverju því sem hugurinn girnist. Ásgeir segir dagsferð til Græn- lands sívinsæla, enda náttúrufeg- urð Grænlands einstök og ógurleg. „Þá er lent í þorpinu Kulusuk á austurströnd Grænlands og geng- ið undir leiðsögn um þorpið þar sem borgarísjakar lóna á sjónum og stálgrá fjöll og snjór umlykja allt,“ segir hann. Um þessar mundir býður Ernir upp á rómantíska helgi í Horna- firði og skíðaferð í Skagafjörð. „Þá fljúgum við á Höfn þar sem gist er á hóteli og er afbragðs humarstaður. Við Hoffellsjökul eru útipottar í náttúrunni, sem er rómantískt undir norðurljósunum. Einnig hægt að fara í vélsleðaferð á Vatnajökul eða fjórhjólafjöru- ferð um rústir frá stríðsárunum. Á Króknum er innifalin gisting, vélsleðaferð, skíðaferð í Tinda- stól og fleira,“ segir Ásgeir og hvetur ferðaglaða að leita tilboða. „Við púslum saman öllu því sem fólk dreymir um að gera.“ Nánar á www.ernir.is. thordis@frettabladid.is Eins og fuglinn fljúgandi Ísland er landið og fósturjörðin eina. Eyjan sem á í okkur hvert bein og kemur við hjörtun í mikilfengleik sínum og náttúrufegurð. Því er útsýnisflug yfir snævi prýdd fjöll og dali, borg og bæi ósvikin skemmtun. Ísgolf á Vatnajökli. MYND/FLUGFÉLAGIÐ ERNIR Fjórhjólaferð um strendur Hornafjarðar. Séð yfir fjöll á Suðurlandi í heiðskíru vetrarveðri, en sýn á landið er einkar fögur og skörp úr lofti þegar kalt er í veðri. MYND/RAGNAR TH. Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Flugfélaginu Erni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÓNLEIKAR íslenska kórsins Stöku sem starfar í Kaupmannahöfn fara fram á Háskólatorgi í dag klukkan 13, á Kjarvalsstöðum í kvöld klukkan 20 og í Reykholti í Borgarfirði á sunnudaginn klukkan 16. VÍNLANDSLEIÐ 6 - S: 533 3109 TOPPSKÓR Á RUGLVERÐI 40% afsláttur af öllum Ecco skóm OPIÐ MÁN.-FÖS. 11 - 18 · LAU. 11 - 16 · SUN. 12 - 16 Ancona E-8005400101 Litir: Svart og brúnt Neofusion Exprésso E-4890411192 Litir: Brúnt Afsláttur 40% Afsláttur 40% Afsláttur 40% Afsláttur 40% Afsláttur 40% Afsláttur 40% Livorino E-8051452569 Litir: Svart og brúnt Traverso E-1771400101 Litir: Svart Traverso E-1779451707 Litir: Svart og brúnt DownTown E-4430451375 Litir: Svart Vandaðir herraskór úr leðri í úrvali. Stærðir: 40 - 47 Verð: 11.500.- 12.450.-

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.