Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 22

Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 22
2 föstudagur 20. febrúar núna ✽ kætumst yfir konudegi augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 „Ég er sett á 4. mars en síðast átti ég viku fyrir settan dag og ég er komin 38 vikur á leið þannig að barnið gæti komið á hverri stundu,“ segir Sigríður Ásthildur Andersen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. Sigríður tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer 13. og 14. mars. Hún segir ekki hafa komið til greina að sleppa því að taka þátt þrátt fyrir að vera kasólétt í baráttunni og jafnvel nýbökuð móðir þegar það fer fram. „Ég á eina stúlku fyrir, þriggja ára. Sú fæðing og meðganga gekk mjög vel og meðgangan núna hefur sömuleiðis geng- ið vel. Ég á líka mjög góða fjölskyldu og góða stuðningsmenn að, það fer náttúrulega eng- inn einn í gegnum prófkjörsbaráttu.“ Sigríður hefur aðeins einu sinni tekið sæti á þingi en vonast til að tryggja sér öruggt þingsæti núna. Hún stefnir á eitt af efstu sætunum í kjördæminu. „Ég lít svo á að ég sé að svara kalli um endur- nýjun,“ segir Sigríður sem starfar sem lögmaður á lögmannsstofunni Lex. Barn á hverri stundu hjá Sigríði Andersen Kasólétt í prófkjöri Kasólétt Sigríður er gengin 38 vikur og er eiturhress. KOMDU OG KYSSTU MIG Giorgio Armani fagnaði komu leik- konunnar og fyrirsætunnar Millu Jovovich í opnun nýrrar verslunar hans í New York. Búðin er við Fifth Avenue fyrir þá sem eiga leið hjá. Þ að var stór ákvörðun að flytja út og fara að læra ljósmyndun,“ segir Anna Ósk Erlingsdóttir sem sneri við blaðinu og fór að læra ljósmyndun á fertugsaldri. Hún sagði skilið við starf sitt sem aðstoðarkona aðstoðar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og flutti til Svíþjóðar þangað sem leiðin lá svo til Ástralíu í ljósmyndanám. „Ég fór að vinna á elliheimili í Svíþjóð til að læra tungumálið þegar ég flutti út, en var þá farin að hallast að ljósmyndun. Þegar ég var 35 ára flutti ég svo til Ástralíu þar sem ég fór að læra ljósmyndun og stuttu síðar var ég farin að vinna í fullu starfi fyrir ýmsa þarlenda hönnuði,“ útskýrir Anna Ósk sem vakti fljótt athygli fyrir ljósmyndir sínar. Ein mynd hennar birtist til að mynda á forsíðu ljósmyndatímaritsins Better Digital, ásamt ítarlegri grein um Önnu, en áður en hún lauk námi var ein af myndum hennar valin á sýn- ingu í hinu virta ljósmyndasafni National Portrait Gallery í Canberra. „Myndin, sem nefnist Solitude, var keypt af listamanni og send til hans í pósti. Hann hringdi svo í mig nokkru síðar þegar myndin hafði ekki enn skilað sér og þá kom í ljós að hún hafði verið í póstvél sem fórst undan ströndum Sydney og flugmaðurinn látið lífið. Eigand- inn segist ætla að hengja upp verkið hvenær sem það finnst, en það er eflaust enn ein- hvers staðar á sjávarbotni,“ segir Anna Ósk sem flutti heim til Íslands í apríl í fyrra. „Það er mjög erfitt að fá vísa í Ástr- alíu ef þú ert komin yfir þrítugt og ert ekki hjúkka, múrari eða annað sem sóst er eftir. Þá er eiginlega eina leiðin að gifta sig, en þó svo að ég væri í sambandi í Ástralíu fannst mér það ekki rétta leið- in til að komast inn í landið og ákvað að flytja heim. Ætlunin er að flytja aftur út og vinna erlendis, en núna er maður bara að velta fyrir sér næstu skrefum og taka ljósmyndaverkefni hérna heima,“ segir Anna að lokum, en áhugasömum er bent á heimasíðu hennar www.annaosk.com. -ag Anna Ósk Erlingsdóttir ljósmyndari: EFTIRSÓTT Í ÁSTRALÍU HELGI SELJAN SJÓNVARPSMAÐUR „Ég ætla að varast það fyrst og fremst að gera einhver plön fyrir helgina. En ég ætla að reyna að komast út með dóttur mína, sem hefur verið í stofufangelsi vegna veikinda í á aðra viku. Svo langar mig í leikhús.“ Frjósamir tónlistarmenn Þeim fjölgar óðum tónlistarmönn- unum sem eiga von á barni á kom- andi mánuðum. Eins og komið hefur fram á Birgitta Haukdal von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, Benedikt Einarssyni, í vor, en þau giftu sig í október síðastliðnum. Söngkonan Védís Her- vör á jafn- framt von á sínu fyrsta barni um mitt sumar með Þórhalli Berg- mann. GusGus- og Esjusöngvar- inn Daníel Ágúst Haraldsson á von á barni með plötusnúðnum Kitty von sometime og mun það vera fyrsta barn parsins. Þá á tónlistarmaðurinn Barði Jó- hannsson von á sínu fyrsta barni innan skamms með Elmu Stefaníu Ágústsdóttur, en það vill þannig til að fyrrum sam- býliskona hans, stílistinn Agn- ieska Baranow- ska, á einnig von á sínu fyrsta barni um svipað leyti með plötusnúðn- um Árna Einari Birgissyni. helgin MÍN Eftirsótt Anna Ósk sérhæfir sig í list- rænni tísku- og portrettljósmyndun. Ein af ljósmyndum Önnu birtist á forsíðu tímaritsins Better Digital. þetta HELST

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.