Fréttablaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 24
4 föstudagur 20. febrúar
Jóhanna Guðrún
hefur sungið frá því
að hún var tveggja ára
gömul. Í dag er hún orðin
átján ára og er á leiðinni
til Moskvu sem fulltrúi
Íslands í Eurovision.
Viðtal: Indíana Ása Hreinsdóttir
Ljósmynd: Anton Brink
É
g vona af öllu hjarta
að sigurinn eigi eftir
að hjálpa mér við
að losna við barna-
stjörnustimpilinn en
maður veit aldrei. Sumir eiga erfitt
með að sjá mig sem fullorðna konu
í stað lítillar stelpu með tíkarspena
og það er erfitt að vinna vinnuna
sína þegar fólk tekur mann ekki al-
varlega,“ segir söngkonan Jóhanna
Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi Íslands
í Eurovision-keppninni sem fram
fer í Rússlandi í maí. Eins og al-
þjóð veit sigraði Jóhanna Guðrún í
keppninni hér heima síðasta laug-
ardag með laginu Is It True eftir
Óskar Pál Sveinsson.
Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára
gömul er Jóhanna Guðrún langt frá
því að vera nýgræðingur í tónlist-
arbransanum en hún hefur starf-
að sem söngkona frá níu ára aldri.
Sjálf segist hún reyndar hafa sung-
ið frá því hún var tveggja ára. „Það
hefur aldrei komið neitt annað til
greina hjá mér en að verða söng-
kona og mamma segist meira
að segja hafa fundið að ég væri
eitthvað öðruvísi strax á með-
göngunni. Ég var óvenjulegt barn,
ekkert betri eða verri en bræð-
ur mínir, bara öðruvísi,“ segir Jó-
hanna Guðrún brosandi.
Jóhanna ólst upp í Hafnarfirðin-
um og eftir Setbergsskóla lá leið-
in á félagsfræðibraut í Flensborg.
„Mér gekk ágætlega í skóla, var
hvorki lélegur námsmaður né ein-
hver dúx, en námið hentaði mér
ekki. Ég vissi alveg hvað ég vildi
gera.“ Ef hún hefði ekki sönginn
segir hún eitthvað annað tengt
listinni hafa orðið fyrir valinu. „Ég
hef engan áhuga á að læra nátt-
úrufræði eða eitthvað slíkt svo ef
ég yrði að velja eitthvað annað en
söng yrði það leiklist eða dans.“
Það er í nógu að snúast hjá
Jóhönnu Guðrúnu því það er að
mörgu að huga fyrir stóru keppn-
ina í Moskvu. Auk þess er hún sjálf
að kenna söng í Söngskóla Maríu
Bjarkar og í söngnámi í Söngskóla
Reykjavíkur. „Svo er ég að vinna á
fullu við að syngja, mæta á fundi
og í viðtöl. Sérstaklega í kringum
Eurovision. Þetta er mikil pressa en
rosalega spennandi tækifæri.“
MARKIÐ EKKI SETT Á
HEIMSFRÆGÐ
Jóhanna segist laus við sviðsskrekk
og kvíðir ekki fyrir að syngja
frammi fyrir milljónum manna um
alla Evrópu. „Ég hef góða reynslu
og hef sungið frammi fyrir fullt af
fólki þótt það sé ekkert í líkingu
við þennan fjölda,“ segir hún og
bætir við að henni takist einhvern
veginn að róa sig áður en hún stíg-
ur á svið. „Maður er alltaf með smá
stresshnút í maganum sem er bara
eðlilegt en ég er alltaf róleg þegar
ég fer upp á svið. Ég veit eiginlega
ekki hvernig ég róa mig, það er eins
og líkaminn fari í ákveðið ástand
og ég byrja bara að geispa. Ég er
heppin því stressið getur skemmt
fyrir og öryggi skiptir gríðarlegu
máli í þessum bransa.“
Jóhanna Guðrún hefur verið
með annan fótinn í Bandaríkjun-
um frá tólf ára aldri en hún segir
markmiðið aldrei hafa verið sett á
heimsfrægð. „Ég var heppin að fá
þetta tækifæri og starfaði með afar
færu fólki sem þroskaði mig sem
tónlistarmann. Það var bara eng-
inn markaður fyrir tólf ára stelpu
og í dag hefur markaðurinn tekið
dýfu vegna efnahagsástandsins.
Mig langaði aldrei að verða næsta
Britney eða Christina Aguilera,
mitt markmið var einfaldlega að
geta lifað af tónlistinni og haft það
gott,“ segir hún.
Hún segist ekki hafa fundið
fyrir þeirri kröfu að hún þyrfti að
ýta undir kynþokkann á meðan
hún reyndi fyrir sér í Ameríku.
„Ég var svo ung og ekki komin á
þann stað að koma fram einhvers
staðar.“ Öllum að óvörum tók Jó-
hanna Guðrún að sér aðalhlutverk-
ið í Madonnu-sjóvinu á Broadway í
fyrra og túlkaði hina ögrandi söng-
konu, þá 18 ára. „Mér fannst það
ekkert mál og þetta gekk mjög vel.
Ég var bara að leika þennan kar-
akter, þetta var ekki ég.“
LAGIÐ GETUR EKKI KLIKK-
AÐ
Jóhanna segist ekki hafa trúað því
að hún myndi sigra keppnina hér
heima. Öll lögin hafi haft sína kosti
og komu til greina sem sigurvegar-
ar. „Að mínu mati var alveg fullt af
góðum lögum þarna og mér fannst
til dæmis lagið hans Jógvans æðis-
legt. Hann er líka svo flottur með
fallega útgeislun. Edgar Smári var
líka flottur og lagið Easy to Fool
kom vel til greina sem og Elektra.
Hins vegar er ég mikil keppnism-
anneskja og reyndi að halda vænt-
ingunum niðri á jörðu því annars
yrði ég brjáluð ef ég myndi ekki
sigra,“ segir hún og hlær.
Lagið Is It True er falleg ballaða
og Jóhanna hefur tröllatrú á því.
„Eins og ástandið er í þjóðfélag-
inu held ég að fólk sé ekki í stuði
fyrir eitthvert djókatriði. Núna
ætlum við að gera þetta að alvöru
og senda fallegt lag og klassískt at-
riði. Ég vona bara að þetta virki og
við munum gera okkar besta til að
gera þetta eins sviðsvænt og hægt
er,“ segir hún og bætir við að hún
sé ekki búin að velja kjólinn. „Ég
er bara búin að ákveða að hann
verður geggjað flottur,“ segir hún
hlæjandi.
UNG OG ÁSTFANGIN
Jóhanna Guðrún býr í foreldra-
húsum en foreldrar hennar hafa
staðið við bakið á henni í gegn-
um allan hennar feril. Hún seg-
ist mikil mömmustelpa og hefur
þegar fengið leyfi fyrir að mamma
hennar komi með út til Rússlands.
„Ég verð að hafa mömmu með og
helst pabba líka. Þau hafa alltaf
stutt við mig og ýttu mér í þessa
átt þegar ég var lítil og fyrir það
er ég mjög þakklát,“ segir hún
og bætir við að þau séu rosalega
spennt fyrir hennar hönd.
Þrátt fyrir að hafa verið í sviðs-
ljósinu frá barnsaldri hefur Jó-
hönnu Guðrúnu tekist að halda
sér vel á jörðinni og vill helst vera
heima í faðmi fjölskyldu og vina.
„Ég er dálítið gömul kerling í mér,
hef aldrei drukkið áfengi og stunda
ekki djammið. Mér finnst miklu
skemmtilegra að vera með vin-
unum, fara í ræktina og svo er ég
mikil hestakona og á þrjá hunda.“
Hún viðurkennir að ferillinn hafi
tekið sinn toll, hún sé til að mynda
ekki í jafn miklu sambandi við vin-
konurnar og áður enda séu leiðir
þeirra ólíkar.
Jóhanna er á föstu en sá heppni
heitir Ólafur Friðrik. Þau hafa verið
saman í tvö ár en höfðu lengi vitað
hvort af öðru. „Hann bjó í næsta
húsi og við vorum saman í skóla.
Við byrjuðum bara að hittast einn
góðan laugardag og höfum ekkert
hætt síðan,“ segir hún og viður-
kennir að hún sé ástfangin. „Við
deilum áhuganum á tónlistinni,
ÆTLA AÐ GE
MITT ALLRA BES
✽
ba
k v
ið
tjö
ldi
n Stjörnumerki:
Vog.
Besti tími dagsins:
Rétt fyrir hádegi.
Geisladiskurinn í spilaranum:
Mariah Carey.
Uppáhaldsverslunin:
Karen Millen.
Uppáhaldsmaturinn:
Pekingönd eða spagettí.
Líkamsræktin:
Æfi 5-6 sinnum í viku, lyfti og
hleyp til skiptis, svo er ég líka í
hestum.
Mesta dekrið:
Heitt bað eftir erfiðan dag.
Mesta freistingin:
Ís með heitri kara-
mellusósu!
Ég lít mest
upp til...
Foreldra minna fyrir að vera góðar
fyrirmyndir.
Áhrifavaldurinn?
Mamma mín fyrir að vera sú fyrsta
til að hafa trú á mér
sem söngkonu.
Draumafríið?
Fara til New York
með múttu að
versla og í leikhús
og óperuna.
Hverju myndirðu
sleppa ef þú yrðir
að spara?
Minnka eða hætta
fatakaupum.
Kringlan // Smáralind // Keflavík
www.blend.is
BOLIR 2.990
SKYRTA 5.990
PILS 6.990
GALLABUXUR 8.990