Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 25
20. febrúar föstudagur 5
RA
STA
hann er svona dundari og spilar
á gítar og er mjög mikill áhuga-
maður um tónlist,“ segir Jóhanna
og bætir við að það væri frábært
að hafa hann með út til Rússlands
líka.
Á TOPPI FERILSINS
Jóhanna hefur eins og flest aðrir
Íslendingar fylgst með Eurovision-
keppninni í gegnum árin en hún
segist enginn gúrú um keppn-
ina. Uppáhalds Eurovision-lögin
hennar eru All Out Of Luck með
Selmu og Waterloo með Abba.
Aðrir áhrifavaldar þegar kemur
að tónlist eru Whitney Houston,
Celine Dion og Mariah Carey. „Ég
hef alltaf verið veik fyrir þessum
stóru söngkonum og svo tók ég
Madonnu-tímabil eins og flestar
stelpur,“ segir hún og viðurkenn-
ir að auðvitað vonist hún eftir að
tilheyra hópi þessara díva í fram-
tíðinni.
Talandi um framtíðina. Aðspurð
segist Jóhanna Guðrún vonast til
að hún eigi eftir að geta lifað sem
söngkona. „Það er ekkert sjálfgefið
að það sé hægt. Landið er lítið og
verkefnin takmörkuð svo ég von-
ast til að geta farið út fyrir land-
steinana með tónlistina mína,“
segir hún en plata hennar, But-
terflies and Elvis, kemur aftur í
búðir á næstu dögum.
Varðandi ráð handa stelpum
sem vilja feta í hennar fótspor
segir Jóhanna að metnaðurinn
skipti öllu máli. „Maður verður
líka að vera með bein í nefinu. Þótt
það sé mikið af góðu fólki í brans-
anum hér heima eru hætturnar
margar og maður verður að hafa
báða fætur á jörðinni og hugsa vel
um sig. Eins er gott að hlusta á þá
sem eru eldri og vitrari en hafa
það alveg á hreinu að það ert þú
sem tekur ákvörðunina,“ segir hún
ákveðin og viðurkennir að vera í
dag á toppi síns ferils. „Já, það má
segja það,“ segir hún og bætir við
að næsta markmið sé að fara til
Rússlands og gera sitt allra besta.
„Vonandi tekst það og opnar dyr
að einhverju skemmtilegu.“
Örugg „Maður er alltaf með
smá stresshnút í maganum
sem er bara eðlilegt en ég er
alltaf róleg þegar ég fer upp á
svið,“ segir Jóhanna.
Nýr ilmur frá Hugo fyrir karlmenn er
væntanlegur í búðir eftir helgi, Hugo
Element. Ilmurinn er karlmannlegur,
ferskur og nútímalegur segja framleiðend-
ur en það lætur vel í eyrum flestra karla
sem kvenna. Útlitið á flöskunni sem ilmur-
inn kemur í er líka einkar flott, fyrirmyndin
er súrefnishylki og hönnunin ber vott um
frumlega hugsun Hugo. Karlmenn sem vilja
ilma vel og konur sem vilja vel lyktandi
karla geta fest sér eintak í öllum helstu
snyrtivöruverslunum og apótekum frá og
með mánudeginum.
Karlmannlegur og
ferskur ilmur
Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til
að koma þér af stað á mjög árangurs ríkan
og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins
er að koma þér á æðra stig hvað varðar
líkamlega og andlega heilsu.
Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur
3 öflugir brennslutímar
2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara
Vikulegar mælingar
Ítarleg næringarráðgjöf
Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna
Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu
Hollustudrykkur eftir hverja æfingu
Takmarkaður fjöldi
6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku
Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon
1. vika – Orkuhleðsla
Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi.
2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla
Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest
út úr holla matnum sem þú ert að borða.
3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun
Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun
hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft.
4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi
Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja
líkamann á náttúrulegan hátt.
Ný námskeið hefjast 2. mars
Skráning er hafin í síma 444 5090 eða
nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is
Hilton Reykjavík Nordica Hotel
Suðurlandsbraut 2
Sími 444 5090
nordicaspa@nordicaspa.is
www.nordicaspa.is
fyrir konur og karla
María Másdóttir
Við systurnar ætluðum einungis á eitt námskeið en þau urðu þrjú og
árangurinn lét svo sannarlega ekki á sér standa. Misstum 23 kíló til
samans á þremur mánuðum. Það eigum við Gunnari Má þjálfara og
starfsfólkinu á Nordica Spa að þakka. Frábært aðhald, skemmtun, útrás
og vellíðan. Við gátum þetta og því getur þú þetta líka.
Frábær leiðsögn, frábær stöð og mesta aðhald sem hægt er að fá.
Betra en einkaþjálfun! Svo er líka fínt að kílóin fuku og orkan hefur aukist
og almenn vellíðan. Ég missti 6,2 kg á 4 vikum. Ég gerði þetta af
skynsemi og þú getur það líka!
MISSTUM 23 KÍLÓ ÉG GERÐI ÞETTA AF SKYNSEMI
ÞÚ GETUR ÞAÐ LÍKATIL SAMANS Á 3 MÁNUÐUM
Kristbjörg og Guðbjörg Sveinbjörnsdætur