Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 27

Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 27
20. febrúar föstudagur 7 „Minn helsti áhrifavaldur hefur verið Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Hún hefur alltaf staðið fyrir gildum sem ég ber virðingu fyrir og hef reynt að tileinka mér. Hún hefur alltaf verið óhrædd við að takast á við verulegar áskoranir og litið á hindranir sem verkefni til að leysa. Jafnvel þegar hún hefur verið talsmaður bjartsýni og réttlætis ásamt því að vera baráttumaður fyrir framgangi og sam- stöðu Íslendinga. Ég man enn þegar ég var ung að árum og hún heimsótti Stykkishólm þar sem ég var búsett. Ég fékk að gróðursetja með henni nokkur tré og þetta er ein af þessum minningum úr æskunni sem lifir hvað sterkast. VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Erla Ósk Ásgeirsdóttir stjórnmálafræðingur ÁHRIFA- valdurinn Vortískustraumarnir leyndu sér ekki á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles fyrir skömmu. Stjörnurnar voru hver annarri glæsilegri á rauða dreglinum og kjólarnir vöktu mikla eftirtekt eins og vana- lega. Fjölbreytt snið með mismunandi áhersl- um á bera handleggi og axlir verða meira áber- andi eftir því sem nær dregur sumri. Berar axlir voru sérstaklega áberandi á Grammy-verðlauna- hátíðinni og þær voru ófáar tónlistarkonurnar sem skörtuðu síðkjólum í takt við vortískuna. Eins og sjá má voru sniðin og litirnir jafn mismunandi og þær voru margar og verður hver að dæma fyrir sig hver átti vinninginn. Ófeimin Söngkonan Estelle kom fram ásamt Kanye West í þessum sér- staka kjól. Blá Cheryl Crow skartaði fagurbláum látlausum kjól á Grammy-verðlauna- hátíðinni. Flottir kjólar vestanhafs: Áherslan á axlirnar Díva Grófar keðjur á kjól Natalie Cole vöktu at- hygli á hátíðinni. Brot úr bókinni Hermikrákuheimur En konur eru gáfaðar og þroskaðar, þess vegna taka þær kynlíf alvarlega og þær tengjast mönnunum sem þær eru með kynferðislega. Þær vita og fi nna að kynlíf er mál, það er það nánasta sem til er. Þú kemst ekki nær annarri manneskju. Þú ert að afhjúpa þig og gefa líkama þinn og sál. En karlmenn eru eins og skepnur og geta bara riðið eins og ekkert sé, vitið er bara ekki meira. Mér fi nnst það nú líka skortur á sjálsvirðingu að geta makað sig upp við einhverja og svo er það bara búið og ekkert mál.Hvað þá að geta makað sig upp við hverja sem er. Skyndikynni eru eitthvað svo sjúkt, svo sóðaleg og sýna mikla heimsku og skort á sjálfsvirðingu. Kleopatra Kristbjörg Bjóddu ástinni á Geysir á Valentínusardaginn, laugar- daginn 14. febrúar og Konudaginn sunnudaginn 22. febrúar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.