Fréttablaðið - 20.02.2009, Side 28
föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS
1
3
4
5
20. FEBRÚAR 2009
FRÁBÆR
FÖSTUDAGUR
Björn Sveinbjörnsson
„Sölvi er fæddur 10.12.1978 og
er því 29, 11, 2. Tvisturinn hefur
oft hæfileika kamelljónsins. Hann
getur aðlagað sig að öllu sem
kemur upp í lífi hans, breytt um
útlit, sett inn kraft sem þarf, svo ekkert mun í raun og
veru hindra þann mann sem fæddur er þennan dag.
Hann er það ákveðinn að komast langt að það er ná-
kvæmlega sama hvað lagt er í götu hans, hann vipp-
ar sér bara yfir það. Hann fær fólk til að vinna með sér
eins og forystusauður fær hjörðina til að elta sig heim.
Hann fyllir fólk eldmóði og það mun treysta á hann allt
til dauða.
Sölvi hefur mikla þjónustu- og sölumannshæfileika, og
það er í raun allt sem þarf til þess að lífið leiki við þig.
Ég get ekki betur séð en að þessi blessaði maður eigi
eftir að láta í sér heyra í pólitík vegna þess að hann
hefur sterkar skoðanir á öllu og er réttlætissinni per ex-
cellans. Hann er hrifinn af öllum græjum og verður að
hafa allt tipp topp í kringum sig.
Ellefu er masterstala sem færir fólki aukna töfra. Sölvi
þarf að hafa allt fullkomið í lífi sínu, þar af leiðandi er
förunautur hans hinn fullkomni einstaklingur. Sölvi
á eftir að eignast hina fullkomnu biblíusögufjöl-
skyldu og börn hans eiga eftir að hafa krafta
í kögglum og gott ef ég sé ekki einn eða
tvo merkilega íþróttamenn. Við þurfum ekk-
ert að tala neitt sérstaklega um þennan þátt
sem Sölvi er að byrja með á Skjá einum því
allt sem hann ætlar sér gengur vel. Til ham-
ingju með lífið Sölvi minn.“
www.klingenberg.is
KLINGENBERG SPÁIR
Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður
Svo enda ég daginn
á því að kúra undir
sæng með konunni
og við horfum á
góða mynd.
Út að borða með konunni
á kósý stað.
Svo er það
ræktin í hádeg-
inu og aftur í
vinnu þangað til
búðunum lokar.
Ég byrja á því að vakna og fá
mér góðan kaffibolla.
2
Núna fer ég
í vinnuna
og á fundi,
en á sumr-
in þá væri
það golfvöll-
urinn.