Fréttablaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2009 21 timamot@frettabladid.is Á konudaginn sunnudaginn 22. febrú- ar verður hafin kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur á alþjóðlegu verkefni sem gengur undir nafninu GoRed. Verkefnið á að vekja athygli á því að konur fá ekki síður hjartasjúkdóma en karlar og að hjartasjúkdómar séu raunverulega langalgengasta dánar- mein kvenna. „Einhverra hluta vegna hafa ekki verið gerðar jafn miklar og merkar rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdóm- um hjá konum og körlum og því vantar mikið upp á að konur og karlar sitji við sama borð þegar á þetta svið er litið,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra og verndari GoRed-verkefnisins á Íslandi. Hún segir verkefnið hafa borist hingað til lands í gegnum Vilborgu Sigurðar- dóttur lækni sem kynntist því á ráð- stefnu í Chicago. „Hún er aðalspraut- an í þessu ásamt Hjartavernd,“ út- skýrir Ingibjörg sem leist strax vel á að gerast verndari verkefnisins þegar hún var beðin um það enda um aðkall- andi málefni að ræða. „Konur hafa litið á þetta sem karla- sjúkdóm og verið uppteknar við að reka bændur sína í læknisskoðanir, en litið fram hjá þeirri staðreynd að þeim er jafn hætt og körlum við að fá hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Ingi- björg og bendir á að mælt sé með að konur fari á fimm ára fresti í tékk eftir 35 ára aldur. „Konur hafa verið meira vakandi fyrir forvörnum á öðrum sjúkdóm- um eins og til dæmis krabbameini með þeirri sterku vakningu sem orðið hefur á undanförnum áratugum hjá Krabbameinsfélaginu,“ segir Ingi- björg og telur að sú vitundarvakning hafi lyft grettistaki og lengt og bætt líf ótaldra Íslendinga. „Hjartavernd hefur einnig náð gríðarlega góðum árangri í sínu starfi en vill nú taka höndum saman með GoRed og hefja nýja vitundarvakningu meðal kvenna á Íslandi,“ útskýrir Ingibjörg en ætl- unin er að fá heilsugæslustöðvar um land allt í lið með hópnum sem vinnur að GoRed-verkefninu. „Svo er undir hverri heilsugæslu komið hve mikið þær nýta sér það fræðsluefni sem búið er að búa til,“ segir Ingibjörg og von- ast eftir mikilli þátttöku. Kynningin á GoRed-verkefninu verður eins og áður segir í ráðhúsinu á sunnudag. „Dagskráin hefst rétt fyrir klukkan eitt með blossandi músík til að koma hjartslættinum almennilega í gang. Síðan verður fræðsla á staðn- um og básar með ýmsum fróðleik,“ segir Ingibjörg en allir eru velkomn- ir á kynninguna sem stendur yfir til klukkan 16. „Svo væri góð hugmynd fyrir karlana að gefa konum sínum kort í Hjartavernd í tilefni konudags- ins,“ segir Ingibjörg glaðlega og hvet- ur sem flesta til að mæta. solveig@frettabladid.is INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR: VERNDARI GORED Á ÍSLANDI Konur vaktar til umhugsunar um hjartasjúkdóma SIDNEY POITIER ER 85 ÁRA. „Ég er sáttur við sjálfan mig, við söguna, við vinn- una, við það hver ég er og hver ég var.“ Sidney Poitier er bandarískur leikari, leikstjóri og diplómat sem unnið hefur til Óskars- , Golden Globe-, BAFTA- og Grammyverðlauna. Hann var fyrsti blökkumaður sögunn- ar sem hlýtur Óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverk, í Lilies of the Field árið 1963. Þennan dag árið 1985 voru samþykkt umdeild lög á írska þinginu sem leyfðu sölu getnaðar- varna. Allt til ársins 1979 bönnuðu írsk lög inn- flutning og sölu á getnaðarvörnum. Þó hafði hæstiréttur landsins komist að þeirri niðurstöðu árið 1973 að gift fólk ætti rétt á að nota getnaðarvarnir ef það vildi. Þar sem hin kaþólska kirkja hafði mikil ítök í landinu dróst málið í írska þinginu og það var árið 1979 sem írski heilbrigðisráðherr- ann Charles Haughey kom fram með frumvarp um að leyfa getnaðarvarnir fyrir gift pör. Árið 1980 var fært í lög að fólk gæti keypt getnaðarvarn- ir í apóteki að því gefnu að framvísað væri vott- orði frá lækni. Enn þóttu lögin of ströng og mikil deila var um þau í þinginu. Þá varaði kirkjan við því að getn- aðarvarnir myndu minnka siðgæði í landinu auk þess sem þær myndu leiða til fleiri óskilgetinna barna, fóstureyðinga og kynsjúkdóma. Hinn 20. febrúar árið 1985 var kosið um málið. Voru ný lög um getn- aðarvarnir samþykkt með 83 atkvæðum gegn 80. Lögin leyfðu sölu á smokkum og sæðis- drepandi kremi til fólks yfir 18 ára. Þó var enn bannað að auglýsa getn- aðarvarnir. ÞETTA GERÐIST: 20. FEBRÚAR 1985 Getnaðarvarnir leyfðar á Írlandi MERKISATBURÐIR 1919 Habibullah Khan, leiðtogi Afganistans, er myrtur. 1943 Skömmtun hefst á bens- íni á Íslandi. Eigendur smábifreiða fengu 1,5 lítra á dag. 1962 John Glenn, sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem komst á sporbraut um jörðina, lendir áfallalaust aftur á jörðinni. 1986 Sovétríkin skjóta upp geimstöðinni MÍR. 1993 Tveir tíu ára drengir eru kærðir fyrir að ræna og myrða hinn tveggja ára James Bulger í Liverpool. 1998 Tara Lipinski verður yngsti gullverðlaunahafi í skautaíþróttum á Ólymp- íuleikum. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Stefánssonar Skessugili 12, Akureyri. Ásta Hallvarðsdóttir Sigríður Halla Jónsdóttir Klæmint Klein Ragnheiður Jónsdóttir Gunnar Magnússon Sonja Rut Jónsdóttir Kjartan Smári Stefánsson Stefán Einar Jónsson Steinunn Jóna Sævaldsdóttir Jóna Brynja Jónsdóttir Tómas Veigar Sigurðarson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskuleg, Þóra Margrét Guðleifsdóttir lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 10. febrúar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk Þóru Margrétar. Við þökkum auð- sýndan stuðning og hlýju. Björn Helgason Kristín Anna Björnsdóttir Sigþór Bragason Daníel Freyr Birkisson Margrét Hansen Arnar Guðmundsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar áskærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðrúnar Sigríðar Björnsdóttur Þorragötu 5, Reykjavík. Jón Reynir Magnússon Magnús Reynir Jónsson Bjarnveig Sigríður Guðjónsdóttir Birna Gerður Jónsdóttir Guðlaugur Gíslason Sigrún Dóra Jónsdóttir Jóhann Gunnar Stefánsson ömmubörn og langömmubarn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, systir og amma, Hanna Guðmundsdóttir Monrad frá Sæbóli, Aðalvík, lést 4. febrúar 2009 á sjúkrahúsinu Helsingör í Danmörku. Jarðarförin fór fram 11. febrúar síðastlið- inn. Jarðsett var í Hörsholm-kirkjugarði. Chris Monrad Marianne Monrad Jan Kieler Gudmund Monrad Christian Monrad Lonnie Monrad Sigríður Guðmundsdóttir Ingveldur Guðmundsdóttir Finnbjörn Guðmundsson Sveinn Þráinn Jóhannesson og barnabörn. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Ólason húsasmíðameistari, Hlíf II, Ísafirði, sem lést á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 17. febrúar, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00. Sigríður Halldórsdóttir Kristján Bjarni Guðmundsson Helga Kristjana Einarsdóttir Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir Örn Sveinbjarnarson Salvar Finnbogi Guðmundsson Jóna Þórdís Magnúsdóttir Vignir Guðmundsson Rebekka Rut Rúnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorvaldur Óskar Karlsson Jökulgrunni 2, Reykjavík, lést mánudaginn 9. febrúar. Útförin hefur farið fram. Þeir sem vildu minnast hans er bent á Ljósið, reikn. 0130-26-410520 kt. 590406-0740. Karl Þorvaldsson Ólöf Þorvaldsdóttir Lárus Óli Þorvaldsson Jóna Sveinsdóttir Þorvaldur Óskar Karlsson Branddís Jóna Garðarsdóttir Valgerður Rós Karlsdóttir Rakel María Karlsdóttir Heiðrún Rut Unnarsdóttir Erla Dögg Unnarsdóttir Hulda Lárusdóttir Guðrún Lárusdóttir Benedikt Kári Valgerðarson Rúnar Karl Þorvaldsson Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. VERNDARI GORED Ingibjörg við gamla Landspítalann við Hringbraut sem baðaður er rauðum ljóma í tilefni af GoRed verkefnisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.