Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 36

Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 36
24 20. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli Það er alltaf gaman að sjá hvern-ig færir teiknarar beita ýmsum stereótýpískum smáatriðum til að lýsa and- og líkamlegri líðan viðfangsefna sinna. Til að mynda hafa teiknimynda- söguhöfundar í gegnum tíðina fundið upp á ýmsum sniðugum aðferðum til að gera lesendum ljóst að söguhetjurnar hafi skemmt sér óhóflega kvöldið áður. Sígildar leiðir að þessu markmiði eru til dæmis að teikna menn með lampaskerm á höfðinu, föla eða græna í framan og/ eða meðfylgjandi hugsanablöðru sem sýnir risavaxna loftpressu. Björgvin Halldórsson notar hugtakið „sprunginn vindill“ yfir timbraða menn, sem dregið er af æskuminningu söngvar- ans um persónur teiknimyndabrandara sem lýstu illa fyrir kölluðum eiginmönnum í yfir- heyrslu hjá reiðum eiginkonum með köku- kefli. Slíkir ógæfumenn voru gjarnan teikn- aðir með sprunginn vindil og blöðru í bandi. Af sama meiði er fræg lýsing Björgvins á manni í slíku ástandi: „Blaðran kom heim á undan honum.“ Þessum ímyndum skýtur iðulega upp í kollinn á mér þegar ég er staddur í brúð- kaupsveislum. Óhjákvæmilegt er að nokkr- ir af margmennri stétt verkfræðinga séu meðal gesta, og jafn óhjákvæmilegt að téðir einstaklingar grípi til þess að reyra hálsbindi sín utan um höfuð sér þegar fjör fer að færast í leikinn og áfengið flýtur eins og vín. Líklega þykir þetta hin eina rétta og samfélagslega viðsættanlega aðferð til að sleppa fram af sér beislinu, að „flippa“, meðal verkfræðinga. Á sama hátt og Bó talar um timbraða sem sprungna vindla sting ég upp á hugtakinu „hálsbindahausar“ fyrir góðglaða verkfræð- inga. Vonandi fá hvorki bindin né hausarnir að kenna um of á kökukeflunum. Verkfræðingar á ystu nöf NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmundsson ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Taktu vel af öxlunum og bringunni – smá af löppunum og snyrtu svo bakið vel. Vá! McGyver! Takk kærlega! Þú komst á síðustu stundu! Er þetta það sem ég held að það sé? Já, hann ætlar að útrýma mannkyninu með leikfimi- sokknum mínum! Fljótur, náðu honum út úr bakteríuklefanum! Er þetta hann? OjOjOj fylgist með! Hvernig er sum- arið þitt Palli? Er gaman? Hvernig hafa vinir þínir það? Er einhver þeirra að gera eitthvað skemmtilegt? Hvernig gengur ykkur Stanislaw með rúgbrauðið? Veit ekki. Veit ekki. Veit ekki. Veit ekki. Veit ekki. Mér líður eins og spjallþátta- stjórnanda með ömur- legan gest. Er til eitthvað meira að borða? Farðu aftur í buxurnar! Ég nenni ekki að þurfa að klippa þetta allt saman. Bókaklúbbur Mjása Bók eftir James Cain... „Pósturinn hringir alltaf tvisvar.“ GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir Kr. 329.900 stgr. Amerískir GE kæliskápar Hart í bak Skoppa og Skrítla í söng-leik Heiður Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.