Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 37

Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 37
FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2009 25 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 20. febrúar ➜ Dans 20.00 Dansverkið Salka Valka eftir Auði Bjarnadóttur við tónlist Ólafs Haraldssonar verður sýnt í Hafnarfjarð- arleikhúsinu, Strandgötu 50, Hafnarfirði. Nánari upplýsingar á www.hhh.is. ➜ Síðustu forvöð Sýningu Davíðs Arnar Halldórs- sonar í 101 Projects við Hverfisgötu 18a, lýkur á sunnudag. Opið mið.-sun. kl. 14-17. ➜ Sýningar Sýning Hrafnkels Sigurðssonar í i8 Galleryi, hefur verið framlengd til 14. mars. Opið mið.-föst. kl. 11-17 og lau. kl. 13-17. Sara Riel hefur opnað sýningu í Kling & Bang galleríi, Hverfisgötu 42. Opið fim.-sun. kl.14-18. Þverskurður, sýning Textílfélagsins í Gerðarsafni við Hamraborg í Kópa- vogi. Sýningin spannar ríflega 60 ár í textílsögunni. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Í tilefni af opnun textílsýningar í Gerðar- safni eru til sýnis í Kópavogskirkju fjórir höklar eftir listakonuna Sigrúnu Jónsdóttur. Höklana er hægt að skoða virka daga milli kl. 10.30-13. ➜ Tónlist Tónlistarskólinn á Akureyri verður með trommuhring og hreyfileiki fyrir leik- skólabörn. Öllum velkomið að taka þátt. 15.00 Eymundsson við Hafnarstræti, Akureyri. Trommuhringur kl. 15-16, hreyfileikir kl. 16-17. 16.00 Glerártorg, Akureyri. Trommu- hringur kl. 16-17, hreyfileikir kl. 18-19. ➜ Tónleikar 22.00 Singapore Sling, Evil Madness og DJ Musician verða á Grand rokki, Smiðjustíg 6. Húsið opnar kl. 22.00. 24.00 EGÓ spilar á Players, Bæjarlind 4, Kópavogi. 24.00 Nevolution spilar á Dillon Sportbar, Trönuhrauni 10, Hafnarfirði Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Í ritröð Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands er komið rann- sóknarverkið Rithöfundur Íslands eftir Öldu Björk Valdimarsdóttur. Í verkinu er fjallað um skáldskaparferil Hallgríms Helga- sonar og einkum þá skáldsögur hans 101 Reykja- vík, Þetta er allt að koma, Höfund Íslands, Rokland og Herra alheim. Alda Björk skoðar verkin í ljósi hugmynda um höfundar- ímyndina, bókmenntahefðina og karnívalið, auk þess sem fjölbreytileg staða Hallgríms í menningarlífinu er könnuð. Þetta er sextugasta ritið í röðinni og er ritið 228 síður. Háskóla- útgáfan gefur út. Nykur hefur gefið út Þórðarbók sem er safn fimm ljóðabóka Þórðar Helga- sonar ljóðskálds. Sigurlín Bjarney Gísladóttir bjó verkin til prentun- ar en Andri Snær Magnason og Davíð A. Stefáns- son rita formála að safninu sem er 230 síður. Fólk og ræningjar í Kardemommu-bæ eftir Torbjörn Egner er komin út hjá JPV útgáfu. Þýðinguna gerði Hulda Valtýsdóttir en ljóðin þýddi Kristján frá Djúpa- læk. Bókin kom fyrst út á íslensku 1961. Þessi útgáfa er endurskoð- uð með nýjum listmyndum höfundarins. en sagan er ríkulega myndskreytt. Í bókinni eru nótur að ellefu lagboð- um við kveðskap skáldsins. Sagan er 140 síður. NÝJAR BÆKUR Verund er yfirskrift sýningar á nýjum verk- um eftir Helga Gíslason myndhöggvara sem opnuð verður í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, á laugardag kl. 15. Á þessari umfangsmiklu sýningu eru nýjar lágmyndir, teikningar og skúlptúrar þar sem mannslíkaminn er meginviðfangs- efnið eins og í fyrri verkum listamannsins. Helgi er á meðal þekktustu myndhöggv- ara þjóðarinnar og þekkja margir skúlptúra hans og stærri verk sem sett hafa verið upp opinberlega víða um land til dæmis á Höfn í Hornafirði, í Hallargarðinum í Reykjavík og á Húsavík auk lágmyndar í Fossvogskapellu. Þema sýningarinnar er rannsókn á mann- inum og mælikvörðum hans þar sem lista- maðurinn teflir saman mannslíkamanum og verkfærum sem notuð eru til að mæla heim- inn og kortleggja. Helgi greinir viðfangsefnið niður í meginlínur þar sem sterk form svipta manninn persónueiginleikum en leitast við að afhjúpa sameiginlegan kjarna. Á sýningunni er mikil áhersla á blý sem efnivið en auk lágmynda þar sem listamað- urinn notar blýið getur að líta fjölda teikn- inga sem endurspegla hugmyndavinnu listamannsins og þátt teikningarinnar í sköpunarferlinu. Helgi lauk námi frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1970 og hélt til frekara náms í Svíþjóð við Valand-listaháskólann og útskrifaðist þaðan árið 1976. Hann hefur haldið fjölda sýninga, hlotið viðurkenningar og unnið samkeppnir um opinber listaverk. Árið 1991 hlaut hann Bjartsýnisverðlaun Bröstes. Á sunnudag kl. 15 tekur listamaðurinn þátt í leiðsögn um sýninguna. Hluti sýningarrým- isins hefur verið lagður undir verkstæði eða vinnustofu þar sem gestir geta kynnst eigin- leikum blýs og teiknað. Sýningunni lýkur 29. mars og er opin alla daga frá kl. 11-17 og fimmtudaga kl. 11-21. pbb@frettabladid.is Mannslíkaminn meginviðfangsefnið MYNDLIST Helgi við eitt af verkum sínum. MYND FRETTABLAÐIÐ/GVA Ú t s a l a www.andersenlauth.com Herraverzlun, Laugavegi 7, Kvenverzlun, Laugavegi 86-94 e s t a b l i s h e d 1 9 3 4 Síðasta vika útsölunnar ! 60 % afsláttur af öllum vörum... Enn meiri afsláttur !

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.