Fréttablaðið - 20.02.2009, Page 38
26 20. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Söngkonan Duffy frá Wales vann þrenn Brit-
verðlaun við hátíðlega athöfn í London, þar á
meðal fyrir bestu plötuna. Hin 24 ára söngkona
átti erfitt með að halda aftur af tárunum er hún
tók á móti verðlaununum og sagði þau afrakstur
fimm ára vinnu. Duffy var einnig kjörin besta
söngkonan og besti nýliðinn.
Elbow var kjörin besta hljómsveitin, stúlkna-
sveitin Girls Aloud átti smáskífu ársins og Paul
Weller var valinn besti söngvarinn. Þá voru
Kate Perry og rapparinn Kanye West kjörin
bestu erlendu tónlistarmennirnir.
Bandarísku rokkararnir í Kings of Leon
fengu tvenn verðlaun; sem besta erlenda hljóm-
sveitin og fyrir bestu erlendu plötuna. The Pet
Shop Boys fékk jafnframt heiðursverðlaun og
lauk svo athöfninni með lögunum Go West, West
End Girls og Always On My Mind. Með þeim á
sviðinu var bandaríska söngkonan Lady GaGa
og Brandon Flowers úr The Killers.
Duffy með þrenn Brit-verðlaun
DUFFY Söngkonan Duffy kom, sá og sigraði
á Brit-verðlaunahátíðinni.
KINGS OF LEON Bandarísku rokkararnir hlutu tvenn
Brit-verðlaun.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/G
ETTY
> ÆFIR PILATES STÍFT
Mischa Barton hefur grennst mikið
að undanförnu og þakkar það al-
farið stífum pilates-æfingum.
Leikkonan, sem er 23 ára, seg-
ist gera meira af því að skokka
og hlaupa áður en hún leik-
ur í kvikmyndum, en þess á
milli slaki hún á og æfi minna.
Hún segist aldrei fara í stranga
megrun því hún vinni stíft og
þurfi á mikilli orku að halda við
kvikmyndatökur.
Ingvar Jóel, sem kallaður
er Ringó meðal félaga sinna
í kraftlyftingafélaginu
Metall og Tortímandinn
þegar hann er í vinnunni,
hefur að undanförnu fengist
við að rífa niður í brota-
járn eina stærstu vinnu-
vél landsins – sem lengi
vel gekk undir nafninu
Skrímslið.
„Þessi vél er merkileg. Hún var
framleidd sérstaklega fyrir
Richard Nixon í kalda stríðinu. Þá
voru að aukast þungaflutningar til
landsins og þessi vél – sem kölluð
var skrímslið – er sérhönnuð til að
taka á móti 30 tonna gámum,“ segir
Ingvar Jóel. Hann hefur feng-
ist við það að undanförnu að rífa
niður einhverja stærstu hjólavél
landsins. Og veitir ekki af að hafa
öflugan mann í því en Ingvar Jóel
varð nýlega heimsmeistari öldunga
í bekkpressu. Ingvar hefur starf-
að við niðurrif í um þrjátíu ár og
kallar ekki allt ömmu sína. Kall-
aður Tortímandinn meðal vinnu-
félaga sinna. Bara gúmmíið eitt í
dekkjum Skrímslisins er tvö tonn.
Allt Skrímslið vegur rúm 80 tonn.
„Þetta var lengi stolt Alfreðs Þor-
steinssonar hjá Sölunefnd varn-
arliðseigna hér í eina tíð. Þegar
Skrímslið fór um var eins og heilt
þorp væri á ferðinni. Hávaðasamt,
stórt og sterkt. Fjögurra metra
breitt – breiðara en Borgarnesboll-
an!“ segir Tortímandinn og vísar
til eins félaga sinna í Metal.
Að sögn Ingvars hefur Skrímslið
staðið ógangfært í ein 15 til 20 ár
og löngu tímabært að rífa það
niður í brotajárn. „Þetta er mjög
sérhæfður gámalyftari. Svona
vélar voru framleiddar sem skóflu-
vélar. Framan á Skrímslið var sett
gámalyftarajúnit. Aukaballest
hefur verið sett aftan í vélina svo
hún réði við svona þunga gáma.“
Þegar Tortímandinn skrúfaði
síðustu skrúfuna úr ballestinni, sjö
tonn, var hann búinn að mæla það
svo út að tærnar myndu sleppa og
það stóðst upp á sentimetra. Sem
var eins gott. Þegar þunginn skall
niður myndaðist gríðarmikill loft-
þrýstingur, sem fór upp vinnugalla
Tortímandans með þeim afleið-
ingum að hjálmurinn fauk af höfði
hans.
Ekki er að heyra annað en
Ingvari þyki þetta verkefni
skemmtilegt. Og ólíkt hreinlegra
en ógeðslegasta verk sem hann
hefur tekið sér fyrir hendur sem
var að rífa niður beinamjölsverk-
smiðjuna á Patreksfirði. „Ýldu-
lyktin úr verksmiðjunni var þvílík
og lyktin af mér svo ógeðsleg að
ég þurfti að borða úti í hádeginu.
Fimmtán ára mjöl í tönkunum sem
lifnaði við, ormar sem skriðu niður
og breyttust fljótlega í flugur.“
jakob@frettabladid.is
Tortímandinn og Skrímslið
NUDD
Verð frá
1690.-
Selásbraut 98
110 Árbæ S:577 3737
Á ráðstefnunni munu vísindamenn Hafrannsóknastofnunarinnar,
háskóla og annarra stofnana sem hafa stundað rannsóknir á sjón-
um við Ísland og þeim lífverum sem þar halda sig fl ytja 26 erindi
um nýlegar rannsóknir sínar. Að auki verða margvísleg rannsókna-
verkefni tengd efni ráðstefnunnar kynnt á um 40 veggspjöldum.
Föstudagur, 20. febrúar 2009
9:00 – 9:25 Setning og ávarp: Steingrímur J. Sigfússon sjávar
útvegs- og landbúnaðarráðherra.
9:30 –10:15 Gestafyrirlestur: Stephen J. Hawkins, prófessor í
sjávarvistfræði við Háskólann í Bangor, UK.
Understanding climate driven changes in marine
biodiversity and ecosystems: the value of
long-term studies.
10:40 – 12:00 Atferli og líffræði þorsks
13:00 – 14:50 Sérstæðir ferlar
15:30 – 16:50 Hvalir í vistkerfi íslands
Laugardagur 21. febrúar 2009
9:00 – 10:20 Hafsbotn og djúp
11:00 – 12:40 Firðir og strandsjór
13:40 – 15:00 Vistfræði og tími
15:00– 15:20 Umræður og samantekt: Jóhann Sigurjónsson
Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfi r
Sjá nánar á www.hafro.is/hafradstefna
Léttöl
PILSNER Drukkinn í 92 ár
G
ot
t
fó
lk
Það er ekki að ástæðulausu að sumt stenst tímans tönn.
Íslendingar hafa haldið tryggð við Egils Pilsner í blíðu jafnt
sem stríðu í tæpa öld, þökk sé hressandi bragði og hagstæðu verði.
Endurnýjaðu kynnin við ölið sem Íslendingar hafa drukkið allar götur síðan 1917.
TORTÍMANDINN
Ingvar Jóel hefur
að undanförnu
starfað við að rífa
niður í brotajárn
vinnuvél sem var
svo svakaleg að hún
gekk undir nafninu
Skrímslið. Segir Ingvar
að Skrímslið hafi verið
stolt Alfreðs Þorsteins-
sonar hjá Sölunefnd
varnarliðseigna.