Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 42

Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 42
30 20. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Taktu þátt í að móta framtíðina! Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur það verkefni að móta tillögur og hugmyndir að uppbyggingu íslensks efnahagslífs næstu misserin. Á næstu vikum verða fjölmargir fundir þar sem leitað verður eftir skoðunum og áliti flokksmanna og annarra sem vilja taka þátt í starfinu á þessu mikilvæga viðfangsefni. Nefndin mun standa fyrir opnum kynningarfundi þar sem Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Egilsson , formaður Endurreisnarnefndar, munu kynna starfið og opna heimasíðu nefndarinnar á föstudaginn 20. febrúar kl. 17 í Valhöll. Boðið verður upp á léttar veitingar að kynningunum loknum. Laugardaginn 21. febrúar hefst svo opinn vinnufundur klukkan 10.30 í Valhöll þar sem fundað verður í fjórum hópum eftir viðfangsefnum. Kynning á starfi Endurreisnarnefndarinnar, opnun heimasíðu og vinnufundur UEFA-bikarinn Shakhtar Donetsk-Tottenham 2-0 København-Manchester City 2-2 Almeida, Vingaard - Onuoha, Ireland. N1 deild karla HK-FH 25-23 (13-9) Mörk HK: Valdimar Þórsson 5/1 (7/1), Ragnar Hjaltested 4/2(4/2), Einar Hrafnsson 3 (4), Ólaf- ur Ragnarsson 3 (8), Gunnar Jónsson 3 (9/1), Ásbjörn Stefánsson 2 (2), Ragnar Njálsson 2 (3), Már Þórarinsson 2 (5), Sigurgeir Ægisson 1 (1). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14 (34/2 41,2%), Sveinbjörn Pétursson 1 (4 25%) Mörk FH: Bjarni Fritzson 8/2 (14/2), Örn Ingi Bjarkason 4 (9), Guðmundur Pedersen 3 (6), Ásbjörn Friðriksson 3 (7), Sigurður Ágústsson 1 (1), Jónatan Jónsson 1 (1), Sigursteinn Arndal 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (3), Hjörtur Hinriksson 1 (3), Hermann Björnsson (2). Varin skot: Hilmar Guðmundsson 3 (13/1 23,1%), Magnús Sigmundsson 11/1 (26/3 42,3%) Stjarnan-Fram 25-33 Mörk Stjörnunnar: Ragnar Helgason 5, Gunnar Jóhannsson 5, Þórólfur Nielsen 5, Eyþór Magnús- son 4, Guðmundur Guðmundsson 2, Fannar Þor- björnsson 2, Hrafn Ingvarsson 1, Guðni Krist. 1. Mörk Fram: Rúnar Kárason 11, Andri Berg Haraldsson 6, Stefán Stefánsson 4, Haraldur Þorvarðarson 3, Björn Guðmundsson 3, Jóhann Reynisson 3, Jóhann Einars. 2, Magnús Einars. 1. Víkingur-Akureyri 20-25 Iceland Express karla Þór Ak.-Njarðvík 79-84 (50-37) Stig Þórs: Konrad Tota 21, Jón Kristjánsson 18, Daniel Bandy 12, Guðmundur Jónsson 11, Baldur Jónasson 9, Óðinn Ásgeirsson 3, Bjarki Oddsson 3, Hrafn Jóhannesson 2. Stig Njarðvíkur: Heath Sitton 25, Magnús Gunn- arsson 20, Logi Gunnarsson 13, Fuad Memcic 11, Hjörtur Einarsson 7, Friðrik Stefánsson 5. Skallagrímur-Tindastóll 85-81 (39-41) Stig Skallagríms: Sveinn Davíðsson 26, Igor Belj- anski 19, Landon Quick 19, Sigurður Þórarinsson 19, Þráinn Ásbjörnsson 2. Stig Tindastóls: Friðrik Hreinsson 20, Svavar Birg- isson 19, Ísak Einarsson 14, Helgi Margeirsson 12, Darrell Flake 8, Óli Reynisson 6, Helgi Viggós. 2. > Jónas Grani frá FH til Fjölnis Húsvíkingurinn Jónas Grani Garðarsson hefur ákveðið að spila með Fjölni næsta sumar. Jónas Grani var marka- kóngur deildarinnar sumarið 2007 með Fram, fór í kjölfar- ið aftur til FH, þar sem hann lék áður, en náði sér ekki á strik. Hjá Fjölni hittir Jónas Grani fyrir sveitunga sinn, vin og samstarfsfélaga, Ásmund Arnarsson, sem þjálfar Fjölnisliðið. Eru þetta góð tíðindi fyrir Fjölnismenn sem hafa mátt sjá á bak sterkum leikmönn- um síðustu misseri. FH-ingar misstu af gullnu tækifæri til skilja HK eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni „Þetta var spurning um að vera á lífi og vera í baráttunni og nú er ljóst að við förum inn í endasprettinn aðeins stigi á eftir,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari HK eftir sigur liðs síns á FH, 25-23 í N1 deild karla í handbolta í gær. „Það er blóðug barátta fram undan. Þetta gerir mótið spennandi og við vissum alveg hver staðan yrði ef við næðum ekki að vinna.“ „Varnarleikurinn og markvarslan var frábær og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik en þegar Valdimar Þórsson meiddist þá hikstaði sóknarleikurinn aðeins of mikið. Valdimar kom inn á í lokin en gat ekki skotið og sem betur fer vissu FH- ingar ekki af því og hann tók feikið og kláraði þetta.“ HK var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13-9, en FH-ingar náðu að jafna metin, 19-19, þegar tíu mínútur voru eftir og var loka- spretturinn æsispennandi þar sem HK tryggði sér sigur með því að skora tvö síðustu mörk leiksins þar sem Valdimar Þórsson gerði gæfumuninn. „Við erum að skríða saman og ég vona að við verðum með alla okkar lykilmenn heila eftir tvær vikur, í fyrsta skipti í vetur, og gerum harða atlögu að þessu fjórða sæti,“ sagði Gunnar en HK er aðeins einu stigi á eftir FH sem er í fjórða sæti og munu liðin berjast um sæti í úrslitakeppninni við Fram fram í lokaumferð mótsins. FH-ingar gátu nánast tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri og var Elvar Erlingsson, þjálfari liðsins, eðlilega svekktur yfir glötuðu tækifæri. „Ég er hundsvekktur, það er ekkert annað um það að segja!“ „Við höldum fjórða sætinu og það er engin skömm að því að vera í fjórða sæti nú þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni. Það er svekkjandi að tapa þessu svona í lokin en við erum ekki í vonlausri stöðu,“ sagði þjálfari FH. - gmi N1-DEILD KARLA: HÖRKULEIKUR Í DIGRANESI ÞAR SEM HK MÁTTI EKKI TAPA GEGN FH HK bjargaði mótinu hjá sér með sigri á FH KR-STJARNAN 116-87 (59-37) Stig KR: Helgi Már Magnússon 16, Jason Dourisseau 16 (10 frák., 5 stolnir), Jón Arnór Stefánsson 14 (7 stoðs.), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13, Baldur Ólafsson 12 (6 frák., 10 mín), Jakob Sigurðarson 11, Darri Hilmarsson 11, Brynjar Björnsson 9 (5 stoðs.), Ellert Arnarson 5, Fannar Ólafsson 4, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Ingason 2. Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 30 (9 frák.), Justin Shouse 20 (12 stoðs.), Ólafur Jónas Sigurðsson 13, Fannar Freyr Helgason 10, Eyjólfur Örn Jónsson 5, Hjörleifur Sumarliða- son 4, Kjartan Kjartansson 3, Guðjón Lárusson 2. KÖRFUBOLTI KR-ingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Stjörn- unnar og unnu þá með 29 stiga mun, 116-87, þegar bikarúrslita- liðin mættust aftur í Iceland Express-deild karla í gær aðeins fjórum dögum eftir bikarúrslita- leikinn. Eftir jafnan fyrsta leikhluta tóku KR-ingar öll völd í öðrum leik- hluta, unnu hann 38-18 og voru 22 stigum yfir í hálfleik. Seinni hálf- leikurinn varð í kjölfarið hálfgert formsatriði og KR-liðið náði mest 40 stiga forskoti áður en Stjörnu- menn náðu að minnka muninn. „Við vorum allt annað lið, vorum yfirvegaðir og ætluðum að sanna það hvort væri betra liðið. Við teljum okkur vera með betra liðið og við þurfum bara að sanna það fyrir okkur og öðrum,“ sagði KR- ingurinn Jón Arnór Stefánsson sem átti fínan leik. „Ég held að þetta hafi verið mjög sálfræðilegt þarna á sunnudaginn. Við erum búnir að tala heilmikið saman eftir þann leik og menn eru búnir að vera þungt hugsi. Það voru búnar að vera þungar hugsanir í gangi og maður loftaði þeim varla. Við stillt- um saman strengi og fínpússuðum einhverja hluti sem við vissum að við hefðum gert illa á sunnudag- inn,“ sagði Jón Arnór sem er bjart- sýnn á framhaldið. Það var sameinað átak hjá KR- ingum sem færði þeim þennan sannfærandi sigur. Sjö leikmenn skoruðu yfir tíu stig og sá áttundi var með níu stig. Darri Hilmars- son kom inn í byrjunarliðið í fyrsta skiptið og gaf tóninn í byrjun; Jason Dourisseau var allt annar maður og Baldur Ólafsson átti einnig flotta innkomu. „Það fyrsta sem ég sagði inni í klefa var að ég vona að það taki bara þennan leik til þess að koma ykkur niður á jörðina og að við þurfum ekki tapa svona illa aftur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leik. „Annar leik- hluti var ömurlegur af okkar hálfu og við áttum aldrei möguleika í þá eftir það. Ég var þokkalega ánægð- ur með seinni hálfleikinn því við vildum ekki fara að tapa með 50 eða 60 stigum eins og lið hafa lent í hérna,“ sagði Teitur. Justin Shouse og Jovan Zdravenski skiluðu sínu hjá Stjörn- unni en Justin hitti ekki vel. Megn- ið af liðinu virtist þó enn vera með hugann við Höllina. ooj@frettabladid.is Svakalegt Stjörnuhrap í boði KR „Ég vona að það taki bara þennan leik til þess að koma ykkur niður á jörðina,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Stjörnunnar, eftir að liðið slapp með 29 stiga tap gegn KR í gær. EKKI HINGAÐ, VINUR Justin Shouse og félagar náðu ekki að fylgja eftir glansleik sínum í Höllinni á sunnudag í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.