Tíminn - 10.01.1988, Qupperneq 7
Sunnudagur 10. janúar 1988
Tíminn 7
Þyrla Landhelgisgæslunnar var stöövuð í nokkurra metra hæö yfir bátunum til að lögreglu þjónarnir fengju að finna fyrir kraftinuin frá þyrlunni.
(Tímamynd Pétur)
„Áttum að finna einn
mann en fimdum tvo“
- sagði einn nemendanna við skólaslit lögregluskólans.
stuðlað að þeirri aukningu sem varð
á umsóknum nú í haust.
Maður hefur líka orðið var við
það í framhaldsskólunum að nem-
endur leita hingað eftir upplýsingum
fyrir verkefni sem verið er að vinna
að og svo starfskynningarnar. Þetta
hefur verið í mörg ár sem fólk hefur
komið hingað, og ég held að þetta sé
að skila sér aftur. Fólk veit fyrir
fram, hvað hér er um að vera og vill
reyna sig í þessu.“
FÆRRIKONUR SÆKJA UM
„Hlutfall milli karla og kvenna er
heldur óhagstætt fyrir konur, en það
kemur nú líka til af því að það eru
miklu færri konur sem sækja um. í
dag eru um 15 konur af þeim 239
lögregluþjónum sem eru hér í starfi.
Af þessum 239 eru um 180 sem
ganga vaktir og sjást úti. Hinir 60
eru yfirstjórnin, varðstjórar, fólk
sem vinnur við almennar rannsókn-
ir, svo sem fíkniefna- og slysarann-
sóknir.
Þessir 180 skiptast niður á vaktir
allan sólarhringinn, þannig að á
hverri vakt eru ekki nema um 35 við
almenna löggæslu, síðan er umferð-
ardeildin sem ér sér, vegaeftirlit og
svo þeir sem pru inni við, svo sem
varðstjórar og fangaverðir og fleiri.
Allir lögreglúþjónar koma hingað
í skólann, t.d. ^f þessum 88 sem eru
í skólanum í vetur eru 33 úr Reykja-
vík hinir eru utan af landi.“
HÖFUM MISST MARGA
GÓÐA MENN
„Þeir sem eru búnir að fara í gegn
um báðarannirlögregluskólans hafa
fengið mikla almenna menntun,
enda höfum við misst marga góða
menn bæði á fjölmiðlana, trygging-
arfélögin og til fleiri fyrirtækja, sem
hafa yfirboðið. Þeir hafa lært mikið
í íslensku, bæði hvað varðar fram-
setningu, réttritun og notkun
málsins. Þeir hafa því fengið góða
menntun og öðlast lífsreynslu á ýms-
um sviðum.
Það er með þetta starf eins og
önnur að ekki er hægt að kenna
mönnum allt og verður annað að
lærast í starfinu. Lögreglustarfið er
þannig að það koma ýmsir óvæntir
hlutir upp sem ekki er hægt að segja
fyrir um, svo það er mikilvægt að
kunna að bregðast við á réttan hátt,
en það lærist með tímanum.“
Þeir koma gangandi í beinni röð
inn í salinn og raða sér upp í rétt-
stöðu við langborð, sem komið hefur
verið fyrir í mötuneyti iögreglunnar
og bíða þess að yfirlögregluþjónarn-
ir og kennarar lögregluskólans gangi
í salinn.
Fyrir leikmanni sýnist þetta frekar
broslegt en hefur auðvitað sína skýr-
ingu, sem er sá agi sem lögregluþjón-
ar verða að temja sér.
Það sem fara á fram er útskrift
nemenda af fyrri önn lögregluskól-
ans. En eins og fram hefur komið
hafa þeir verið í bóklegri og verk-
legri þjálfun síðastliðnar átta vikur.
Eftir að ávörp höföu verið flutt
bæði af kennurum og nemendum ög
einkunnir afhentar var boðið upp á
kaffi og meðlæti.
Við skulum grípa niður í ávarp
„..sennilega vegna þess að fjaran í
Reykjavík er sýnu merkilegri en
fjaran á Suðurnesjum“ sagði Karl
Steinar Valsson í ávarpi fyrir hönd
lögreglunema. (Tímamynd Gunnar)
eins nemandans, Karls Steinars
Valssonar, þar sem hann var að
minnast atburðar sem átti sér stað á
einni vettvangsæfingunni. „Þegar
við fórum í fjöruleit á dögunum átt-
um viö að finna einn mann. En þegar
upp var staðið fundum við tvo, þar
sem einn úr hópnum gleymdi sér í
fjörunni, sennilega vegna þess að
fjaran í Reykjavík er sýnu merki-
legri en fjaran á Suðurnesjum, þar
sem þessi annars ágæti maður á
heima.“
Að athöfninni lokinni fenguni við
þrjá nemendur úr lögregluskólanum
tii að svara nokkrum spurningum um
skólaveruna og starfið.
„Að hafa nóg af
almennri skynsemi
„Það var nú bara í fíflagangi sem
ég fór í lögregluna. Ég veðjaði við
einn vin minn um að ég kæmist ekki
inn, en ég komst inn. Náttúrlega sat
uppi með það og búin að vera hérna
síðan, eða frá 1. júní 1986 sem afl-
eysingarmanneskja en byrjaði í
skólanum nú í haust," sagði Guðrún
Hauksdóttir lögregluþjónn úr
Reykjavík.
„Mér líkar þetta starf ágætlega,
annars væri ég ekki hérna. En það er
óvíst hvort þetta verður ævistarfið,
það fer nú eftir því hvað aðstæðurnar
gera í þeim efnum.
Tíminn í skólanum hefur verið
ágætur, líkamlega þjálfunin hefur
verið ágæt fyrir okkur og við höfum
lært ýmislegt sem maður hefur gagn
og gaman af."
Hvernig finnst þér að góður lög-
reglumaður eigi að vera?
„Hann verður að hafa nóg af al-
mennri skynsemi, það skiptir engu
máli hvort hann telst eitthvað gáfað-
ur eða heimskur eða hvað það er,
það skiptir engu máli. Heldur það að
hann eigi auðvelt með að umgangast
fólk, sé kurteis og skynsamur."
„Starfið er náttúrlega
besti skólinn“
„Ég byrjaði hér 1984 sem sumar-
maður, var þá í skóla á vcturna og
kláraði stúdcntinn. Mér líkaði þetta
starf vel og sótti um að vcrða fastráð-
inn, sem leiddi til þess að ég er í
skólanum núna," sagði Jón Stein-
grímsson lögregluþjónn úr Reykja-
vík.
„Mér líkar þctta mjög vel og hef
hugsað mcr að gcra þetta að ævi-
starfi. Skólinn er betri en ég bjóst
við, ég held að hann fari batnandi og
starfið náttúrlega besti skólinn.
Maður lærir mest af félögunum, af
reynslunni þar sem bókin kennir
manni ckki allt.“
Hvcrnig finnst þér að góður lög-
reglumaður eigi aö vcra?
„Þetta ererfiðspurning. Menn eru
misjafnir og aðstæður eru misjafnar
líka, þannig að ég held að góður lög-
„Ég veðjaði við einn vin minn um I að ég kæmist ekki inn, en ég komst
inn;“ sagði Guðrún Hauksdóttir. (Tímamynd Gunnar)