Tíminn - 10.01.1988, Side 8

Tíminn - 10.01.1988, Side 8
8 Tíminn Sunnudagur 10. janúar1988 reglumaður verði að vera mannleg- ur, sveigjanlegur og ekki of fastur á bókstafnum. Þetta er líka spurning um dómgreind, hann verður að hafa tilfinningu fyrir hlutunum sem kannski ekki allir hafa. Það er fyrst og fremst að vera mannlegur og já- kvæður og vita hvað hann er að gera. Það er um að gera að halda sjálfsstjórn. Ég mundi segja að það sem prýðir góðan lögreglumann er bara það sem prýðir góðan mann,“ sagði Jón Steingrímsson að lokum. „Verður að vera hæfilega sveigjanlegur „Ég byrjaði sem sumarmaður 1986, mig langaði til að prufa þetta vegna þess að ég þekki nokkra stráka sem höfðu farið í þetta og líkaði vel,“ sagði Stefán Alfreðsson lög- regluþjónn úr Reykjavík. „Eftir sumarið kunni ég orðið þokkalega við starfið og langaði til að prófa að vera heilan vetur í viðbót. Að honum loknum ákvað ég það að vera áfram í þessu starfi og fór því í lögregluskólann. Það merkilegasta við þetta starf er aö vita í raun aldrei hvað gerist á vaktinni, menn hafa að vísu ákveðin fyrirmæli um að vera í ákveðnum verkefnum cn síðan getur allt komið upp á. Þetta er ekki alltaf gaman. stundum líka þreytandi að vera í þessu." Hvernig finnst þér að góður lög- reglumaður eigi að vera? „Góður lögreglumaður verður að vera vel inni í helstu málum og því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Að sjálfsögðu verður hann að vera vel inni í því sem hann á að halda uppi, þ.e.a.s. lögum og reglum," sagði Stefán. „Hann verður að vera hæfilega sveigjanlegur, ekki vera alveg fastur við lagabókstafinn ef það er hægt. Síðan verður hann náttúrlega að reyna að koma fram við alla jafnt, gera ekki upp á milli manna í starfi sínu. Koma eins kurteislega fram eins og hægt er, en þó verður hann að vera harður af sér þannig að hann geti leyst þau verkefni sem honum eru falin. Ég mundi segja að almenn skynsemi sé aðalatriðið í þessu starfi og víðsýni." Vinningslíkumar hjá Happdrætti SÍBS árið 1988 em algert einsdæmi hjá stóm happdrætti — hvorki meira né minna en 3. hver miði vinnur! Ótrúlegt en satt. Og nú em aukavinningamir orðnir 27. Þar af em 3 rerínilegar bifreiðar, Citroén AX14, sem aðeins em dregnar úr seldum miðum. Það em ótrúlega miklir möguleikar á vinningi hjá SÍBS. Ævintýralegar vinningslíkur Dregid 12. janúar. gerast ævintýr... * wnnr

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.