Tíminn - 10.01.1988, Side 10

Tíminn - 10.01.1988, Side 10
10 Tíminn Sunnudagur 10. janúar 1988 „ELDLEG SVERГ - sagt frá fjöldamorðum Vestfirðinga á spænskum skipsbrotsmönnum 1615 Eldingar ristu himinhvolfið og hvítfextar öldur æddu um ísa- fjarðardjúp að morgni sunnudagsins 15. október árið 1615. Kolamyrkur var á og menn þeir sem gengu frá kotinu í Æðey þennan morgun sáu varla handa sinna skil. Á milli sín báru þeir hryllilega lemstruð lík, flegin og kramin eftir skálmar, ljái, kylfur og önnur tól, sem orðið höfðu hinum snauðu sjósóknurum við Djúp að vopni, þegar þcir hurfu frá vanalegu búhokri sínu um stund, til þess að frenija ein verstu voðaverk sem Islandssagan greinir frá og áttu ekki sinn líka frá því á Sturlungaöld. Líkin höfðu verið flett klæðum og vígamennirnir búnir að skipta þeim á milli sín. Spjarir þessar voru hins vegar orðnar svo ataðar blóði og tuggnar eftir lagvopnin að mcira að segja þessi bláfátæki lýður vildi ekki brúka þau, þegar til kom. Líkunum var steypt í brimgarðinn neðan sjáv- arhamra í Æðey. Morguninn eftir voru þau komin á land fyrir utan ísafjarðardjúp, þar sem heitir á Fæti. Vígamennirnir skyrptu í lófann, því enn áttu þeir eftir að bæta um betur. Þeir ógæfusömu menn sem kastað var fyrir sjávarhamrana þennan morgun voru langt að komnir. Þeir voru Spánvcrjar frá Baskafylkjunum á Spáni, en nokkrir franskir, frá Gascogne. Þetta voru skipreka hval- veiðimenn og hafa trúlega engir skipbrotsmenn á íslandi fengið aðrar eins viðtökur fyrr né síðar og það þótt leitað væri meðal lleiri þjóða. „ÞESSIRILLVILJUÐU KUMPÁNAR" Á fyrri hluta sautjándu aldar fóru Spánverjar að venja komur sínar til íslands til hvalveiða. Menn hafa fyrst sögur af þeim árið 1613, en það ár og hið næsta komu nokkur hval- veiðiskip að Vestfjörðum og gerðu skipverjar þar talsverðan usla með gripdeildum og hnupli. Ekki er vitað annað en að íslendingar hafi þá látið þá óáreitta það sinnið, en hins vegar sendu þeir konungi kvörtunarbréf vegna þeirra, því í apríl kom til íslands konungsbréf, þar sem Kristj- án fjórði segir umbúðalaust að lands- mönnum sé heimilt að „vinna svig á þessum illviljuðu kumpánum, sem leitast við að ræna og rupla þegna vora á íslandi," og leggja þá að velli með hverju því móti og á hvern hátt sem vera skal. 16 HVALVEIÐISKIP Vorið 1615 lágu 16 hvalveiðiskip, spönsk, norður af Hornströndum og lentu þau í hafísnum, því þetta var mikið ísaár, jafnt til lands sem sjávar. Svo lítur út sem tveir bátar hafi hrakist frá skipum þessum til strandar um vorið. Bátamennirnir voru þjakaðir eftir hrakninginn og hefði því verið sjálfsagt að hlynna að þeim eftir megni, en það var nú eitthvað annað. Þvert á móti tóku Strandamenn til þess ódrengskapar- bragðs að ráðast á þá að ástæðulausu Braut nú skipin á nesinu, en Spánverjar fengu bjargað litlu einu af farminum, þar á meðal byssum og víni. og ætluðu að drepa þá. Þarna var mikill liðsmunur, því Spánverjarnir voru 13, en Strandamenn 30. Samt lauk svo að Strandamenn flýðu og urðu sumir sárir. Var þessi bardagi kallaður Eyjaupphlaupið í frásögn Jóns lærða af vígunum, en hann var þar sjálfur viðstaddur. Bátarnir munu hafa legið við Strandir fram eftir sumrinu og er þess ekki getið að frekari skærur hafi orðið með mönnum að sinni. MARTIN DE VILLA FRANCE Þegar ísa leysti héldu flest skipin af stað heimleiðis, en þrjú komu inn á Reykjafjörð á Ströndum nálægt miðju sumri. Hafa þau líklega verið að leita bátanna sem villst höfðu frá þeim. Skipstjórarnir hétu Pedro de Ag- gvidre (Pétur), Stephan de Tellaria (Stefán) og Martin de Villa France

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.