Tíminn - 10.01.1988, Qupperneq 13

Tíminn - 10.01.1988, Qupperneq 13
Sunnudagur 10. janúar1988 Tíminn 13 MAL SAKAMÁL SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁ Afmælisgj öfin Elsa Klein ætlaði að koma manni sínum gleðilega á óvart með því að gefa honum draumabílinn hans í afmælisgjöf. Vegna misskilnings endaði þetta allt í blóðugum harmleik. Elsa vann fyrir bilnum a laun og og galt fyrir það með lífi sínu. Otto von Kaufmann verslaði með bíla og ekkert annað. Heinrich Klein virtist hafa verið mjög svo óheppinn með nýja bílinn. Að minnsta kosti varð það fastur liður að Elsa kona hans æki bílnum hvað eftir annað til viðgerðar á verkstæði hjá umboðinu. Heinrich Klein var gramur og vonsvikinn yfir þessu. Hann hafði keypt bílinn handa konu sinni í VW-umboði í Munchen. Elsa hafði sjálf valið hann og bíllinn hafði síðan verið afhentur á brúðkaupsaf- mæli hjónanna þann 20. ágúst 1986. Hins vegar reyndist bíllinn augl- jóslega hreinasti vandræðagripur. Heinrich Klein íhugaði að telja um- boðsmanninn á að taka hann aftur og láta þau fá nýjan í staðinn. Varla var þó líklegt að það gengi, þar sem búið var að aka bílnum eina 2500 kílómetra. Þá var bara að vona, að bíllinn kæmist yfir barnasjúkdómana og færi að haga sér eins og almennilegt ökutæki. Ekki virtist fá hið minnsta á Elsu að aka með hann á verkstæð- ið, þó hún þyrfti að vera án hans einn til tvo daga í hvert skipti. Bíllinn var stöðugt til umræðu, bókstaflega hvern einasta dag. Elsa tók hlutunum með einstöku jafnað- argeði, en smám saman var bíllinn og viðgerðirnar komið á heilann á Heinrich. Hann þóttist viss um að farið væri á bak við Elsu á verkstæð- inu og hugsaði sér að athuga málið nánar sjálfur. Þegar hann sagði Elsu frá fyrirætl- an sinni, talaði hún hann ofan af að fara á verkstæðið. Hún vissi mætavel að Heinrich var skapráður og ekkert hlytist af heimsókn hans á verkstæð- ið annað en vandræði. Henni tókst að róa hann, en brátt bilaði bíllinn enn. Rétt fyrir jólin vildi hann ekki fara í gang. Mælirinn fullur Þá fannst Heinrich Klein nóg komið af svo góðu. Mælirinn var svo fullur, að út úr flóði. Án þess að segja konu sinni frá því, fór hann á verkstæðið og hitti einnig sölumanninn, sem selt hafði þeim bílinn. Hann hét Otto von Hauf- mann. Yfirmaður verkstæðisins, sem Heinrich hugðist lesa dálítinn pistil, hér Franz Schmidt. Það var mánudaginn 22. des- ember, sem Heinrich kom askvað- andi inn og heimtaði að fá að tala við Haufmann. Hann var ekki viðlátinn og Klein þekkti ekki þá sölumenn, sem til staðar voru. Þá hélt hann áfram og fór inn á verkstæðið, þar sem hann sá mann í vinnugalla standa álútan yfir bíl með opið vélarhús. Heinrich Klein fann reiðina vella upp í sér og nú þóttist hann viss um að einmitt þessi maður bæri ábyrgð á öllum ógöngunum með bílinn og skyldi svei mér svara fyrir það... Honum tókst þó að stilla sig í bráðina og spyrja manninn ofur rólega, hvort hann kannaðist nokk- uð við bláa bílinn, sem kona sín hefði keypt og væri víst „öðru hvoru" hér á verkstæðinu. Auðvitað kannast ég við hann, svaraði Franz Schmidt vingjarn- lega. Það er fyrirtaks bíll. Konan þín má vera ánægð með hann. Líkar henni ekki vel við hann? Henni myndi eflaust líka enn betur við hann, ef hægt væri að nota hann, svaraði Heinrich Klein og æstist nú allur. Hún væri hæst- ánægð, ef druslan væri ekki nær stöðugt í viðgerð. Nú skil ég ekki... sagði Franz Schmidt. Hvað er að bílnum? Heinrich svaraði með langri upp- talningu á göllum bílsins og þeim skiptum, sem Elsa hafði farið með hann til viðgerðar. Franz hlustaði þolinmóður, en þegar Heinrich hafði lokið sér af, sagði hann rólega: Herra Klein. Konan þín hefur aðeins einu sinni komið með bílinn til viðgerðar síðan hann var afhentur, en hitt er satt, að hann er hérna oft. Hann stendur iðulega hérna á bak við verkstæðið, ég veit ekki hvers vegna, en þú ættir kannski að ræða við Otto von Haufman um það. Grundsemdirnar Heinrich Klein starði vantrúaður á Franz Schmidt. Hvað var maður- inn að segja? Var hann ekki að gefa eitthvað í skyn? Hafði hann ekki sagt nær berum orðum, að eitthvað væri milli konu hans og Hauf- manns... Það var þá þess vegna sem Elsa hafði aldrei kvartað yfir erfiðleikun- um með bílinn. Hún hafði þvert á móti notað hann sem tylliástæðu til að geta hitt þennan Haufmann á laun. Heinrich Klein fór leiðar sinnar án frekari orðaskipta á staðnum. Otto von Haufmann var enn ekki kominn í verslunina og mátti þakka sínum sæla. Heinrich var rauðgló- andi af reiði og síst í nokkru jóla- skapi. Hann var svo æfur, að hann minntist ekki einu orði á þetta allt við Elsu, þegar hann kom heim. Á hinn bóginn beið hann nú átekta. Enginn efi væri á að bráðlega kæmi að því að Elsa þyrfti að fara með bílinn í „viðgerð", aðeins til að geta hitt Haufmann. Að því kom rétt eftir áramótin. Elsa kvartaði um að erfitt væri að ræsa bílinn. Farðu með hann á verkstæðið, sagði Heinrich, ekkert nema elsku- legheitin. Elsa sagðist gera þáð dag- inn eftir, sem var 5. janúar. Þá fór Heinrich ekki til vinnu sinnar eins og venjulega, heldur ók hann inn í hliðargötu og beið þar eftir Elsu, til að fylgjast með gerðum hennar. Óvænta „gjöfin“ Klukkan rúmlega átta ók Elsa framhjá. Heinrich elti hana í hæfi- legri fjarlægð og leiðin lá að glæsi- legu einbýlishúsi í einu úthverfa Munchen. Þar lagði Elsa bílnum í heimreiðina við hliðina á hvítum Porsche, en fór síðan inn í húsið. Heinrich Klein var ofsareiður og kom þremur tímum of seint í vinn- una, en fór þaðan aftur laust eftir hádegið - kvartaði um lasleika. Það var svo sem ekki helber uppspuni, því vissulega leið honum afleitlega. Ástæðan var þó, að hann hugðist heimsækja Otto von Haufmann og fá grunsemdir sínar staðfestar eða afsanna þær. Þegar hann kom að umboðinu, fór hann samt ekki inn, en lét sér nægja að sjá Haufmann stíga út úr hvftum Porsche. Klein fór án þess að láta Haufmann sjá sig og ók um í reiðileysi, uns hann tók stefnuna heim um sjöleytið, svo hann kæmi á sama tíma og venjulega. Elsa fagnaði honum að venju og hann tók því á sama hátt og áður, en innra með honum ólgaði og sauð afbrýðisemin og sært stolt. Næstu dagana lét hann sem ekkert væri, en laugardaginn 10. janúar stakk hann upp á að þau Elsa færu í góða ökuferð. Henni fannst hug- myndin ágæt. Þau lögðu af stað að Heinrich Klein vissi að kona hans leyndi einhverju og lagði það út á versta veg. heiman um tíuleytið, Elsa ók, en Heinrich sat þögull við hlið hennar. Leiðin lá til norðurs í átt að Nurnberg. Þau nániu staðar við veitingahús og borðuðu hádeg- isverð. Um hálf þrjú var stefnan tekin heim á leið aftur og Elsa renndi upp í heintreiðina um sexleyt- ið og drap á bílnum. Þegar hún ætlaði að stíga út, sagði Heinrich skyndilega: Bíddu andar- tak. Elsa settist aftur og beið. Hún sá Heinrich seilast undir sætið. Skyldi hann geyma þar gjöf handa henni? Það hlaut að vera, því nú bað hann hana að loka augununum. Ég ætla að koma þér á óvart, sagði Heinr- ich Klein. Hvað er það? spurði Elsa eftir- væntingarfull. Það er gjöf við hæfi konu, sem lýgur að manni sínum og svíkur hann, svaraði Heinrich kuldalega. Þá vissi Elsa að eitthvað hlaut að vera að. Hún opnaði augun og náði rétt í svip að sjá niann sinn reiða Otto stutta gegnheila járnstöng til höggs. Stöngin skall á hnakka Elsu af feikjiaafli. Hún féll fram á stýrið. Gjörsamlega blindur af reiði sló Heinirch Klein aftur og aftur, svo blóðið ýrðist um alla framrúðuna. Þegar hann hafði lokið sér af, gekk hann ofur rólega inn í húsið og hringdi á lögregluna. Hann skildi útidyrnar eftir opnar, svo lögreglumennirnir gætu gengið rakleitt inn fyrir. Þá útskýrði hann ósköp blátt áfram, að sér hefði ekki fundist nema réttlátt að kona hans léti lífið einmitt í þessum bíl, sem verið hafði undirrót alls harmleiksins. Misskilningurinn Lögreglan yfirhcyrði Otto voi Haufmann stuttlega og lagði fyrir hann ásakanir Klcins. Haufmann vísaði þeint gjörsamlega á bug - milli þeirra Elsu hafði alls ekkert verið. Skýringin sem hann gaf hins vegar fúslega, var svo skelfileg fyrir Heinrich Klein, að hann reyndi að fyrirfara sér í fangelsinu. Nú kom fram í dagsljósið að Elsa hafði orðið svo snortin, þegar Heinr- ich gaf henni heilan bíl, að hún vildi gjalda líku líkt. Hún ákvað að gefa honum einnig bíl, þó svo hann hefði bíl frá fyrirtækinu til umráða. Hins vegar átti hún ekki nóga peninga og gerði því samning við Otto von Haufmann. Heinrich Klein dreymdi um að eignast VW Golf GTI og hann ætlaði Elsa nú að gefa honum, þó hún ætti ekki nema helming andvirð- isins. Gæti Haufmann ekki útvegað henni vinnu, svo hún gæti hreinlega unnið af sér hinn helming bílverðs- ins? f fyrstu var sölumaðurinn tregur til að semja á þennan hátt, en þegar hann komst að raun um að Elsa Klein var sérmenntuð á tölvur, sló hann til og veitti henni vinnu tvo daga í viku. Ekki yrði um að ræða nema eitt ár eða svo. Samningur um bílkaupin var undirritaður og Heinrich skyldi fá rauða draumabílinn sinn í afmælis- gjöf. Þangað til ætlaði Elsa að stunda vinnu sína á laun. Eftir það ynni hún með vitneskju manns síns - þegar hann væri búinn að jafna sig af að vera komið svo gleðilega á óvart. Því miður fór svo, að Heinrich Klein var komið allt öðruvísi á óvart, en ætlunin hafði verið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.