Tíminn - 10.01.1988, Qupperneq 16

Tíminn - 10.01.1988, Qupperneq 16
Nýlega gengu þau Pam Pearce og Mick unnusti hennar í hjónaband sem er bara gott og blessað. Þau höfðu búið saman í tvö ár, þó Pam sé 43 ára en Mick aðeins 19. Nú er Mick sem sagt orðinn stjúpfaðir barna Pam sem eru fimm. Ekki er þetta mjög flókið, en hann er líka orðinn mágur stjúpsonar síns og verður með tímanum afi barna syst- ur sinnar. Ástæða fyrir flækjunni er sem sagt sú, að þegar tilkynnt var um brúð- kaup Pam og Micks, ákváðu Tonie, systir Micks, og Sean, sonur Pam, að gifta sig um leið. Par mcð varð Mick tengdafaðir systur sinnar og Pam svilkona sonar síns. - Ókunnugum gæti virst þetta flókið, segir Pam, - en okkur líður öllum svo vel, að við veltum því ekki fyrir okkur. Pam gleymir aldrei þegar hún kynntist Mick. Þar með var bundinn endi á 27 ára, dapurlegt hjóna- band hennar. Kvöld eitt kom Sean sonur hennar heim með kunningja sinn. Um leið og Pam sá unglinginn, heillaðist hún af honum. Hún segir svo frá: - Ég hugsaði með mér að þetta væri brjálæði, ég væri gamall kjáni, meira að segja amma, en hann aðeins unglingur. En Mick brosti og spjallaði við mig og nokkr- um dögum seinna hittumst við á götu. Eitthvað small og ég vissi að ég var ástfangin. Mick gekk með grasið í skónum á eftir Pam sem færðist lengi undan. Loks kom þó að því að hún yfirgaf mann sinn og flutti heim til Micks. Börn hennar tóku þessu með jafnað- argeði, enda höfðu þau lengi vitað að hjónaband foreldranna var ein- ungis við lýði af gömlum vana. Tvöfalt brúðkaup. Pam og IVIick til vinstri, Tonie og Sean til hægri. á númerið þitt! Nú þarft þú að fá þér miða Happdrætti Háskólans hefur hæsta vinnings- hlutfall í heimi! 70% af veltunni fara til vinninj hlutfall í heimi! 70% af veltunni fara til vinnings- hafa! AUir vinningar eru greiddir út í beinhörð' um peningum sem vinningshafar ráðstafa að eigin vild. Vinningamir eru undanþegnir skatti! Vinningarnir 1988: 9 á 5.000.000 kr./ 108 á 1.000.000 kr./108 á 500.000 kr/ 324 á 100.000 kr./1.908 á 25.000 kr./ 10.071 á 15.000 kr./122.238 á 7.500 kr/ 234 aukavinningar á 25.000 kr./ Samtals 135.000 vinningar á 1.360.800.000 kr. Hraðaðu þér til umboðsmannsinslog tryggðu þér númer - < NÚNA! .

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.