Tíminn - 12.01.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.01.1988, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. janúar 1988 Tíminn 3 Guðni Ágústsson Framsóknarflokki samþykkir ekki frumvarpið: Breytt verkaskiptina f ær mótbyr á Al þingi Guðni Ágústsson, alþingismaður. \ Einn stjórnarþingmanna Guðni Ágústsson (F.Su.) gagnrýndi harð- lega frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga þegar það kom til annarrar umræðu á Alþingi í gær. Taldi hann frumvarpið illa unnið og bæri að vísa því aftur til ríkis- stjórnarinnar. Sagði Guðni að frumvarpið stefndi til frekari miðstýringar í stað þess frelsis sem ríkisstjórnin boðaði með samþykkt þess. Minnti Guðni á í þessu sambandi að félagsmálaráðherra hefði einhliða tekið ákvörðun um útsvarsprós- entu og því væri engin ástæða til að efla völd félagsmálaráðherra frekar. Ljóst væri orðið að stóru sveitarfélögin réðu orðið öllu um afstöðu Sambands íslenskra sveit- arfélaga, en smærri sveitarfélögin stæðu varnarlaus á meðan allt kapp væri lagt á að þvinga þau til sameiningar. Þingmaðurinn sagði að skuld- askil ríkissjóðs við sveitarfélögin á lögbundnum framlögum væru til skammar og mörkuðum tekju- stofnum væri ítrekað rænt í ríkis- sjóð. Til dæmis mætti nefna að skerðingin á félagsheimilasjóð, sem fengi sínar tekjur af skemmt- anaskatti, hefði verið 56% árið 1987. Guðni sagði að Albert Guð- mundsson hefði þó gengið lengst í skerðingunni meðan hann var fjármálaráðherra en þá hefði 76% af tekjum félagsheimilasjóðs runn- ið í ríkiskassann. Félagsheimila- sjóð yrði að trcysta en ekki varpa honum fyrir róða. Þá lýsti Guðni áhyggjum sfnum með þá útreið sem Iþróttasjóður fcngi og taldi að með þessu væru íþróttalögin frá 1940 ónýt. Þingmaðurinn gagnrýndi mörg fleiri atriði frumvarpsins og sagði að þar væri engin heildarstefnu- mörkun í verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga boðuð, reglugerðir eða drög að þeim vantaði frá ráðherra um dreifingu kostnaðar til sveitarfélaga o.s.frv. Formanni félagsmálanefndar neðri deildar Alexander Stefáns- syni gafst ekki tími til að svara þeirri gagnrýni sem fram hafði komið því fundi var frcstað vegna þingflokksfunda. Hann furðaði sig á að hvorugur þeirra ráðherra, sem að rnálinu stæðu, þau Þorsteinn Pálsson forsætisráðhcrra og Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra væru viðstaddir um- ræðuna. Enn athyglisverðara væri í Ijósi fyrri umræðna að cngin stjórnarandstæðinga hefði krafist að þessi ráðherrar væru viðstaddir. Hann minnti á að hann hcfði gagnrýnt lélega kynningu á frum- varpinu meðal hagsmunaaðila við fyrstu umræðu málsins sncmma í desember. Breytingar til bóta hefðu þó náðst, því verja ætti 450 m.kr. á næstu 4 árum til að gera upp skuldir ríkissjóðs vegna fram- kvæmda í sveitarfélögum. Hins vegar væri þetta áratugagamalt mál, sem hefði verið í mikilli og stöðugri umræðu. Hver einasta sveitarstjórn kynnt sér tillögur verkaskiptinganefndanna tveggja á sl. ári, en frumvarpið væri beint úr þeirn tillögum. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu margir frumvarpið. Ólí Þ. Guðbjartsson sagði að kynna hefði átt öllum sveitarfélögum frumvarp- ið. Þá gengi þetta frumvarp gegn hagsmunum sveitarfélaga og væri í raun í mótsögn við yfirlýst mark- mið þess. að gera stjórn mála skilvirkari og einfaldari. Frumvarpiö verður aftur tekið fyrir hjá félagsmálancfnd milli ann- arrar og þriöju umræðu, en síðan á það cftir að fara fyrir efri dcild. þannig að fullvíst er að það verður ekki afgreitt fyrir þinghléið, scm hefst líklegast um næstu helgi. Allt kapp er lagt á að afgreiða lánsfjárlög fyrir árið 1988, en vonir stóðu til að það yrði afgreitt úr ncfnd fyrir hádegi í dag. ÞÆÓ Landlæknir segir þau 3 mál sem verið er að kanna vegna reikningsskila lækna ekki til komin vegna breytts eftirlits: Ekki aeilt um reikn- ingsnald lækna „Það er litlu við grein mína í fréttabréfi lækna um þagnarskyldu heilbrigðisstéttarinnar að bæta, en það virðist vera áhugi fyrir því að fara ekki að lögum í þessu máli. Tveir hagsmunaaðilar gerðu með sér samning um að fulltrúar þeirra eigi óheftan aðgang að sjúklingabók- haldi. Það stangast á við lög,“ sagði Ólafur Ólafsson, landlæknir, í gær. Hann hefur verið erlendis að undan- förnu, en ritaði grein í Læknablaðið, fréttabréf lækna, sem hefur valdið talsverðu fjaðrafoki. Ólafur Ólafs- son óttast að í framhaldi af samningi Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags íslands verði trúnaðar- brestur milli lækna og þeirra sem leita til þeirra. Ef fallast eigi á samninginn verður Alþingi að breyta sínum lögum um þagnarskyldu lækna, sagði Ólafur. „Um þetta snýst deilan. Hún snýst ekki um að fara ofan í reikningshald lækna. Það hefur alltaf verið gert.“ Þrjú mál varðandi reikningsskil lækna eru til rannsóknar nú og nefndi landlæknir að það væri af- rakstur hins venjubundna eftirlits, sem alltaf hefur verið og reynst ágætlega. Breyting á því eftirliti vegur ekki upp á móti þeim hliðar- verkunum sem hinn nýgerði samn- ingur veldur, sem þegur hefur tekið gildi. Hvort læknar yrðu að hlíta þeim samningi svaraði Ólafur, að læknar yrðu líkt og aðrir að fara að landslögum. „Deilan snýst um hvort tveir hagsmunaaðilar geti gert með sér samning sem veitir þeim óheftan aðgang að sjúklingabókhaldi cða ekki.“ Frumvarp til læknalaga cr á dagskrá Alþingis. Þar eru cngar breytingar á lögum um þagnarskyldu nefndar. „Síður en svo. Við teljum að á tölvuöld sé síst ástæða til að rýmka eitthvað lögin um þagnar- skyldu. Það er frekar ástæða til að herða þau. En í frumvarpinu eru þau óbreytt. Menn hafa verið að tala um það að viðkomandi tryggingalæknir, sem fengi að skoða sjúklingabókhaldið, sé einnig undir þagnarskyldu og að það veiti honum heimild til að fara yfir gögn annarra. Það cr náttúrlega alveg út í hött. Ef þetta ákvæði gildir þýðir það í raun og veru að læknir verður að segja sjúklingi að allt sem hann segi og fer í sjúkraskrá geti farið fyrir eftirlitsnefnd. “ Landlæknir sagði að hugsanlega gæti einhver óskað eftir úrskurði dómara vegna þessa máls, en hann sæi ekki að landlæknisemb- ættið sem slíkt hefði ástæðu til þess. „Það yrði að vcra einhver annar. Alþingi verður að eiga síðasta orðið í þessu." þj Ólafur Ólafsson, landlæknir. Minningarskjöldur um Hreðavatnshjón Minningarskjöldur um hjónin að i- , 7——„ • .. Hreðavatni í Norðurárdal, Sigur- laugu Daníelsdóttur og Kristján Gestsson, var fyrir nokkru afhjúpað- ur við heimreiðina að Samvinnu- skólanum á Bifröst. Skjöldurinn er þakklætisvottur fyrir land Sam- vinnuskólans er erfingjar þeirra hjóna gáfu Samvinnuskólanum fyrir nokkrum árum. Skjöldurinn er mótaður eftir birki- laufi sem tekið var á skólalóðinni sl. sumar og var honum komið fyrir á hraunkletti einum sem skagar fram í heimreiðinni eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Um leið vitna lögun og staður skjaldarins um ást þeirra hjóna á landinu sem skólanum var gefið í minningu þeirra og um fegurð þess. Nýjar reglur um Staðlaráð íslands: Byggingarstaðlaráði hleypt af stokkunum í lok mánaðarins, nánar tiltekið 29. janúar kl. 10.00 í húsakynnum Iðntæknistofnunar íslands, verður stofnað svokallað Byggingarstaðla- ráð sem ætlað er að vera vettvangur stöðlunar í byggingariðnaði. Ráðið mun starfa samkvæmt nýsettum reglum um Staðlaráð fslands. Til þessa hefur stjórn Iðntækni- stofnunar fslands samþykkt staðla og numið þá úr gildi. Auk þessarar tilfærslu, eða skipulagsbreytingar, hefur ríkis- stjórnin ákveðið að fsland gerist aðili að CEN og CENELEC, sent er samstarfsvettvangur V-Evrópu- ríkja um stöðlun. Þetta hefur í för með sér fjölgun á útgáfu staðla, en jafnframt fá íslendingar tækifæri til að fylgjast með og hafa áhrif á gerð staðla. Þeir sem hafa áhuga á að gerast aðilar að Byggingarstaðlaráðinu, og ekki hefur áður verið haft samband við, er bent á að snúa sér til Jóhannesar Þorsteinssonar, deildarstjóra Staðladeildar Iðn- tæknistofnunar í síma 687000, fyrir 15. janúar n.k. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.