Tíminn - 12.01.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.01.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. janúar 1988 Timinn 5 Deila sláturleyfishafa og ríkis harðnar. Ólafur Friðriksson, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, segir að vegna afstöðu ríkis séu: SLATURLEYFISHAFAR SETTIR í FJÁRÞROT Það verður ekki annað séð en að staðan í þrátefli ríkis og sláturleyfis- hafa um fjárinneignir þeirra sfðar- ncfndu sé hraunföst sem stendur. Sláturlcyfishafar telja að ríkið lúri á um 530 milljónum króna, sem þeir hafi þegar átt að fá greiddar. Ráðu- neytismcnn viðurkenna ekki þessa tölu og telja hana allt of háa. Slátur- leyfishafar hafa krafist að fullu upp- gjöri við þá, vegna framleiðslu sauð- fjárafurða s.l. haust, veröi lokið í þessum mánuði. Þcir krefjast þess einnig að nú þegar verði ákveðin endurgreiðsla vaxta- og geymslu- kostnaðar vegna framleiðslu 1987. Einnig leggja sláturleyfishafar á það áherslu að slátur- og heildsölukostn- aður vegna framlciðslu 1987, verði leiðréttur áður en verðhækkanir birgða kindakjöts koma til útborg- unar. í dag verður fundur þriggja manna nefndar, sem skipuð var í sfðustu viku til að sætta sjónarmiðin og finna á þeim lausn. Einnig er í dag áætlaður stjórnarfundur í Lands- sambandi sláturleyfishafa þar sem þessi mál öll verða reifuð. Viðtöl við fulltrúa ríkis og slátur- leyfishafa staðfesta það hyldjúp sem er milli sjónarmiða málsaðila. Ólafur Friðriksson, kaupfélags- stjóri á Sauðárkróki, segir að stað- reynd málsins sé sú að ríkisgeirinn telji sig ekki geta staðið við gcrða samninga. „Ríkið er að setja greiðslufjárstöðu sláturleyfishafa í hnút. Yfir sláturleyfishöfum er lagaákvæði um að grciða fram- leiðendum andvirði vörunnar, burt- séð frá því hvort ríkið stendur við sitt eða ekki. Við erum sem sagt klemmdir milli framlciðenda og ríkisins," sagði Ólafur. Hann segir mikilvægt að menn gleymi því ekki að sláturleyfishafar þurfi að standa undir vaxtakostnaði af 530 milljón- um sem ríkið skuldi þeim. Ólafur sagði að greinilega væri ákveðin áherslubreyting í stjórn- kerfinu hvað varðaði málefni land- búnaðarins. „Landbúnaðurinn á undir högg að sækja og ég hygg að orsök vandans sé sú að landbúnaðar- og fjármálayfirvöld hafi vanmetið Reykjavík: Kvef algengt í nóvember Kvef og iðrakvef er efst á lista borgarlæknis yfir farsóttir sem geis- uðu í nóvember sl. Kvef og aðrar veirusýkingar í efri loftvegum hlutu 1028 í þeim mánuði og voru lang- flestir. Næst í röðinni eru 82 sem fengu iðrakvef (veirusýkingu í þörmum). Farsóttaskrá borgarlækn- is er byggð á skýrslum sjö lækna og Læknavaktarinnar sf. Næst á eftir iðrakvefi kemur smitnæm þvagrásarbólga, betur þekkt undir heitinu clamydia. Af henni uppgötvaðist 51 tilvik í nóv- ember. Því næst er lungnabólga algengust, 43, skarlatssótt, 25, og inflúensa, 16. Tólf komu til læknis vegna lekanda og ellefu vegna hlaupabólu. Færri fengu cinkirn- ingasótt, kíghósta, hettusótt, maura- kláða, lúsasmit, þ.m.t. flatlús, en þó 26 samtals. Enginn virðist hafa fengið mis- linga, rauða hunda, matareitrun eða sárasótt og er hin síðastnefnda cini kynsjúkdómurinn á lista borgar- læknis sem ekki kom upp í mánuðin- um. þj fjármagnsþörf hans. Þau hafagreini- lcga notað fjármuni sem ætlaðir voru í vaxta- og geymslugjald, og áttu að greiðast til sláturleyfishafa, til niðurgreiðslna. Þetta eru redding- ar út og suður og hrein fjármagnstil- færsla. Þetta dæmi getur ckki gengið upp. Við sláturleyfishafar erum stopp og það virðist vera markviss stefna ríkisstjórnarinnar að setja okkur á hausinn." Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í Landbúnaðarráðuneyt- inu, sagði í samtali viö Tímann að í lok hvers árs væri reynt að Ijúka þeim greiðslum sem unnt væri miðað við veittar fjárveitingar. Á nýju ári væri hinsvcgar miðað við nýjar fjár- veitingar. Guðmundur sagði að þeir ráðuneytismenn teldu 530 milljón króna tölu sláturleyfishafa of háa. „Það cru margir liðir í þessu dæmi mjög ofrciknaðir hjá sláturleyfishöf- um.“ Guðmundur lét þcss getið að inn í þessu heildardæmi sláturleyfis- hafa væri um 40-50 milljónir króna í vaxta- og geymslukostnað vegna út- flutnings, scm nýlega hefðu verið greiddar. Hann sagði að lokaupp- gjör á þessum lið ætti að liggja fyrir eftir viku til hálfan mánuð. „Þá er þetta ekki spurning um áætlanir, heldur niðurstöður," sagði Guð- mundur. Þessi deila ríkis og sláturleyfishafa og áður sauðfjárbænda og sláturleyf- ishafa, leiðir hugann að því hvort ekki sé full nauðsyn á uppstokkun á núgildandi greiðslukerfi. Guðmundur Sigþórsson sagði að síðasta ár væri um margt óvenjulegt því aldrei hafi þurft jafn rnikla fjármuni til útflutningsbóta fyrir sauðfjárafurðir og s.l. ár. Þetta hafi stafað af fækkuti fjár vegna riðunið- urskuröar og samdráttaraðgerða. Hann minnti á að birgðir hefðu vcrið miklu meiri í fyrra en s.l. haust og í byrjun desember hefði birgðastaðan veriö mun betri en undanfarin ár. Sláturleyfishafar ályktuðu um þetta mál á fundi á Egilsstöðum um s.l. helgi. Þar er þcss krafist að gerð verði heildaráætlun um sölu kinda- kjöts af framleiðslu 1987 og stefnt verði að því að birgðir í upphafi næsta árs verði í jafnvægi. Sláturleyf- ishafar vilja að afurða- og rekstrar- lán landbúnaðarins verði aftur færð til Seðlabanka, þannig að ölluni veröi tryggöur jafn aðgangur að þessum lánum. Einnig er lögð áhersla á gerð heildarsamnings við sláturleyfishafa um sölu og sölumeð- ferð afurða fyrir afurðaáriö 1988, og gerð þess samnings verði lokið eigi síöar en 15. ágúst n.k. óþh Ólafur Friðriksson, kaupfélagsstjóri á Sauöárkróki. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför Kristjáns Guðjónssonar, Ferjubakka II Guð blessl ykkur öll. Slgrlður Halldórsdóttlr Slgrún Krlstjánsdóttlr Jón Atll Gunnlaugsson Slgríður Inga Krlstjánsdóttlr ÞórólfurSvelnsson Guðrún Krlstjánsdóttlr Ellas Jóhannesson Kristján Jónsson Hjálmar Jónsson UnnurÞórólfsdóttlr Svelnn Þórólfsson Unnstelnn Elfasson Slgrún Elfasdóttlr + Faðir okkar Ingólfur Helgason Höföabrekku 16 Húsavlk andaðist I Sjúkrahúsí Húsavlkur laugardaginn 9. janúar Helga Ingólfsdóttir Guðrún Ingólfsdóttlr Þorbjörg Ingólfsdóttlr Halldór Ingólfsson Hjartanlega þakka óg öllum þeim, sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 23. desember sl. með heimsóknum, gjöfum og skeytum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur framtíðina. Lifið heil. Þorlákur Jónsson, Grettisgötu 6 A Bflbeltin hafabjai’gað Uar**” Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgarar, f.h. Hafn- arstjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: 1. Kleppsbakki - lenging Gerð hafnarbakka Verkið er fólgið í rekstri á stálþili í 141 m langan bakka og 23 m langan gafl, bindingu og stögum þils og fyllingu bak við þil. Helstu magntölur: 1. Reksturs stálþils alls 165 m. 2. Uppsetningu stagbita. 3. Uppsetning akkerisstaga og akkerisplatna, 86 stk. 4. Fylling: 24.000 m3 2. Kleppsbakki - lenging Kantbiti og kranabraut Verkið er fólgið í rekstri á steyptum staurum undir kranabraut, byggingu kranabrautar og kants á hafnarbakka, uppsetningu kranaspora, lagningu vatns- og frárennslislagna svo og lagning ídráttarröra fyrir raflagnir. Helstu magntölur: 1. Rekstur á steyptum staurum, lengd 12- 17 m, alls 123 stk. 2. Mótafletir 2200 m2. 3. Steypumagn 800 m3. 4. Járnmagn 80 tonn. 5. Regnvatnslögn 500 m. 6. Vatnslagnir 150 m. 7. (dráttarrör 1000 m. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 15.000,- skila- tryggingu fyrir hvort verk um sig. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 26. janúar 1983, kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirk|uv«gi 3 — Sími 2S800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.