Tíminn - 12.01.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.01.1988, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 12. janúar 1988 Tíminn 13 FRÉTTAYFIRLIT PEKÍNG — Mikhail Gorbat- sjov Sovétleiötogi hefur hvatt til þess aö leiðtogar Sovétríkj- anna og Kína haldi meö sér fund. Ekki er talið líklegt aö Kínverjar fallist á slíkan fund alveg á næstunni, sem yrði sá fyrsti í 29 ár, þótt samskipti ríkjanna hafi vissulega batnaö. Helsti Þrándur í Götu slíks fundar er krafa Kínverja aö Sovétmenn þrýsti á Víetnama aö draga herlio sitt frá Kamp- útseu. KAMPALA — Stjórnarer- indreki frá Líbýu lést og fimm manns slösuðust þegar lítil sprengja sprakk í skrifstofu- byggingu í Kampala, höfuö- borg Úganda. Sendiráö Líbýu- manna og Frakka voru til húsa í byggingu þessari og franskur menningarfulltrúi var meöal þeirra sem slösuðust. MOSKVA — Pravda, dag- blað sovéska kommúnista- flokksins, sagöi aö sovéskir herir gætu hafiö brottför sína frá Afganistan þann 1. maí ef stjórnir Pakistans og Afganist- ans kæmust aö samkomulagi í upphafi marsmánaöar. MOSKVA — T ass fréttastof- an sagöi aö Sovétmenn n.yndu taka þátt í Ólympíuleikunum í Seoul síöar á þessu ári. ÚTLÖND Franskir hægrimenn krefjast dauðadóms yfir hryðjuverkamönnum. Nú er réttað í máli 22 manna sem allir eru sakaðir um að vera meðlimir eða hafa aðstoðað borgaraskæruliðahópinn Action Directe. Frakkland: Á Spáni: Prestur skaut syrgjanda Spænskur prestur kom fyrir rétt í gær í bænum Orense á norðvestur Spáni. Hann er sakaður um að hafa skotið mann í fótinn sem var viðstaddur útför er presturinn stjórnaði. Eladio Blanco heitir prestur þessi og fann lögreglan tíu byssur heima hjá honum eftir að hann hafði skotið á syrgjandann. Blanco mun hafa misst stjórn á skapi sínu, rifið upp skammbyssu og látið vaða á syrgjandann eftir að hafa rifist við hann um það hvort hann ætti að fylgja kistunni út í kirkjugaröinn. Presturinn hafði messað við athöfnina í kirkjunni og þótti það víst alveg nóg. Vcrjendur Blancos segja að hann hafi átt við gcðræn vandamál að stríða þegar atburður þessi átti sér stað á síðasta ári. hb meðlimum Action Directe HAMBORG — Vestur-þýsk kona sem grunuö er um aö hafa komiö fyrir sprengju á skemmtistaö í Vestur-Berlín áriö 1986 hefur veriö handtek- in. Sprengingin á skemmti- staönum, þar sem bandarískir hermenn voru tíöir gestir, leiddi til loftárása Bandarikjamanna á Líbýu. LUNDÚNIR — Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu í veröi og Bandaríkjadalur einn- ig. Fésýslumenn virtust tauga- óstyrkir og seldu stíft en seöla- bankar keyptu bandaríska gjaldmiöilinn til aö verja hann frá of mikilli lækkun. JERÚSALEM — ísraelskur maður skaut einn Palestínu- mann til bana og særöi annan eftir að hópur haföi gert aösúg aö honum og grýtt bifreiö hans. Atburður þessi átti sér staö á Vesturbakkanum. Þá er vitað um að minnsta kosti 32 Palest- ínumenn sem látist hafa síðan nýjustu mótmæli þeirra gegn yfirráðum ísraelsmanna á her- teknu svæðunum, Vesturbakk- anum og Gazasvæðinu, hófust þann 9. desember. BAHREIN - Irakar röskuöu ró síöustu tíu daga í gær þegar herþotur þeirra geröu árásir á írönsk olíuflutninga- skip. Þessar loftárásir minnk- uöu vonir manna um aö tilraun- ir Sýrlendinga til aö minnka spennuna í Persaflóastríðinu bæru árangur. Fyrstu pólitísku fjöldaréttarhöld- in í Frakklandi síðan eftir stríð hófust í gær yfir 22 mönnuni sem grunaðir eru um að tilheyra hinum vinstrisinnaða borgaraskærulið- ahópi Action Directe. Allir mennirnir eru sakaðir um pólitískt samsæri gegn franska ríkinu fyrir að hjálpa eða tilheyra Action Directe. Þessi hópur hefur lýst átta aftökum og meira en áttatíu öðrum árásum á hendur sér síðan hann var stofnaður árið 1979. Mikil öryggisgæsla var í kringum dómshúsið í miðborg Parísar þar sem réttarhöldin fara fram, svo mikii að annað eins hefur ekki þekkst. Vopnaðir lögreglumenn voru á verði með hunda og upp á þökum var fylgst með öllu umhverfinu. Inn í réttarsalnum voru sakborningarnir hafði í skotheldu búri scm sérstak- lega var byggt fyrir rétarhöldin. Nokkra athygli vakti að fjórir helstu sakborningarnir, allir grunað- ir um að vera leiðtogar samtakanna, mættu í dómshúsið. Þeir hafa verið í hungurverkfalli í frönsku fangelsi síðan 1. desember og var búist við að þeir myndu neita að mæta. „Það mætti halda að við værum í Chilc," hrópaði Regis Schleicher einn sakborninganna þegar komið var með fjórmenningana inn í réttar- salinn. Þeirra á meðal var kona Schleichers Joelle Aubron en hinir þrír voru Nathalie Menigon og tveir karlmenn, Jean-Marc Rouillan og Georges Cipriani. Fjórmennin- garnir voru handteknir í febrúar fyrir tæpu ári eftir árás lögreglunnar á afskekkt bóndabýli og töldu margir að það hefði nánast gert út af við samtökin. Lögreglan telur þó að Action Directe tengist Rauðu herdeildinni vestur-þýsku og borgaraskæruliðum kommúnista í Belgíu og óttast sumir að þrátt fyrir að leiðtogar franska hópsins og mcirihluti félaganna séu á bak við lás og slá, séu enn nokkrir eftirsem vinni að því aðendurskipu- leggja samtökin með hjálp frá borg- araskæruliðahópum (eða því sem eftir er af þeim) í Vcstur-Evrópu. Meðal þeirra átján scm auk fjór- menninganna ciga dóm yfir höfði sér er hin 57 ára gamla Helyete Besse, þckkt undir nafninu „La Mamma". Hún er sökuö um að hafa notað bókabúð sína í París til að styðja viö samtökin. Action Directc stóðu meðal ann- ars fyrir morðinu á Georges Besse, yfirmanni franska bílafyrirtækisins Renault. hb Sovétmenn segjast ekki hafa neitt að fela innan sænskrar landhelgi: „Varpið sprengjum á okkur fyrir alla Sovéskur hershöfðingi, sem nú er í Svíþjóð vegna komu Nikolai Ryz- hkov forsætisráðherra til landsins, sagði um helgina að sænski sjóherinn mætti alveg varpa sprengjum á það sem þeir héldu að væru sovéskir kafbátar að njósnum innan landhelgi Svía. Hann fullyrti að Svíarnir myndu ekki finna neitt ofan í sjónum, alltjent ekki sovéska kaf- báta. „Varpið sprengjum á okkur fyrir alla muni. Við höfum ekki veriö innan lögsögu ykkar og erum þar ekki núna,“ sagði Nikolai Chervov í viðtali við sænska sjónvarpið. Chervov er yfirmaður afvopnun- ardeildar sovéska hcrsins og ávarp- aði ráðstefnu um sovésk málefni er haldin var í Stokkhólmi uni helgina. 1 gær kom svo Nikolgi Ryzhkov forsætisráðherra Sovétríkjanna f op- inbera heimsókn til Svíþjóðar þar sem hann mun ræða við sænsk yfirvöld um leiðir til að ná sáttum í nítján ára gamalli deilu er snýst um lögsögu yfir hafsvæðinu austur af Gotlandi. Ingvar Carlsson forsætisráðherra tók á móti Ryzhkov og konu hans Lyudmilu þegar þau komu til Ar- landa flugvallarins norðan við Stokkhólm í gærmorgun. Forsætis- ráðherrarnir tveir héldu strax til viðræðna um hvernig eigi að skipta hinu 8.500 fermílna hafsvæði milli Gotlands og strandar sovéska lýð- veldisins Lettlands. Ryzhkov veröur í Svíþjóð fram á fimmtudag en þá heldur hann yfir landamærin til Noregs. Samkvæmt sænskum heimildum hefur Sovétmönnum verið boðin yfirráð yfir 25% af þessu hafsvæði í Eystrasaltinu en sænsk blöð birtu muni“ fréttir þess cfnis í gær að þeir vildu ráða yfir 30% hafsvæðisins. Almenningur í Svíþjóð virðist ekki vera hrifinn af því að gefa eftir í samningum við Sovétmenn í þessu máli og spila þar sjálfsagt inn í fréttir um að að minnsta kosti þrjátíu óþekktir kafbátar hafi siglt óboðnir um í sænskri landhelgi síðasta sumar og haust. Carlsson og stjórn hans hafa einnig tekið upp harða stefnu í kafbátamálinu og í síðasta mánuði skipaði forsætisráðherrann fyrir að í stað þess að reyna að neyða óþekkta kafbáta upp á yfirborðið yrði þeim sökkt. Víst er að þetta mál á eftir að bera á góma á fundum Ryzhkovs og Carlssonar í tengslum við samninga- viðræðurnar um hið umdeilda haf- svæði. hb Hinn fullkomni þjófnaður Bíræfnir þjófar í borginni Co- ventry í miðlöndum Englands hafa Íagt ritfangaverksmiðju þar í borg í einelti og stolið úr henni sjö sinnum á síðustu níu vikum. Þeir frömdu svo hinn fullkomna þjófnað á dögunum þegar þeir stálu sjálfu þjófavarnarkerfinu úr verksmiðjunni. Þjófarnir virtust hafa áhuga á tækniútbúnaði ýmiskonar, stálu símum, símaleiðslum og loksins sjálfu þjófavarnarkerfinu eins og það lagði sig. Forsvarsmaður verksmiðjunn- ar var að sjálfsögðu sár út í þjófana en skopskynið missti hann ekki og sagði við fréttamenn að illvirkjarnir hefðu örugglega þurft að nota þjófavarnarkerfið til að gæta þeirra hluta sem þeir hefðu stolið á síðustu vikum. Þeir hlutir eru andvirði um sex hundr- uð þúsund íslenskra króna. hb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.