Tíminn - 12.01.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.01.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn jiðjudagur 12. janúar 1988 segir Jackie og brosir blítt. Við vorum svo þakklát. Um kaffileytið síðdegis bað hún um að sjá börnin og var ekið til þeirra, þar sem hún fékk að halda á Jemmu andartak. Ég trúði varla að svona lítið og fallegt barn gæti verið mitt eigið. Telpurnar þrifust vel og foreldr- arnir lærðu smátt og smátt að annast þær ein. Þó ókunnugum finnist þær nákvæmlega eins, segja Jackie og Philip að þær hafi haft hvor sinn persónuleikann frá því fyrsta. Jemma er prakkarinn, segir Jackie og hlær. Jodie er róleg, miklu meiri dama. Tíu dögum eftir fæðinguna kom Jackie ein heim, en telpurnar ekki fyrr en um miðjan júlí, með tveggja daga bili. Auðvitað var lífið ekki eingöngu ánægja, vandamál komu vissulega upp. Jodie hafði maga- krampa í fimm mánuði og þær þyngdust hægt. En við vorum full- vissuð um að þær væru báðar hraust- ar og fullkomlega heilbrigðar, svo ég hætti að hafa áhyggjur, segir Jackie. Þær fóru að skríða um sjö mánaða aldur, en Jemma hefur alltaf verið örlítið fyrri til með allt. Þegar þær fóru að tala, sögðu báðar „mamma“ á undan „pabba“. Pað þrengdist fljótt í litlu íbúð- inni, þegar börnin stækkuðu. Fyrir atbeina félagssamtaka fatlaðra og velvilja hverfisstjómar í Greenwich, var þeim gert kleift að eignast sér- hannaða einbýlishúsið. f bamaher- berginu em tvö lítil rúm, sem Philip hefur gert þannig úr garði, að Jackie getur tekið börnin upp úr þeim sjálf úr hjólastólnum. Nú reynir hún eftir megni að gera allt sem aðrar mæður gera, en vissu- lega hlýtur fötlun hennar að setja henni skorður og meira að segja heilbrigðar tvíburamæður þarfnast iðulega aðstoðar. Allt sem ég þráði, var að eignast börnin, segir Jackie. Ég vil segja öllum í minni aðstöðu, að ef maður þráir eitthvað nógu heitt, getur mað- ur gert það. Við erum bæði vilja- sterkar manneskjur og ætlum að ala dætur okkar upp sjálf, rétt eins og aðrir foreldrar. Ekkert í heiminum getur stöðvað okkur, hvað sem það kann að verða erfitt. Jackie virðist ekki hafa gert sér ljóst, að hún er afar sérstæð mann- eskja. Tvöföld vandræði og tvöföld sæla, er orðtak þeirra hjóna og þau njóta sælunnar svo sannarlega. FÓLK Allt sem ég þráði var að eignast barn - segir Jackie Parkinson, sem fæddist með klofinn hrygg og hefur verið í hjólastól alla ævi. Hún gekk með og fæddi heilbrigða tvíbura. Tvær litlar hnátur, nauðalíkar að sjá, sitja hlið við hlið í tvöföldu kerrunni, klæddar matrósakjólum og nægja alveg einar sér til að vekja athygli hvers sem er. Hins vegar eru það foreldrar þeirra sem fá alla athyglina, þegar fjölskyldan bregður sér í gönguferð. Tvíburarnir Jemma og Jodie eru nefnilega ekki einar um að sitja á ferðalaginu, því Jackie móðir þeirra ýtir kerrunni úr hjólastól sínum og faðirinn Philip ýtir stól konu sinnar. Þau búa í sunnanverðri London og skreppa iðulega í verslanirnar í kring. Petta er vægast sagt sérstök fjöl- skylda. Jackie, sem er28 ára, fæddist með klofinn hrygg og hefur alla tíð verið bundin við hjólastól. Þó Philip, sem er afskaplega grannvaxinn, líti út fyrir að vera heilbrigður, þjáist hann af flogaveiki. Það að þau skyldu vinna slíkan bug á sjúkdóm- um sínum, að þau treystu sér til að giftast og lifa eðlilegu fjölskyldulífi, er svo sem nógu sérstætt. Hitt að Jackie skyldi ganga með og fæða heilbrigða tvíbura, er nánast krafta- verk. um, segir hann. Hún kom með eitt þeirra til mín og sýndi mér. Síðan spjölluðum við gjarnan saman. Þau fóru að hittast reglulega og ekki leið á löngu þar til fólk fór að kannast við skeggjaða, unga manninn, sem ók hinni laglegu, hrokkinhærðu vinkonu sinni í hjóla- stól um nágrennið. Foreldrar þeirra glöddust innilega yfir vináttunni. Jackie og Philip giftu sig og fluttu inn í litla íbúð, sem breytt hafði verið til að koma hjóla- stól Jackie sem best að. Allt frá upphafi vonuðust þau til að eignast barn. Við gerðum þó ekki ráð fyrir að það yrði svona fljótt, segir Jackie brosandi. Aðeins tveimur mánuðum eftir brúðkaupið uppgötvaði hún, þeim báðum til ómældrar gleði að hún var ófrísk. Læknarnir voru þó ekki jafn ánægðir, þegar hún kom til skoðun- ar. Hún gekkst undir allt þetta venjulega og var einnig spurð, hvort tvíburar væru í fjölskyldum þeirra.’ okkur fannst við vera helmingi heppnari en aðrir fyrir vikið. Jackie varð að hætta að vinna svo að segja strax og þá ákvað Philip að vera líka heima og hugsa um konu sína, hann vildi ekki taka nokkra minnstu áhættu með að ilJa færi. Jackie féllst á að láta taka legvatnssýni. Komi í Ijós að fóstrið sé með ágalla, til dæmis klofinn hrygg, er móður- inni venjulega boðin fóstureyðing. Okkur létti óskaplega, þegar okk- ur var sagt að bæði börnin væru með eðlilegan hrygg, segir Jackie. Ég hélt nokkra stund aftur af mér með að spyrja um kynin, en loks varð forvitnin yfirsterkari, bætir hún hlæj- andi við. Ég var í alsælu, því ég hafði alltaf viljað eignast dóttur og stór- kostlegt yrði að fá tvær í einu. Eftir hálfan sjöunda mánuð fór Jackie aftur í sónar og gat þá séð með eigin augum, að bæði börnin voru rétt sköpuð. Þá var hún orðin allsver og leið illa. Þrýstingurinn á hrygginn olli því að hún gat lítið hreyft sig og Philip átti æ erfiðara Um það bil tvö af hverjum þúsund fæddum börnum eru með klofinn hrygg og er sjúkdómurinn mismun- andi slæmur. Því miður er Jackie eitt af verstu tilfellunum. Þegar hún fæddist, var engin húð yfir hrygg hennar neðan við mitti, aðeins gap- andi „sár“ og mænan lá ber, þar sem hryggsúlan var ófullkomin. Taugar sem áttu að stjórna hreyfingum neðri hluta líkamans voru ekki til staðar, þannig að Jackie hefur alla tíð verið lömuð. Auðvitað eyddi hún mörgum fyrstu árum ævi sinnar á sjúkrahúsi og gekkst undir ótal skurðaðgerðir til að gera við opið á bakinu. Þrátt fyrir það er bak hennar enn bogið, veikt og afskaplega viðkvæmt. Þó ekki væri nein læknisfræðileg ástæða fyrir að Jackie gæti ekki orðið ófrísk, var slíkt talið geta orsakað svo mikið álag, að ástand hennar myndi versna til muna. Hins vegar telur Jackie ekkert merkilegt þó hún eltist við fjörugu tvíburana sína um sérhannaða, rúmgóða einbýlishúsið, lagi til eftir þá, útbúi mat, skipti um bleiur og skreppi út með þá, rétt eins og hver önnur ntóðir. Ég veit að ég er mikið fötluð, segir hún ósköp blátt áfram. Einmitt þess vegna verður maður að læra að takast á við hvern vanda um leið og hann skýtur upp kollinum. Þegar ég var lítil, ákvað ég að láta fötlunina ekki koma í veg fyrir að ég lifði sem eðlilegustu lífi og gerði það sem mig langaði til. Vissulega veldur þetta óþægindum, þó ekki sé nema að þurfa alltaf að ganga með sérstakan poka, sem þvagið safnast í. Jackie var enn í grunnskóla, þegar hún vissi, að hún yrði einhverntíma ástfangin og hún ætlaði að eignast fjölskyldu, rétt eins og heilbrigðar vinkonur hennar. Ég hef alltaf elsk- að böm, segir hún. Auðvitað ætlaði ég mér alltaf að verða móðir. Hún lauk grunnskólanum 16 ára, fór á námskeið í hraðritun og vélrit- un og hóf störf á vernduðum vinnu- stað fyrir líkamlega fatlað fólk. Þar kynntist hún Philip, sem vann við sama færibandið. Ég horfði mikið á hann, viðurkennir hún. Hann virtist svo notalegur, hæglátur náungi og slíkt kann ég vel að meta. Þar sem ég er mjög feimin, leið samt nokkur tími þar til ég herti upp hugann og ávarpaði hann. Þá hlær Philip. Jackie dundaði við að búa til leikfangadýr í kaffitíman- Fjölskyldan í gönguferð. Philip er flogaveikur, en lætur það ekki koma í veg fyrir að hann ýti öllum stúlkun- um sínum áfram. Ég svaraði neitandi, en það varekki fyrr en eftir að telpurnar fæddust, að ég var frædd um að tvíburar eru í báðum fjölskyldum okkar. Rétt eins og tíðkast, fór Jackie í sónarskoðun og þá var henni sagt að vera viðbúin því að eignast tvíbura. Jackie gerði sér ljósa áhættuna við að ganga með bam. Meðgangan yrði henni afar erfið og fjórðungslíkur voru á að bamið fæddist einnig með klofinn hrygg. Væri um tvíbura að ræða, jukust líkumar um helming. En ekkert megnaði að varpa skugga á sælu ungu hjónanna. Philip rifjar þetta upp. Við hugs- uðum auðvitað ekki um annað á leiðinni heim og öðm hvom datt upp úr okkur: Tvíburar, tvfburar. Én með að hjálpa henni. Hann hafði þá tekið að sér heimilisstörfin með aðstoð húshjálpar. Það versta fyrir Jackie var að geta ekki lengur ekið litla, bláa bílnum sínum, sem gaf henni svo mikið svigrúm. Hún er enn ekki farin að aka aftur, þegar þetta er skrifað. Eftir sjötta mánuð var henni ráð- lagt að liggja á sjúkrahúsinu það sem eftir væri meðgöngunnar. Mér var sama, segir hún, ef það þýddi að allt yrði í lagi með bömin. Stundum var ég þó langt niðri. Philip var stórkost- legur og heimsótti mig á hverjum einasta degi. Eitt kvöldið var ég þó svo leið, þegar hann var farinn, að þau hringdu og báðu hann að koma aftur. Vonast hafði verið til að Jackie gæti fætt á eðlilegan hatt, en þá kom í ljós, að grindin var allt of þröng, svo gera yrði keisaraskurð. Vegna baksins var ekki hægt að deyfa hana með mænustungu, svo fullri svæf- ingu var beitt. Philip var leyft að vera hjá henni fyrir og eftir aðgerðina og alla nótt- ina áður töluðu þau saman næstum án þess að sofa. Þann 15. júní, eftir 36 vikna meðgöngu, var Jackie síðan ekið inn á skurðstofuna, en Philip fékk aðeins að fara að dyrunum. Jemma var fædd eftir 10 mínútur og Jodie kom tveimur mínútum síðar. Þær vom báðar undir 10 mörkum og settar í súrefniskassa. Ég vildi bara vita, hvort þær væm heilbrigðar,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.