Tíminn - 12.01.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.01.1988, Blaðsíða 20
Auglýsíngadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta 686300 Tíiiiiimi ■ Sykurlausar Hálstöflur 9 Öryrkjabandalagið kærir flutning Ellimáladeildar og Heimilishjálpar jaðlTjarnargötu 20: Húsið ónothæft hreyfihömluðum Fyrir dyrum stendur að Ellimála- deild og Heimilisþjónusta Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar flytji starfsemi sína úr Tjarnargötu 11 í Tjarnargötu 20. Pað húsnæði hentar hins vegar slíkri starfsemi afar illa, svo ekki sé fastar að orði kveðið og fullnægir engan veginn þeim skilyrðum sem lög- kveða á um að slíkt húsnæði uppfylli. „Þegar við fréttum af þessum flutningi, báðum við Baldur Andr- ésson, arkitekt, að gera úttekt á húsinu fyrir okkur og ég hef skrifað byggingarfulltrúanum í Reykjavík bréf, þar sem ég spyr hvort byg- gingarnefnd hafi tekið ákvörðun um breytingaráhúsnæðinu. f fram- haldi af því munum við svo grípa til þeirra aðgerða sem við teljum nauðsynlegar til að fá fram þær breytingar sem nauðsynlegar eru," sagði Arnþór Helgason, formaður stjórnar Öryrkjabandalagsins í samtali við Tímann í gær út af þessu máli. Tjarnargata 20 er tveggja hæða timburhús, með háum sökkli, 8 þrepa steintröppur liggja að aðal- inngangi hússins, engin lyfta er í húsinu, brattar tröppur liggja milli hæða og salernisaðstaða fullnægir engan veginn hreyfihömluðum, né annar innri umbúnaður hússins. „Enginn vafi er á, að húsið að Tjarnargötu 20 skortir flest það, sem prýða á opinbert þjónustu- húsnæði varðandi aðgengi og um- búnað í þágu hreyfihamlaðra,“ segir Baldur m.a. í niðurstöðum álitsgerðarinnar. „Aðgerðir okkar til að knýja fram breytingar á húsnæðinu ntyndu felast í því að við myndum byrja á að kæra málið til borgar- stjórnar og ef það dugar ekki, verðum við að fara með þetta fyrir félagsmálaráðherra. Við sendurn byggingarfulltrúanum þetta bréf í dag, og mér skilst að þetta sé jafnvel komið á döfina í borgarráði og ég trúi því ekki öðru en að við ' fáum svar innan skamms,“ sagði Arnþór. í greinargerð Baldurs kemur fram að í byggingarreglugerð skuli setja ákvæði varðandi umbúnað bygginga til að auðvelda ellihrumu og fötluðu fólki að komast leiðar sinnar, að í opinberum byggingum sem séu meira en tvær hæðir skuli vera lyftur og að salernisaðstaða í opinberu þjónustuhúsnæði henti hreyfihömluðum. Pessi skilyrði eru ekki fyrir hendi aðTjarnargötu 20. „Við setjum aðallega út á þrennt. í fyrsta lagi er anddyrið óaðgengilegt. í öðru lagi eru tröpp- ur innanhúss og í þriðja lagi er salernisaðstaðan ófullnægjandi. Það þarf náttúrlega ekki að taka fram að lyftur eru ekki fyrir hendi. Það er dálítið ankannalegt að þeir skuli setja Ellimáladcild á aðra hæð og fundaraðstöðu upp á hana- bjálka á þriðju hæð. Þetta mál virðist keyrt áfram af miklu offorsi út af þessu ráðhúsmáli,“ sagði Arnþór. -SOL Góö síldveiöi fyrir austan: Síldin falleg í Seyðisfirði Verðlækkun hörpudisks Yfirncfnd Verðlagsráðssjávar- útvegsins ákvað á fundi sfnum nýlega, nýtt lágmarksverð á hörpudiski. Vcrðið gildir frá 1. janúar til 30. september 1988, mcð heimild til uppsagnar frá 1. mars með viku fyrirvara. Nýja verðið hljóðar upp á að hörpudiskur 7 cm á hæð og yfir, verði á 1S,50 krónur kílóið, en kílóverðið var 16,60 krónur síð- ustu þrjá mánuði síðasta árs, og kflóverð hörpudisks 6-7 cm verði 12,90, cn var 13,80 krónur. Afhendingarskilmálar veröa óbreyttir og var verðiö ákveðið samhljóða mcð öllum greiddum atkvæðum. í yfirnefndinni áttu sæti Bene- dikt Valsson, oddamaður, Árni Benediktsson og Bjarni Lúðvíks- son af hálfu kaupenda og Helgi Laxdal og Sveinn Hjörtur Hjart- arson af hálfu seljenda. -SÓL Síldveiðar fyrir austan ganga vel og hafa þeir bátar sem hafið hafa veiðarnar varla haft undan við að landa aflanum. Þannig hafa Björg Jónsdóttir ÞH og Sæljón EA þegar landað tvisvar sinnum og fengið tæp 100 tonn í túr. Að sögn Arnar Traustasonar hjá Veiðieftirlitinu landaði Heiðrún EA 80 tonnum á Seyðisfirði í gær og hafði áður landað 40 tonnum. Skip- stjórinn á Heiðrúnu kvartar ekki yfir síldinni, heldur segir hana stóra og fallega og vel yfir fitumörkum. A Reyðarfirði er síldin hins vegar meira blönduð. 14 bátar fengu leyfi tii veiðanna, en nú er ljóst að aðeins 11 bátar koma til með að stunda þessar veiðar. Þrír bátar hafa tilkynnt að þeir hugsi sér ekki til hreyfings að þessu sinni. Búist er við að bátarnir landi á flestum stærstu söltunarstöðvunum Austanlands, frá Vopnafirði til Hornafjarðar. Þá er og búist við að bátunum fari að fjölga á miðunum á .næstu sólarhringum. Áætlað er að veiðunum ljúki um eða eftir helgina. -SÓL Rannsóknarlögregla rfkisins sunnudagskvöld. Það er ekki Ijóst voru afar óljós og var hann færður hefur krafist gæsluvarðhaldsúr- hvcrnig dauða konunnar bar að í fanggæslu til frckari yfirheyrslu í skurðar yfir manni vegna sviplegs höndum, en í íbúðinni var 51 árs gær.Áverkarvoruálíki konunnar. andláts eiginkonu hans. gamall eiginmaður hcnnar og var Eftir yfirhcyrslu í gær var farið Hún var tultugu og sex ára ölvaður. Frásögn hans um atvik frain á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir gömul og fannst látin í íbúð þeirra ntálsinsþegarlögreglubaraðgarði manninum. ' þj við Klapparstíg um hálfáttalevtið á Fegursti karlinn valinn á Akureyri Fegurðarsamkeppni karla á Is- landi verður hleypt af stokkunum norðan heiða þann 6. febrúar. Á Akureyri mun ætlunin að velja þann karlmanninn sem fegurstan lima- burð hefur bestu framkomuna og að sjálfsögðu útlit. Mun keppnin fara fram í skemmtistaðnum Zebra á Akureyri. f fréttatilkynningu aðstandenda keppninnar segir að leit standi nú sem hæst og geta menn skráð sig eða komið með ábendingar í síma 96- 27710 og 96-25856. „Herra ísland“, en sú er yfirskrift keppninnar verður ekki krýndur kórónu eins og „Ungfrú ís!and“, heldur verður fegurðartákn hans silfursleginn pípuhattur. Verðlaun verða að vera í slíkum keppnum og hlýtur „Herra Island“ í verðlaun sólarlandaferð með Útsýn og fataút- tekt í verslun JMJ á Akureyri. Þátttakendur munu koma fram í samkvæmisklæðnaöi og í sundskýl- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.