Tíminn - 31.01.1988, Síða 13
Sunnudagur 31.janúar1988
Tíminn 13
ígðum reit samkvæmt fyrirmælum, sem blrtust í ósjálfráðri skrift
Höggstokkurinn og öxin, sem notuö voru við aftökur Agnesar og
Friðriks. Amtið átti gripina og þegar skila átti þeim til yfirvaldanna fékkst
enginn maður til þess að flytja þá. Þeir eru nú í Þjóðminjasafninu.
„Þótti síst að Guðmundur
Hofdal vildi ekki hirða
upp öll beinin“
- segir Ólafur Magnússon, bóndi á S veinsstöðum, sem nítj án ára
tók þátt í uppgreftrinum á Þrístapa
„Ég var nítján ára er þetta var og
man því vel eftir þessum atburðum,"
segir Ólafur Magnússon, bóndi á
Sveinsstöðum, en hann tók þátt í því
ásamt föður sínum og Guðmundi
Hofdal að grafa upp jarðneskar
leifar þeirra Friðriks og Agnesar.
„Við vissum ekkert af þessari
ráðagerð fyrr en Guðmundur Hofdal
kom norður með rútunni og kom
heim til okkar. Hann sagði okkur af
hvað til stæði og spurði mikið um
hvort ekki væri einhver annar Magn-
ús á bænum, en faðir minn var 58 ára
er þetta var og því fannst honum
sem hann gæti varla verið sá „Magn-
ús gamli“ sem minnst hafði verið á í
i hinni ósjálfráðu skrift. En á bænurm
var ekki um neinn annan Magnús að
ræða og langt um liðið frá því er
maður með því nafni hafði verið á
Sveinsstöðum.
Guðmundur var nætursakir hjá
okkur og morguninn eftir lögðum
við upp með járnstengur og skóflur
til þess að vita hvort takast mætti að
finna grafirnar. Guðmundur hafði
spurt margs um þær kvöldið áður, en
við faðir minn gátum lítið frætt hann
um það. Bæði var að við höfðum
ekkert leitt hugann að þessu og svo
hitt að menn töldu víst að lítið
mundi sjást fyrir þeim. En nokkuð
kom það á óvart er Guðmundur
sagði að samkvæmt vísbendingu
miðilsins mundu höfuðin vera í
gröfunum, því það hafði verið talið
hér að þau hefðu verið jarðsett í
vígðum reit.
Að höggpallinum er skammur
vegur frá Sveinsstöðum, svo sem
einn og hálfur kílómetri. Pallurinn
er á Þrístapa og mjög skammt frá
þjóðveginum og þar stendur nú
minnisvarði, sem Húnvetningafélag-
ið í Reykjavík lét reisa fyrir nokkr-
um árum. Enn sér vel fyrir upp-
hleðslunni.
Eftir tilvísuninni áttu höfuðin að
vera grafin fyrir norðan grafirnar,
þar sem væri „sendnara". En þarna
var nú hálfdeig mýri allt umhverfis
og sérstaklega norðanvert og ekki
auðvelt að sjá við hvaða blett væri
átt. En faðir minn fór nú að kanna
með stöng næst liólnum, þar sem
einna þurrlendast var, og vildi svo til
að hann fann brátt að undir var
eitthvert tóm. Reyndist hann hafa
rekið stöngina gegn um lokið á
Ólafur Magnússon: „Þetta var
látið í poka og eitthvað í kassa,
minnir mig.“
annarri kistunni, sem auðvitað var
orðið mjög fúið. Þegar farið var að
grafa fundust svo höfuðin brátt, og
höfðu þau verið lögð ofan á horn
hvorrar kistu. En hið merkilega var
að ekki bar á öðru en að þau hefðu
verið látin í holu, sem grafin hafði
verið er búið var að moka yfir
kisturnar - og sandi af hólnum
þjappað utan með þeim. Það var
greinilega möi í kring um höfuðin.
Það kom líka í ljós spýtubrot í
annarri hauskúpunni, eins og sagt
hafði verið í hinni ósjálfráðu skrift.
Nei, ekki man ég nú til að það hafi
verið í mér sérstakur óhugur, meðan
á þessu verki stóð. Ég kom líka lítið
nærri því að tína beinin upp. Það
gerðu þeir faðir minn og Guðmund-
ur. En ég man að þetta var í ágætu
veðri og fögru.
Það voru helst hörðustu beinin
sem voru heilleg. Helst fannst mér
það að þarna hve Guðmundur var
lítt áfram um að hirða allt, skildi
margt beinasmælki eftir. Hann sagði
að ekki skipti mestu að taka allt,
heldur að hjálpa þeim að komast í
vígða mold. Beinin voru sett í poka
og eitthvað í kassa, minnir mig, og
farið með þetta hingað heim. Degi
seinna eða svo, um kvöld, kom
bóndi að nafni Annas úr Vestur
Hópi hingað og reiddi uppgröftinn
heim að Tjörn, þar sem allt saman
var jarðsett þann 17. júní.
Víst vakti þetta athygli hér í sveit
þótt stöku maður teldi að ekkert
væri merkilegt þótt grafirnar hefðu
fundist. Þær hefðu hlotið að vera
þarna rétt hjá. Hins vegar þótti
Guðmundi Arasyni á lllugastöðum,
afkomanda Guðmundar Ketilssonar
er var böðull við aftökuna og bróðir
Natans, leiðinlegt að ekki skyldi
vera einhver athöfn meiri en jarð-
setningin við messuna á Tjörn. Því
boðuðu þau sveitunga sína til og
fengu séra Sigurð til þess að sjá um
athöfn á brunarústunum að Illuga-
stöðum. Þar hélt Guðmundur Ara-
son tölu auk prestsins. Um þessa
atburði er ritað í bókinni „Eigi má
undan líta“ eftir Guðlaug Guð-
mundsson. Þar kemur það fram að
nokkru eftir þetta komu fram þakkir
til Illugastaðahjóna frá Friðrik og
Agnesi í gegn um þessa ósjálfráðu
skrif, en þau hjón gengust fyrir því
að legsteinn var settur á leiðið að
Tjörn.
Grafirnar voru skildar eftir opnar
og sumarið eftir komu þarna margir
og rótuðu í þessu, þar á meðal
ferðamenn. Það var þá sem mylla
fannst af treyju Agnesar, hnappur
og eitthvað slíkt smálegt. Einhver
maður frá Blönduósi mun hafa fund-
ið þarna hluta af kjálkabeini.
Aftaka Friðriks og Agnesar mun
hafa verið hin síðasta sem fram fór
á íslandi og eins og kunnugt er var
öllum frá Vatnsskarði og vestur í
Miðfjörð gert að vera viðstaddir og
horfa á hálshöggninguna. Ekki mun
öllum hafa verið það Ijúft og heyrt
hef ég um bónda í Svínavatnshreppi
sem ekki komst sjálfur, en sendi son
sinn sautján ára sem fulltrúa sinn.
En á leiðinni, er komið var upp að
Reykjum, hrasaði hesturinn með
piltinn, svo hann lærbrotnaði. Sagði
hann síðar: „Ég var heppinn að
lærbrotna, þvf fyrir vikið þurfti ég
ekki að horfa á þetta.“
Ekki veit ég með vissu hver Guð-
mundur Hofdal var. Nú í sumar
sagði mér glöggur maður að hann
hefði verið bróðir þess kunna Fjalla
Bensa, sem Gunnar Gunnarsson
segir frá í Aðventu sinni. Það vil ég
þó taka fram að enga vissu hef ég
fyrir þessu, en gaman væri að vita
hvort rétt er.“
ritast hefur hjá honum, þessu
máli viðvíkjandi, og sannfærzt
um veruleik ósjálfræðisins í
skriftinni, sem og um nákvæmni
stjórnanda hans, sem knýtt hef-
ur margþætta sannana-keðju
utan um þetta málefni þeirra
Agnesar og Friöriks. Sannana-
keðju er ég, þrátt fyrir efunar-
girni, verð að beygja mig fyrir.
En frásögnin í gærkvöldi, um
Þingeyrar-vinnumanninn og
höfuðin, hefir skotið mér skelk
í bringu. Sagnirnar um flutning
höfðanna í Þingeyrarkirkju eru
svo einróma, að ég óttast að hið
örugga miðilssamband, er ég
hugði vera, fari hér með vit-
leysu, og hinsvegar er tilvísunin
til „Magnúsar gamla“ á Sveins-
stöðum svo óljós, að ég efa að
hann sé til, hvað þá svo fundvís
sem Agnes vill vera láta. Það er
að vísu margt sem - Nú eru
förunautar rnínir komnir.
Það er komið að miðnætti; ég
er kominn að Sveinsstöðum í
Austur-Húnavatnssýslu og bú-
inn að neyta þar góðs beina:
„Magnús gamli“ er til og er
hreppstjóri sveitar sinnar,
greindur maður og gætinn að
því er mér virðist. Hann er að
vísu ekki, eftir útliti að dæma,
nema liðlega fertugur að aldri,
þótt Agnes titli hann gamlan.
Ég hefi sagt honum frá erindi
mínu og frá ósk Agnesar um
aðstoð hans við leitina. Aðstoð-
ina mun hann með ánægju í té
láta, en ég efa að hann leggi
trúnað á afskipti Agnesar af
þessu máli. Ég hefi einnig sagt
honum frá fullyrðingum hennar
um höfuðin og malarborna jarð-
veginn sem þau eiga að liggja í,
svo og frá spýtubrotinu í höfði
Agnesar.
Magnús kveðst aldrei hafa
heyrt annars getið, en að höfuð-
in væri í Þingeyrarkirkjugarði
og að þau hefðu verið flutt
þangað að tilhlutun fólksins þar.
Sagði ég honum frá frásögn
Agnesar um sviksemi vinnu-
mannsins í þvi efni.
Vart mun Magnús leggja trún-
að á sannleiksgildi þessara frá-
sagna Agnesar. Að vísu hefir
hann ekki haft nein orð þar um,
en kímnisbros hans undir frá-
sögn minni hefir blásið mér því
í brjóst.
Það, að „Magnús gamli“
reyndist að vera til, hefur að
nýju vakið traust mitt á leiðsögn
hinna látnu, og leggst ég því
ókvíðinn til hvílú.
„15. júní 1934.
Klukkan er hálf tíu fyrir há-
degi. Ég stend á Þrístapa, en
það er hóll sá í Vatnsdalshólum,
er þau Agnes og Friðrik voru
leitt á til aftökunnar. Við hlið
mérstanda þeir Magnús Jónsson
hreppstjóri frá Sveinsstöðum og
fulltíða sonur hans, Ólafur að
nafni. Á miðjum hólnum er 45
cm. hár pallur, að flatarmáli 22
og 1/2 fermetri. Hann hefir verið
hlaðinn úr grjóti og torfi og
stendur enn óhaggaður, að öðru
leyti en því að hann hefir sigið
lítilíjháttar á stöku stað. í kring-
um pallinn hafði verið komið
fyrir trégirðingu, að því er sagan
segir, en hennar sjást nú engin
merki.
Við hefjum dysleitina með
þvf að athuga nákvæmlega um-
hverfið, ef ske kynni, að við
yrðum einhvers þess varir ofan
jarðar, er gæti orðið okkur til
leiðbeiningar, en er sú leitarað-
ferð ber engan árangur, könnum
við jarðveginn, norðan við af-
tökupallinn, með 8 mm. sverum
járnstöngum. Eftir þannig lag-
aða fjórðungsstundarleit, rekur
Magnús sína stöng niður á aðra
kistuna. Er hann þá staddur 12
m. norðvestan við aftökupall-
inn. Þar hefjum við gröft á
allstóru svæði, til þess að forðast
skemmdir. Á 65 cm. dýpi nyrðst
í gryfjunni komum við niður á
höfuðkúpurnar, er liggja hvor
hjá annarri. Þar finnum við
einnig 10 cm. langt spýtubrot, er
við ætlum að sé af annarri hvorri
þeirri stöng, er höfuðin voru sett
á. Höfuðkúpurnar virðast lítt
fúnar og eru óskemmdar að
öðru en því, að þrjár tennur
vantar í aðra þeirra. Jarövegur-
inn er þarna dálítið malarbor-
inn, en í miðri gryfjunni og í
syðri hluta hennarer hrein mold.
25 cm. neðar komum við svo
niður á kisturnar, í miðri gryfj-
unni. Þær eru hlið við hlið og
liggja frá suðaustri til norðvest-
urs. Lokin eru brotin og fallin
niður og verður því eigi með
fullri vissu sagt um, hver lögun
þeirra hefir verið, en að líkind-
um hafa þau verið flöt. Kisturn-
ar eru að öðru leyti heilar, en
mjög fúnar. Innanmál þeirra er: