Tíminn - 10.02.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.02.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. febrúar 1988 Tíminn 5 Hinir heilbrigðu láta greina hvort þeir séu haldnir eyðni: Jafnt og þétt fjölgar þeim hér á landi sem hafa smitast af eyðni, en enginn hefur látist af völdum henn- ar nýlega. Um mánaðamót mars og apríl verða næst gefnar út tölur yfir fjölda smitaðra og látinna af völdum eyðni. Eyðnisjúklingar bætast ekki ört í þann hóp, sem læknar fá til meðferðar, en stöðugt. Langflestir búa sjúklingarnir í Reykjavík eða nágrenni. Island er á svipuðu róli og nágrannalöndin hvað þetta varðar, þótt bent hafi verið á að hér séu bestu skilyrði til að sporna við faraldrinum. Dr. Haraldur Briem, smitsjúk- dómafræðingur, var spurður hvort herferðin gegn eyðni hefði brugðist eða hvort honum sýndist hún hafa borið árangur. „Stórt er spurt! Satt að segja vitum við það ekki. Til þess þurfum Haraldur Brietn, smitsjúkdóma- sérfræðingur. við betur að kynnast hvernig atferli fólks er.“ Dugar fræðsluherferðin? „Það hafa verið gerðar kannanir á vegum Félagsvísindastofnunar og nú síðast hjá Gallup á þvf hvað fólk veit um sjúkdóminn. Það veit hvernig það smitast, en hefur oft rangar hugmyndir um smitleiðir. T.d. telur það að eyðni smitist af klósettsetum og í matvælum, sem ekki er rétt. En 99% íslendinga þekkja aðalsmitleiðir sjúkdómsins, sagði dr. Haraldur. „Hinni spurningunni er ósvarað hvort vitneskjan um hvernig þetta smitast valdi því að fólk breyti atferli sínu. Slík könnun hefur ekki verið framkvæmd, en án hennar vitum við þetta ekki.“ Það hefur ekki verið kannað hvort fræðslan, sem landlæknis- embættið og fleiri skyldir aðilar hafa staðið að, hafi dugað til að fólk breytti háttum sínum í sam- ræmi við hættuna á eyðni. í samtali við dr. Harald kom fram að hér væri í raun um hið sama að ræða og reykingar. Þótt reykingamönn- um sé ljós skaðinn sem reykingar valda, hætta þeir margir ekki að reykja. „Yfirleitt gildir það um þá eyðni- sjúklinga sem uppgötvast hafa hérlendis í áranna rás að þeir hafa komið til læknismeðferðar vegna einhverra sjúkdómseinkenna. Það er mjög fátítt að einstaklingur, sem kennir sér einskis meins, en kemur til að láta athuga hvort hann beri eyðnismit, greinist með smit. Þannig gerist þetta ekki. Það koma afar fáir úr áhættuhópunum svo- kölluðu til að láta greina sig. Ann- ars staðar er mikill meirihluti þeirra sem haldnir eru eyðni ein- kennalausir. Því er alls ekki þannig farið hjá okkur. Það verður að segjast eins og er, að þeir sem eru í áhættu að smitast koma mjög ógjarnan." Dr. Haraldur sagði að það kæmu mjög margir til prófunar, en lang- flestir þeirra væru í ákaflega lítilli hættu að verða smitaðir. Þeir borg- arar væru heilbrigðir, en létu sér ekki á sama standa. „Þetta er sjúkdómur, sem alls ekki er búinn að vera, heldur breiðist þegjandi og hljóðalaust út, en vonandi mjög hægt. Vonandi deyr hann út. Við vitum því miður ekkert um það.“ þj Ólafur Ólafsson, landlæknir: Alnæmissjúklingum iðulega útskúfað „Það er alveg rétt hjá forsvars- mönnum Samtakanna 78 að fræðsla okkar um alnæmi er síður en svo gallalaus. Fyrst framan af fundust nokkrir sýktir þegar þeir komu í mótefnamælingu, en á síðasta ári fundust sýktir einungis þegar þeir komu veikir, eða þegar vissir hópar voru athugaðir. Við höfum bent á, að síðastliðin tvö ár, höfum við talað um áhættuhegðun, ekki áhættuhópa. Sá hópur sem við höfum verið hvað smeykastir við, eru þeir sem eru í fíkniefnum. Hommar hafa sýnt mikla ábyrgð í sínum málum, en fíkniefnaneyt- endur ekki,“ sagði Ólafur Ólafs- son, landlæknir í samtali við Tímann, en á blaðamannafundi Samtakanna 78 í gær, kom fram gagnrýni á fræðsluherferð heil- brigðisyfirvalda gegn alnæmi. „Það verður einnig að viður- kennast, að ungt fólk virðist ekki hafa meðtekið fræðsluna nógu vel. Það virðist að minnsta kosti ekki sýna það í verki, frekar en erlendis. Það kom meðal annars fram á alnæmisráðstefnunni í London, að sumir álíta að við séum búnir að koma frá okkur nóg af upplýsing- um, en vandamálið væri hvernig hægt væri að fá fólk til að meðtaka þær,“ sagði Ólafur. Hann sagði einnig að í undirbún- ingi væri víðtæk vinnustaða- fræðsla, svo og fræðsla í skólum og fjölmiðlum. En hver er skýringin á því að svo fáir mæta f mótefnamælingar sem raun ber vitni? „Ég held að skýringin sé meðal annars sú, að þeir sem finnast jákvæðir, þeim er iðulega útskúfað úr þjóðfélaginu. Þeir missa vinnu og húsnæði. Það er ástæða sem menn þurfa að fara að taka alvar- lega. Við þurfum að hafa áhrif á fólk með eflingu fræðslu, sérstak- lega með umræðu. Við höldum að það virki betur en auglýsingar, því þær snerta oft á tíðum ekki fólk. Við munum því leggja á það áherslu í framtíðinni að fá fræðsl- una nálægt fólki," sagði Ólafur. Þá sagði Ólafur að samvinna Ólafur Ólafsson, landlæknir. með Samtökunum 78 væri vissu- lega fyrir hendi, og benti meðal annars á að hann væri nú búinn að mæla með hálfrar milljón króna fjárveitingu þeim til handa. -SÓL Þorvaldur Kristinsson, formaður SamtOkanna 78 á blaðamannafundi í gær. Samtökin 78 um alnæmisvandamáliö: Ástandið mun versna Samtökin 78, félag lesbía og homma, boðuðu til blaðamanna- fundar í gær, til að kynna ráðgjafa- og símaþjónustu félagsins um al- næmi. Formaðursamtakanna, Þor- valdur Kristinsson, sagði á þeim fundi að áróðri heilbrigðisyfirvalda gegn sjúkdómnum, væri á margan hátt ábótavant. „Vandamálið er ekki eingöngu að koma skilaboðum til homma, heldur er aðalvandamálið að koma skilaboðum til karlmanna sem lifa kynlífi með körlum og konum. Þeir viðurkenna ekki að þeir séu hommar, og taka því ekki áróður- inn sem beint er til þeirra, til sín. Þeir eru aðaláhættu- og útbreiðslu- hópurinn," sagði Þorvaldur. Þá kom fram á fundinum, að samtökunum fyndist áherslupunkt- ar heilbrigðisyfirvalda öfugsnúin. Finnst þeim að meiri áhersla sé lögð á að hvetja fólk til að fara í mótefnamælingu, en minna um forvarnarstarf. „Við eigum eftir að upplifa okkar versta skeið með sjúkdómnum, í kringum árið 1990. Fólk sem finnst núna með sjúk- dóminn, er ekki fólk sem hefur farið af fúsum og frjálsum vilja í mótefnamælingu, heldur hefur sjúkdómurinn uppgötvast þegar fólkið veiktist af einhverjum öðr- um sjúkdómi," sagði Þorvaldur, en það gæti verið eitt dæmi um að áróðrinum sé ekki alveg beint að réttum aðilum og að skortur væri á félagslegri aðstoð. Það eru ekki bara hommar sem hringja í símaþjónustu samtak- anna því að sögn Þorvaldar hringir alls konar fólk í þá. „Þegar fólk hringir til okkar, þá spyr það oftast hvort það hafi stofnað sér í einhverja hættu og hvort það eigi að fara í mótefna- mælingu. Við þessu eru engin al- gild svör. Við veltum fyrir okkur hvort viðkomandi sé í einhverri hættu og síðan hvort að hann, eða hún, sé tilbúinn til að horfast í augu við sannleikann," sagði Þor- valdur. Reykjavíkurborg er nú með félagsfræðing í hálfu starfi og binda samtökin miklar vonir við starf hans. Þá er ríkið með hjúkr- unarfræðing sem sinnir sjúkum. „Þetta er allt til bóta, en kemur grátlega seint, ekki fyrr en um síðustu áramót. Við höfum líka misst forskotið á áróðurstæknina. Samtökin 78 hafa betri aðstöðu til að ná til homma, en ríkið, en við getum ekki tekið á okkur ábyrgð- ina frá heilbrigðisyfirvöldum," sagði Þorvaldur. Nú er vitað um 39 einstaklinga hér á landi sem eru smitaðir af alnæmi og fimm manns eru með sjúkdóminn á lokastigi. Síma- og ráðgjafaþjónusta sam- takanna er á mánudags-, miðviku- dags- og fimmtudagskvöldum milli kl. 20 og 23 og vinna 15 manns í hópnum. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.