Tíminn - 10.02.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.02.1988, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 10. febrúar 1988 Tíminn 15 iiiiiniiiii iiiiiiiiiiiiii lllllllll á þennan veg: „Það hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun fyrir flokks- forystuna vegna þess að margir af þessum glæpamönnum, u.þ.b. helmingurinn, voru flokksbundnir og nutu góðs álits. Kannski hafa stjórnvöld ákveðið að láta til skarar skríða vegna þess að flestir þeirra ákærðu eru Mið-Asíumenn og það er ríkjandi viðhorf evrópskra Sov- étmanna að hafa vissa fyrirlitningu á Asíumönnum. Yfirvöld eru vís með að líta svo á að hér sé frekar um spillingu Asfumanna að ræða en að hægt sé að tengja hana kommúnistum". Það kann að vera, en það er langt frá því vissa fyrir því að þessi spilling hafi aðeins viðgengist í þeim lýðveldum Sovétríkjanna sem eru í Asíu. í greininni sem ekki birtist í Ogonek var að finna lista yfir nokkrar glæpaættirnar í Tashkent og sumar þeirra bera greinilega rússnesk nöfn. í ofaná- lag hefur verið gefið í skyn að glæpakerfi hafi teygt anga sína um stóran hluta Sovétríkjanna á valda- tímum Brésnjefs. Aðalbækistöðv- ar þess eru sagðar hafa verið í Krasnodar, héraðshöfuðborg í suðurhluta Rússlands þar sem Brésnjef átti sterk ítök. Allt hægt að kaupa á „markaðnum“ í Krasnodar Sovéskur lögfræðingur, Arkadi Vaksberg að nafni, skrifaði í Lit- eraturnaya Gazeta í október síð- astliðnum að slík samtök hefðu vissulega starfað í Krasnodar og meðal félaga hafi verið margir háttsettir embættismenn. Lög- fræðingurinn lýsti þeim sem „geysi- stórum hópi mútuþega og fjársvik- ara, sem notuðu þessi háu embætti sín til að ræktagraftarkýli, markaði þar sem allt, bókstaflega allt, var til sölu - stöður, heiðurstitlar og verðlaun, prófskírteini og sveita- setur“. Arkadi Vaksberg sakaði Chur- banov og fyrrverandi yfirmann hans í innanríkisráðuneytinu, Nikolai Shchelokov um þátttöku í þessum viðskiptum og gaf í skyn að Brésnjef kynni sjálfur að hafa tekið þátt í leiknum. í grein Vaksbergs stendur m.a.: „Þræðirnir lágu til valdamikilla afla, til Churbanovs, Shchelokovs, annarra ráðherra - og hærra og hærra“. Hvað sem þessum ásökunum lögfræðingsins líður þarf Shchelok- ov ekki að standa skil á gerðum sínum fyrir dómstóli. Meðan mál hans var til rannsóknar 1984 dó hann og virðist hafa svipt sig lífi. endurbótastefna Gorbatsjovs orð- ið til að bjarga lífi þessa fólks, þó að kaldhæðnislegt sé, þar sem nú fer fram endurskoðun á sovéskum lögum þar sem lagt er til að dauða- refsing verði lögð niður, nema í þeim tilfellum þar sem ofbeld- isverk hafa verið framin. í október 1982 prýddi þessi mynd af Brésnjef, leiðtoga Sovétríkj- anna, margra hæða húsvegg í Kis- hinev, höfuðborg Sovétlýðveldis- ins Moldavíu. Mánuði síðar var hann allur. Af hverju uppljóstranir nú? Vestrænir fréttaskýrendur velta nú vöngum yfir því hver sé ástæðan til þess að aflétt er fréttabanni af hneykslismálunum víðtæku í Uz- bekistan. Einn vestrænn stjórnar- erindreki í Moskvu hugsar upphátt Brésnjef í faðmi fjölskyldunnar 1977. Churbanov tengdasonur lengst til vinstri og Galina dóttir fjórða frá vinstri. Nú er gengi fjölskyldunnar annað en þá var. Akurnesingar Fjárhagsáætlun Fundur um fjárhagsáætlun Akranesbæjar og stofnana hans verður þriðjudaginn 16. febr. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Gísli Gíslason bæjarstjóri gerirgrein fyriráætluninni. Bæjarfulltrúarnir Ingibjörg, Steinunn og Andrés svara fyrirspurnum. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna Þorrablót Reykvíkinga Framsóknarfélögin í Reykjavík munu halda árlegt þorrablót sitt í Risinu að Hverfisgötu 105 föstudaginn 19. febrúar kl. 20.00. Dagskrá verður auglýst síðar. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna Bú^ngar og höfuðföt í yfir 20 gerðum ásamt miklu úrvali af byssum og botum. Einnig grínvörur i úvali Senclum í póstkröfu um land allt. VERSLUNIN UNDRALAND Glæsibæ, Reykjavík Sími: 91681640 ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Skóladagheimilið Brekkukoti Viltu vinna í notalegu umhverfi á góðum stað í bænum? Okkur vantar aðstoðarmann á Skóladag- heimilið Brekkukot. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 19600/ 260 virka daga. Reykjavík 9. febrúar 1988 FLUGMÁLA STJÓRN Útboð vegna fluggagnakerfis Flugmálastjórn hefur leitað tilboða utanlands í þróun fluggagnakerfis. í útboðslýsingum er gert ráð fyrir þátttöku íslensks fyrirtækis sem undirverk- taka við gerð hugbúnaðarins. Hér með er auglýst eftir fyrirtækjum, sem hafa áhuga á ofangreindu verki. Útboðsgögn ásamt kröfum um hæfni og reynslu þeirra fyrirtækja, sem koma til greina, fást afhent í afgreiðslu flugmála- stjórnar, 1. hæð, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Flugmálastjóri + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Höllu G. Larsdóttur Útstekk Eskifiröi Sjöfn Gunnarsdóttir ojg systklnl hlnnar látnu....-• ; ...................

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.