Tíminn - 10.02.1988, Blaðsíða 20
Auglýsingadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Ökeypis þjónusta
686300
Tímlnii
T
Tímiiiii
Auka má verömæti lambakjötstonnsins um 4000-5000 krónur:
VERDUR BANDARISKA
BRYTJUNIN OFAN Á?
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sókna, sem Rannsóknastofnun
landbúnaðarins hefur haft for-
göngu um að undanförnu, bendir
allt til að með nýrri aðferð við
brytjun lambakjöts, svokallaðri
bandarískri aðferð, megi auka
verðmæti hvers tonns af lamba-
kjöti um 4-5000 krónur. Þessar
upplýsingar komu fram í erindi
Guðjóns Þorkelssonar á ráðu-
nautafundi RALA og Búnaðar-
félags íslands í gær.
Skýringin á þessari verðmæta-
aukningu liggur í hagkvæmari
nýtingu á kjötinu. Bandaríska
aðferðin er frábrugðin þeirri ís-
lensku í því að kjötskrokkarnir _
eru ekki bógbundnir og hryggur-
inn er stærri á kostnað framparts.
Slög eru mjórri og ná fram á
bringu. Hryggnum er skipt í
tvennt, mjóhrygg og rifjasteik.
..; æ
Grófstykkjun lamhakjötsskrokks.
rísku aðferðarinnar.
Háls og skankar eru skornir af
frampartinum svo eftir verða
Samanburður íslensku
banda-
ferköntuð stykki, sem öll nýtast í
steikarsneiðar.
í erindi sínu lagði Guðjón
áherslu á nauðsyn þess að kynna
þessa aðferð í sláturhúsum um
allt land á næstunni, þannig að
þau verði tilbúin að beita henni
fyrir sláturtíð í haust.
í mjög fróðlegu erindi sínu á
ráðunautafundinum, gerði Guð-
jón Þorkelsson grein fyrir marg-
háttuðum rannsóknum á nýtingu
og vöruþróun lambakjöts, sem
unnið er nú að á RALA. Meðal
annars nefndi hann nokkrar hug-
myndir um vörur sem biðu frekari
útfærslu og þróunar. Þar má
nefna lambaskinku, kjötrúllur
fyrir mötuneyti, örbylgjurétti,
skyndibita og niðursuðurétti.
Guðjón nefndi einnig í þessu
sambandi raunhæfa leið til að
bæta bragð og geymsluþol ís-
lenska hangikjötsins, en þessir
veikleikar hafa komið fram að
undanförnu með aukinni
sprautusöltun kjötsins, í stað
pækilsöltunar. Sú leið sem Guð-
jón nefndi felst í því að nota
ræktaða gerla svipaða og gert er
með osta. Hann sagði að nú væru
komnir á markaðinn í Evrópu
ræktaðir og þurrkaðir gerlar sem
hafa verið einangraðir úr vel
verkuðum hráskinkum, sem gæfu
kjötinu bæði bragð, lit og
geymsluþol. Gerlana er nú verið
að prófa í sprautusaltaðar skink-
ur til að gefa þeim bragð og
lengra geymsluþol. Mjög dýrt er
að gera þessar prófanir og hugs-
anlega starf fyrir einn mann í
a.m.k. eitt ár, því gera þarf
efnagreiningar, gerlamælingar,
bragðprófanir og nýtingarmæl-
ingar auk þess að standa í sjálfri
framleiðslunni," sagði Guðjón
Þorkelsson. óþh
Landsins forni
fjandi kominn
Hafíshrafl er í kringum Grímsey
og teygir sig þaðan í átt til strandar.
Veðurstofan spáir áframhaldandi
norðanátt, sem ber ísinn nær landi.
Talið er að hann reki urn eina
sjómílu á klst. Einstaka ísjakar eru
undan ströndum og hafa sést norður
af Tröllaskaga og austur að Langa-
nesi. Þeir eru ckki stórir. Könnunar-'
flug á vegum Landhelgisgæslunnar
hefur ekki verið flogið vegna veðurs.
Samfellt él hefur verið á þessum
slóðum, en hafísinn verður kannað-
ur um leið og verður flugfært.
Vilborg Sigurðardóttir, eiginkona
hreppstjóra í Grímsey, sagði að
íshrafl umlykti eyna, en það sæist
illa vegna slæms skyggnis. Hún sagði •
að erfitt gæti orðið að koma vistum
til Grímseyjar, þegar ís hamlaði för.
Sjómenn í Grímsey hafa séð sig
neydda til að taka upp net sín vegna
hafíssins. Veðurstofan taldi að ísinn
væri enn sem komið er mjög gisinn
og ógnaði ekki skipaferðum. Þó yrði
að fara með gát, sérstaklega þar sem
skyggni væri lélegt og hvass vindur,
sem bæri ísinn hratt.
Engir borgarísjakar hafa sést enn
þá. Þj
Samningar stéttarfélaga um orlofsferðir í sumar:
Sólarferð á 7000 kr.
f gær komu heim til íslands full-
trúar VR og BSRB eftir helgardvöl
í Lúxemborg þar sem þeir voru til
viðræðna við flugfélagið Lion Air
um hugsanlegar orlofsferðir í sumar
á lágum fargjöldum fyrir allt að
2.500 félagsmenn. Heimildir eru til
fyrir því að Lion Air bjóði fargjöld
til og frá Lúxemborg á kr. 7000 og
er það því langlægsta tilboðið. Flog-
ið yrði með Boeing 747 breiðþotu
flugfélagsins, sem tekur 495 manns í
sæti.
Vegna samningsumleitana stéttar-
félaganna við erlent flugfélag brást
starfsfólk Flugleiða hart við og hefur
lýst því yfir að það telji um grófa
aðför að hagsmunum þeirra 500
starfsmanna Flugleiða sem eru félag-
ar í VR að ræða og þeirra fjölmörgu
sem þar að auki greiða í lífeyrissjóð
Verslunarmannafélagsins. Verði af
samningum við Lion Air og tekju-
möguleikar starfsfólks Flugleiða um
leið skertir hótar það að segja sig úr
VR og stofna eigið stéttarfélag.
þj
Carrington lávarður í heimsókn
Carrington lávarður, fram- ton á Reykjavíkurflugvelli. í dag þingis.
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- mun Carrington eiga viðræður við* Carrington lávarður lætur af emb-
lagsins, kom til landsins í gær, og Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís- ætti framkvæmdastjóra NATO í
mun dvelja hér fram á fimmtudag. lands og forsætis- og utanríkisráð- sumar. Eftirmaður hans verður
Steingrímur Hermannsson, utan- herra. Einnig mun Carrington eiga Manfred Wörner, varnarmálaráð-
ríkisráðherra, tók á móti Carring- fund með utanríkismálanefnd Al- herra Vestur- Þýskalands.