Tíminn - 10.02.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.02.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminrr FRÉTTAYFIRLIT VÍNARBORG - Sex sagn- j fræðingar sem rannsökuðu: fortíð Kurt Waldheims forseta Austurríkis sögðu í skýrslu sinni að Waldheim hefði að- stoðað í ólöglegum aðgerðum og greitt þannia fyrir stríðs- glæpum. Formaður saqnfræð- inganefndarinnar sagoi hins- vegar að sexmenningarnir hefðu ekki fundið sannanir fyrir því að Waldheim væri stríos- glæpamaður. KAIRÓ - Richard Murphy, sendimaður Bandaríkjastjórn-; ar, hvatti alla aðila í átökum ísraelsmanna og araba að vinna harðar að því að ná friðarsamkomulagi. Murphy, sem reyndar er aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna,| sagði eftir að hafa rætt við: Hosni Mubarak, forseta Eg- yptalands, að allir aðilar þyrftu að koma til móts við hver aora. JERÚSALEM -Arabískur táningur fannst látinn við götu I í þorpi á Vesturbakkanum. Pal- j estínska fréttaþjónustan sak-r aði ísraelska hermenn um að hafa skotið hann til bana. MOSKVA - Eduard She- vardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna hvatti stjórnvöld í landi sínu til að leggja blessun sínayfirsamning stórveldanna um eyðingu meðaldrægra og skammdrægari kjarnorku-1 vopna og sagði að Sovétmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur þótt þeir þyrftu að eyðileggja fleiri kjarnorkuflaugar en Bandaríkjamenn. Shevard- nadze sagði að samkomulagið sem Mikhail Gorbatsjov og Ronald Reagan undirrituðu í Washington væri málamiðlun. MÖNCHENGLAD- BACH, Vestur-Þýska- landi - Einir tvö þúsund vestur-þýskir bændur lokuðu landamærunum við Holland í grennd við Mönchengladbach til að mótmæla landbúnaðar- stefnu Evrópubandalagsins. RÓM - Blaðamenn á Italiu hófu tveggja sólarhringa verk-' fall í gær tii að fylgja eftir kröfum sínum um hærri laun og endurskoðun á starfsmati. MOSKVA - Sovéska frétta- stofan Tass skýrði frá því í gær að maður einn, sem sakaður er um aðild að stríðsglæpum 1 nasista, hefði verið leiddur fyrir rétt í bænum Selidovo í Úkra- ínu. NAPÓLÍ - Gamall bíll af Alfa-Romeo gerð, sem þeir Adolf Hitler og Benito Musso- lini notuðu á sínum tíma, verð- ur seldur á uppboði og er búist við að miklar fjárhæðir verði í boði fyrir bifreiðina. SE Miövikudagur 10. febrúar 1988 ÚTLÖND Forsetaslagurinn í Bandaríkjunum: Gephardt og Dole unnu fyrstu hrinu Repúblikaninn Róbert Dole og demókratinn Richard Gephardt unnu fyrstu hrinuna af mörgum sem eftir eru áður en forsetaframbjóð- endur flokkanna tveggja verða vald- ir síðar á árinu. Dole og Gephardt unnu sigur í forvalinu í Iowa en sá sem kom verst út úr kjörinu var enginn annar en sjálfur varaforset- inn George Bush, sem flestir hafa talið líklegastan til að ná kjöri sem eftirmaður Rónalds Reagans eftir tæpt ár. Bush varð í þriðja sæti í forvali repúblikana í Iowafylki en bæði Róbert Dole og sjónvarpspredikar- inn Pat Robertson skutu honum ref fyrir rass í kjörinu. Úrslitin í Iowa þýða að nú verður Bush helst að sigra í forkosningun- um í New Hampshire í næstu viku til að missa ekki af lestinni í ferðinni til Hvíta hússins. Bush var hvergi banginn í gær þrátt fyrir úrslitin, sagðist ætla að berjast áfram og bjóst við að hann yrði valinn forsetaframbjóðandi flokks síns. Dole sagðist hafa sigrað vegna þess að hann hefði rætt um hin raunverulegu vandamál og Robert- son sagði að góð frammistaða sín sýndi að Bandaríkjamenn leituðu að „siðferðislegum styrk“ í leiðtogum sínum. Demókrataslagurinn var jafnari. Hinn 47 ára gamli Gephardt sigraði en var þó ekki langt fyrir ofan þá Paul Simon öldungardeildarþing- mann frá Illionis og ríkisstjórann í Massachusetts Michael Dukakis. Gary Hart, þekktasti frambjóð- andi demókrata, fékk aðeins um 1% fylgi og virtist sem framhjáhalds- hneykslið hefði slæm áhrif á fylgi hans í landbúnaðarhéraðinu lowa. Gephardt sem er þingmaður frá Missouri fékk 31% atkvæða, Simon kom næstur með 27% og Dukakis var þriðji með 22% atkvæða. Fjórði var blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson með 9%, Bruce Babitt fyrr- um ríkisstjóri í Arizona var með 6% atkvæða, Hart minna en 1% og Albert Gore frá Tennessee fékk 0% WKœtí 't Fullkomið svið í Iowa: Richard Gephardt vann dyggilega að því að kynna kjósendum Demókrataflokksins í Iowafylki stefnu sína og uppskar sem hann sáði atkvæða. { repúblikanaslagnum fékk Dole 38% atkvæða, Robertson kom á óvart og fékk 24%, Bush var með 19%, Jack Kemp fulltrúadeildar- þingmaður frá New York var með 11%, Pete Du Pont fyrrum ríkis- stjóri í Delaware var með 7% og Alexander Haig fékk 0% atkvæða. Hvorki Haig né demókratinn Gore héldu úti kosningabaráttu í Iowa- fylki og fylgisleysi þeirra kemur því varla á óvart. Bush sagðist ekki vera svo ó- ánægður með frammistöðu sína en kosningastjóri Doles sagði úrslitin vera hrun fyrir varaforsetann. Bush taldi að hann yrði að reyna að koma skilaboðum sínum betur út til fólks- ins en vissulega settu úrslitin pressu á hann fyrir forkosningarnar í New Hampshire. Að vísu hafa skoðana- kannanir bent til þess að Bush sigri í repúblikanakjörinu í New Hamps- hire en nái Dole einnig að standa sig vel þar tekur hann frumkvæðið í sínar hendur og má sjálfsagt fara að trúa því að hann eigi góða möguleika að hljóta útnefningu sem forsetaefni repúblikana. Baráttan milli demókrata er öllu jafnari og ólíklegt verður að teljast að Gephardt nái að sigra í forkosn- ingunum í New Hampshire. Gep- hardt er frá Missouri sem er ná- grannafylki Iowa og það kom honum vel í kjörinu þar. Auk þess höfðar málflutningur Gephardts vel til manna í landbúnaðarfvlkjunum í mið-vesturhluta landsins. Hann hef- ur t.d. talað um nauðsyn þess að taka hart á löndum sem hefta itin- flutning á bandarískum vörum og það hefur fallið vel að skoðunum bænda og verkafólks í lowa. Líklegast þykir að Dukakis sigri í New Hampshire enda er hann þekkt- ur á þessu svæði sem ríkisstjórinn í Massachusetts. Dukakis sagðist í gær hafa verið mjög ánægður með að lenda í þriðja sæti í forvalinu í Iowa enda nær óþekktur þar fyrir tæpu ári. Sigri hann aðrademókrata- frambjóðendur í New Hampshire gæti það styrkt kosningabaráttu hans verulega. hb Kína: „Gangandi“ reiknitölva kennir börnum Fátækt sveitaþorp í Innri-Mongól- íu er orðið frægt um allt Kínaveldi vegna þess að þaöan kemur hvert undrabarnið í stærðfræði á fætur öðru. Að sögn fréttastofunnar Nýja Kína eiga börnin afar auðvelt með að reikna og eru næstum jafnfljót að því og reiknitölvur. Börnin eru nemendur í grunn- skólanum í Yihe fjallaþorpinu í Innri-Mongólíu og hefur þeim verið kennd stærðfræði samkvæmt ákveð- inni aðferð. Árangurinn er víst ótrúlegur. Erlendir gestir hafa fengið að kynnast þessum krökkum og hefur verið komið með þá til Pekíng til að sýna snilli sína. Nýlega var þar á ferð hin ellefu ára gamla Liu Guoqin sem reiknaði í huganum hvað 856 sinnum 758 væri og lauk því á sex sekúndum. Liu sagði að skólafélagar sínir í Yihe þorpinu ættu auðvelt með að reikna úr kvaðratrót og önnur flókin stærð- fræðifyrirbæri. Fréttastofan sagði að hin sérstaka aðferð sem kennd væri í grunnskóla þorpsins hefði verið fundin upp af 31 árs gömlum stærðfræðingi, Shi Fengshou að nafni. Hann er gengur annars undir öðru nafni í Kína, er kallaður „Gangandi reiknitölva". hb Á tímum tölvutækni: ,,Forstjóratakki“ ónauðsynlegur? Framleiðendur tölvuleikja hafa komið til móts við þá launaþræla sem nota tölvur sínar undir leiki daginn út og daginn inn. Peir hafa komið fram mcð „forstjóratakk- ann“, þann ágæta takka sem hægt er að ýta á þegar yfirmaðurinn kemur á vettvang og stökkva inn í eitthvað ábúðarmeira s.s. rit- vinnslu. Þessi undankomuleið er þegar fyrir hendi í allnokkrum tölvuleikj- um og má nefna Chessmaster 2000 og World Tour Golf. „Peir munu sennilega verða al- gengari,“ segir einn bandarískur sölumaður tölvuleikja um „for- stjóratakkann". Ekki er það þó alveg víst því bæði er að tölvuleikjaforritin eru oftast svo þéttskipuð nauðsynleg- urn upplýsingum að varla er rúm fyrir „forstjóratakkann" og einnig það að samkvæmt könnunum virð- ast forstjórarnir ekki síður vera uppteknir við tölvuleikina í vinnu- tímanum. Tölvuleikjafyrirtæki eitt gerði könnun nýlega og þar kom í ljós að 66% þeirra 750 yfirmanna sem spurðir voru spjörunum úr viður- kenndu að nota tölvur sínar til leikja og margir þeirra gerðu ein- mitt slíkt í vinnutímanum. hb Umsjón: Heimir Bergsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.