Tíminn - 10.02.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 10. febrúar 1988
AÐ UTAN
llllllllllllllllllllllllllll
lllllllllllll
SPILLING Á VALDA-
ÁRUNI BRÉSNJEFS
- en hvað gerði hann sjálfur?
Sauðsvartur ahnúgiim í Sovétrikjunum hefur ekki við að meðtaka nýjar
upplýsingar um spillingu þá sem viðgekkst á valdaárum Brésnjefs sáluga,
leiðtoga Sovétríkjanna frá 1964, þegar Krústjoff féll úr náðinni, og allt til
dánardægurs 1982. Orðrómur í þessum dúr hefur auðvitað verið á sveimi
lengi og nú hefur hann verið staðfestur opinberlega með skrifum í Pravda,
málgagni sovéska Kommúnistaflokksins, en þar er ekki farið með neitt
fleipur eins og sovéskum almenningi er vel Ijóst. Bandaríska vikuritið
Time segir nýlega frá þeim fréttum sem borist hafa af uppljóstrunum um
víðtæk hneykslismál og hugsanlegum tengslum Leonids Brésnjefs við þau.
í frétt Literaturnaya Gazeta seg-
ir ennfremur að mál Adylovs sé
enn „til rannsóknar“ og hafi ekki
ennþá komið fyrir rétt.
Enn engin gögn opinbemð sem
sanna beina aðild Brésnjefs...
Til þessa hafa engin gögn komið
fyrir sjónir almennings sem sanna
ótvírætt hlutdeild Brésnjefs sjálfs í
mútuþægni og annarri spillingu
eða vitneskju hans þarum. En
tengdasonur hans, Yuri Churban-
ov situr nú í fangelsi og bíður
réttarhalda vegna ákæra um að
hafa veitt viðtöku 650.000 rúblum
(u.þ.b. 1 milljón dollara) í mútur
meðan hann gegndi starfi sem
aðstoðarinnanríkisráðherra
Kreml. Stór hluti þess fjár á að
hafa komið frá Uzbekistan vegna
þess að Churbanov var í aðstöðu
til að mæla með stöðuhækkunum
yfirmanna í lögreglunni og annarra
embættismanna þar.
... en tengdasonurinn,
dóttirin og einkaritarinn
Churbanov er giftur Galinu,
Stórffelldur þjófnaður
í Uzbekistan
I byrjun febrúar fékk sovéskur
almenningur vitneskju um að upp
hefði komist um stórbrotin
hneykslismál í lýðveldinu Uzbek-
istan í Mið-Asíu og frásögnin af
atburðarásinni sem þar var rakin
er líkleg til þess að setja óafmáan-
legan blett á mannorð Leonids
Brésnjcfs. Samkvæmt fréttum í
Pravda og öðrum opinberum
fréttamiðlum var svo stórfelldur
þjófnaður á eignum í Uzbekistan á
valdatímum Brésnjefs að hann
nam milljörðum dollara. Sumir
embættismenn voru svo gerspilltir
að því er þessir fjölmiðlar stað-
hæfa, að þeir líktust með tímanum
helst harðstjórum miðalda sem
réðu yfir þrælum og einkahcrjum,
sem hlýddu sérhverju kalli hús-
bænda sinna.
Um langa hríð hefur borist orð-
rómur frá Uzbekistan um að þar
væri ekki allt með felldu og Spilling
ráðamanna þar væri meiri en góðu
hófi gegndi. Þar er mikil bómullar-
rækt, ávaxtarækt - og sterkar ætt-
flokkahefðir. Fyrir tveim árum
voru líkamsleifar Sharaf Rashidov,
sem lengi var leiðtogi kommúnista-
flokksins þar, fjarlægðar án allrar
viðhafnar úr glæsilegu grafhýsi í
Tashkent, höfuðborg Uzbekistan,
og grafnar annars staðar. Öll verð-
launin hans og heiðurstitlar voru
afturkölluð og smám saman fóru
að birtast fréttir þar sem 24 ára
valdaferli hans var lýst sem hinu
mesta spillingartímabili. Það er
samt ekki fyrr en nú sem kunnugt
er um umfang spillingarinnar - og
þá kemur í Ijós að það er gífurlegt.
Mafian eftiröpuð
Fréttirnar í Pravda skýra frá því
að á síðasta áratug og fram á
þennan hafi verið allsráðandi í
Uzbekistan kerfi, byggt á glæpum
og spillingu, sem teygði anga sína
allt til æðstu staða í Sovétríkjun-
um, til fjölskyldu Brésnjefs sjálfs.
Aðrar fregnir, sumar þeirra hafa
að vísu ekki verið enn birtar opin-
berlega, segja frá nokkrum fjöl-
skyldum í mafíustíl, sem eru sagð-
ar hafa dregið sér auð allt að
fjögurra milljarða rúblna virði
(samsvarandi 6,5 milljörðum doll-
ara skv. opinberri gjaldeyrisskrán-
ingu) í samvinnu við stjórnvöld og
æðstu yfirmenn flokksins í Uzbek-
istan. Aðferðin sem notuð var var
helst sú að gefa upp meiri bómull-
aruppskeru í ríkinu en raun var á
og hirða í eigin vasa hluta af
ágóðanum.
Þessar fréttir herma líka að emb-
ættismenn hafi séð í gegnum fingur
við glæpamenn sem gáfu fyrir-
skipanir um morð, ráku eiturlyfja-
hringi, vændi og spilavíti án þess
að nokkuð væri að gert. Sagt er að
lögreglan hafi verið á launaskrá
hjá glæpakóngunum og í nokkrum
tilfellum starfað sem einkaher
þessara höfðingja. Þessar starfsað-
ferðir minna auðvitað helst á fram-
ferði mafíósa í hinum kapitaliska
vestræna heimi.
Fallni flokksleiðtoginn
náinn vinur Brésnjefs
Rashidov var náinn vinur Brésn-
jefs og meðlimur framkvæmda-
stjórnar Kommúnistaflokks Sov-
étríkjanna, að vísu án atkvæðis-
réttar. Þegar hann dó 1983 komst
sá orðrómur á kreik að hann hefði
stytt sér aldur þegar Yuri Andro-
pov, eftirmaður Brésnjefs, hrinti
af stað herferð til að kveða niður
spillingu í Sovétríkjunum,
Þrátt fyrir hina nýju og marg-
rómuðu stefnu Gorbatsjovs
„glasnost", þar sem ætlunin cr að
skýra opinskár frá ýmsu sent til
þessa hefur legið í þagnargildi í
Sovétríkjunum, voru stjórnvöld í
Kreml lengi vel ekki reiðubúin að
hleypa lausum opinberlega upplýs-
ingum um hneykslismálin í Uzbek-
istan. Fyrir u.þ.b. ári reið þó á
vaðið blaðamaðurinn Dmitri Lik-
hanov, sem starfar við vikuritið
Ogonek, en það er allra sovéskra
blaða djarfast og harðast við að
færa sér í nyt „glasnost“stefnuna.
Hann skrifaði frétt um uppljóstran-
irnar í Uzbekistan. Sú frétt var
reyndar aldrei birt opinberlega í
Sovétríkjunum sjálfum heldur í
blaði sovéskra útlaga í Vestur-
Þýskalandi. En með tímanum hef-
ur Gorbatsjov orðið sjálfur æ gagn-
rýnni á Brésnjef og gert hann að
blóraböggli fyrir ógöngurnar sem
sovésk efnahagsmál eru í. Farið
var að vitna opinberlega til valda-
tíma Brésnjefs sem „tíniabils
stöðnunar" þegar ekki var litið
alvarlegum augum á kæruleysi og
vanrækslu. Þar með var hleypt
lausum fregnum af hneykslismál-
um í Uzbekistan.
Harðstjórinn og
einvaldurinn á ríkisbúunum
Fyrir skömmu birtist svo í viku-
blaðinu Literaturnaya Gazeta ein-
hver rosalegasta fréttin. Þar var
lýst í smáatriðum athöfnum ríkis-
búforstjóra eins í Uzbekistan,
harðstjórans Akhmadzhan Adyl-
ov, sem sæmdur hafði verið orð-
unni „Hetja í þágu vinnu fyrir
sósíalismann" en það er æðsta
viðurkenning sem óbreyttur borg-
ari í Sovétríkjunum getur hlotið.
Að sögn vikuritsins skipaði Rashi-
dov flokksformaður Adylov í stöðu
forstjóra við þrjú ríkisbú. Adylov
er sagður hafa stjórnað búunum og
þeim 30.000 manns sem eiga allt
sitt undir þeim af hörku og einræði,
líkast herstjóra á miðöldum. Hann
átti til að brennimerkja verka-
mennina og hýða barnshafandi
konur. Hann réði yfirneðanjarðar-
dyflissu þar sem hann hélt föngnum
þeim sem sýndu honum andstöðu.
í vitnisburði eins fyrrum verka-
manns kemur fram að Adylov og
verðir hans lúbörðu hann þar til
hann missti meðvitund. Síðan var
honum fleygt í dyflissuna þar sem
hann var látinn dúsa í 23 daga og
síðar dæmdur fyrir rétti til sjö ára
fangelsisvistar. Glæpurinn sem
þessi verkamaður hafði framið var
að neita að taka við ráðsmanns-
starfi á einu búanna. Verkamaður-
inn gaf þá skýringu á því að hann
hafnaði starfinu, að hann hefði
óttast að hver sá sem tæki að sér
slíkt starf „myndi deyja eftir 3-4 ár
úr magasjúkdómi, í bílslysi eða
einfaldlega vera látinn hverfa".
í vitnisburðinum segir ennfrem-
ur að Adylov hafi verið svo valda-
mikill að þegar sérstakir rannsókn-
armenn voru sendir til Uzbekistan
til að taka hann höndum 1983 hafi
þeir orðið að sigla undir fölsku
Nú er ýmislegt dregið fram í dags-
Ijósið um Leonid Brésnjef sem
gefur af honum aðra mynd en á
meðan hann var við völd.
flaggi. Þeir fengu að ganga á fund
Adylovs undir því yfirskini að þeir
bæru honum skilaboð frá háttsett-
umembættismönnum. Þegar Adyl-
ov rétti fram höndina til að taka við
bréfinu, skelltu rannsóknar-
mennirnir á hann handjámum,
tróðu honum inn í bíl og hröðuðu
sér burt eftir að hafa gert þá
varúðarráðstöfun að skipta um
númeraplötur á bílnum af ótta við
að óbreyttir lögreglumenn í Uz-
bekistan hefðu fengið fyrirskipun
um að hindra ferðir þeirra.
dóttur Brésnjefs, en hún var bendl-
uð við hneykslismál sjálf á meðan
faðir hennar var enn á lífi. Hún
hafði náið samband við yfirmann
Moskvusirkusins, sem var tekinn
höndum og ákærður t' tengslum við
demantasmyglarahring. Gennadi
Brovin, sem lengi var einkaritari
Brésnjefs, hefur líka nýlega verið
látinn svara til saka vegna mútu-
þægni. Hann var dæmdur í janúar
sl. til 9 ára fangelsisvistar fyrir að
hafa tckið við mútum meðan hann
gegndi störfum í Kreml.
Örlög Churbanovs gætu orðið
þau að lenda fyrir framan aftöku-
sveit en dauðarefsing liggur við
mútuþægni í stórum stíl. Þegar
hafa þrír manns hlotið þau örlög
svo vitað sé og búist er við fleiri
slíkum dómum þegar allmörg
réttarhöld fara fram í Moskvu í
marsmánuði nk. Reyndar getur