Tíminn - 11.02.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.02.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. febrúar 1988 Tíminn 5 Ný staða að koma upp á vinnumarkaði: Vinnuframboð minnkar við staðgreiðsluna Fjöldi launþega, sem ráðið geta yfirvinnu sinni að einhverju, skorast nú eins og þeir geta undan því að þurfa að vinna frameftir eða taka aukavaktir. Ástæðurnar sem menn bera fyrir sig eru einkum þær að nú sjáist skýrar en áður hvernig aukavinnan lendir í skattinum, hversu lítil sem greiðslan er. Þjóðhagsstofnun hefur verið að athuga málið og telur Þórður Friðjónsson að þetta geti neytt menn til að endurmeta þenslustöð- una á vinnumarkaðnum. Þá er fólk í nokkrum mæli farið að draga í land með að taka að sér annað starf en fastastarfið, vegna þess að tekjur af þeirri vinnu renna að verulegu leyti í skatta í þeim tilfellum þar sem skattkortið er notað að fullu hjá aðal launagreiðanda. Ný spenna á vinnumarkaði Þórður Friðjónsson forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar segir að þetta geti orsakað minni heildar- framleiðslu, en um leið gæti þetta skapað aukna og óvænta þenslu á vinnumarkaði ef vinnandi höndum fækkar að ráði. Þróun þessi er tvíeggjuð og ekki hægt að draga eina afgerandi ályktun fyrr en síðar. Spurning þessi væri mjög fróðleg og væru starfsmenn stofn- unarinnar vissulega búnir að vera að velta henni fyrir sér. Ekki er vitað með vissu um að hve miklu leyti þetta viðhorf laun- þega kemur til með að hafa áhrif á að draga úr þeirri aukningu sem varð á framleiðslu á síðasta ári. Miðað við skýrslur í haust var orðið ljóst að framleiðsla jókst í réttu hlutfalli við aukna þátttöku fólks á vinnumarkaði. Nú blasir hins vegar við sú staðreynd að hið aukna framboð, sem varð á vinnu- afli á „skattlausa" árinu er óðum að hverfa. Þegar Tíminn hafði samband við nokkra vinnustaði vegna málsins kom fram að víða er farið að bera mjög á þessu viðhorfi fólksins. Fjármálastjórar og starfsmanna- stjórar sögðu margir að starfsmenn þeirra væru farnir að bera þetta fyrir sig og skorast með því undan að þurfa að vinna yfirvinnu eða taka aukavaktir. Á fæstum stöðum er þó um verulegt vandamál að ræða ennþá, en nokkrir viðmæl- enda höfðu á orði að þetta stefndi í að verða vandamál þegar á reyndi um annatíma fyrirtækjanna. Ekki væri nokkur leið að skylda fólk til vinnu umfram dagvinnu eða fastar vaktir. Könnun Þjóðhagsstofnunar Þórður Friðjónsson sagði að nú væri stofnunin að vinna úr niður- stöðum á könnun sem hún gerði varðandi aukið vinnuframboð á „skattlausa" árinu. Margt ein- kennilegt væri þegar komið fram. T.d. væri þeim orðið ljóst að fólk hefur ekki aukið við sig vinnu í Er þjóðin að stimpla sig út við dagvinnulok? sama mæli og almennt var talið í byrjun ársins. Fólk hefur m.ö.o. ekki unnið eins mikið og áætlað var. Neydist fólktil að vinna yfirvinnu? Þessar niðurstöður skýra á sinn hátt, að mati Þórðar, þá miklu spennu sem var á vinnumarkaðin- um og þá miklu eftirspurn sem varð, en átti ekki að verða sam- kvæmt því sem talið var. Það sem nú gæti haft áhrif á vinnuframlag fólks, gegn þeim greinilegu áhrifum sem stað- greiðslukerfið hefur, eru þær skuldbindingar og fjárfestingar sem almenningur hefur farið út í á síðustu mánuðum. Sagðist Þórður halda að talsvert væri um það að fólk hafi fjárfest umfram það sem það ætlaði sér að vinna uppí á síðasta ári og því væri það að einhverju leyti þvingað til að vinna meira en það hefur áhuga á. Þving- un af þessu tagi gæti jafnvel verið það mikil að vinnutakmarkandi áhrif staðgreiðslukerfisins virki ekki að fullu. Eftirspurn eftir vinnuafli getur aukist til muna Taldi Þórður að vissulega væri spurningin stór og fróðlegt að velta henni fyrir sér. Ef ástand á vinnu- stöðum væri með þeim hætti sem lausleg könnun Tímans leiðir í Ijós, má ætla að þróun þessi knýi menn til að endurmeta stöðu mála á vinnumarkaðinum. Þróun sem þessi muni eðlilega draga úr fram- leiðslu vinnandi fólks á þeim svið- um sem hún getur dregist saman. Hins vegar mætti einnig ætla að þróun af þessu tagi muni skapa nýja spcnnu á vinnumarkaðinum og þar með nýja tegund af þenslu. Dæmið gæti litið þannig út að vegna þeirrar þensiu sem er nú þegar ( þjóðfélaginu, verði eftir- spurn eftir vinnuafli mun meiri en menn hafa til þessa gert ráð fyrir. KB Björn Sveinbjörnsson fyrrv. hæstaréttar- dómari er látinn Björn Sveinbjörnsson, fyrrv. hæstaréttardómari lést á sjúkrahúsi í gær, 10. febr. Björn var fæddur 1. september 1919 að Heggsstöðum í Andakílshreppi. Hann varð stúdent frá M.R. 1939 og cand. juris frá Háskóla íslands 1945. Hdl.1948 og hrl. 1965. Björn var fulltrúi hjá bæjarfógeta í Hafnarfirði og sýslum. Gullbringu- og Kjósarsýslu 1945-56. Settur formaður Orators, félags laganema um tíma og Félags frjálslyndra stúd- enta. Hann sat á Alþingi fyrir Fram- sóknarflokkinn sem varaþingmaður Reykjaneskjördæmis 1971. Árið 1972 var hann skipaður formaður nefndar til að endurskoða dómstóla- kerfi landsins á héraðsdómsstiginu. Kona Björns var Rósa Loftsdóttir. Tíminn þakkar fyrir gott samstarf og vottar aðstandendum Björns samúð. NÁMSMENN ÞRÝSTA Á MENNTAMÁLARÁÐHERRA Námsmenn íhuga nú að höfða mál gegn-menntamálaráðherra og fjár- málaráðherra til ógildingar á ákvæði nýrra úthlutunarreglna Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna um að mcðlags- greiðslur skuli teljast til tekna, og þannig koma til frádráttar við úthlut- un námslána. Námsmenn hafa áður m.a. lagt fram lögfræðiálit Lagastofnunar Háskólans, sem kveður skýrt á um að meðlag skuli ekki teljast þeim námsmönnum til tekna sem þeirra njóta. í Ijósi þessa álits ritaði menntamálaráðherra bréf til stjórn- ar Lánasjóðsins þar sem hann óskaði eftir því að þetta ákvæði væri fellt út úr sjóðsreglum. Á stjórnarfundi LÍN 28. janúar var þó ekki orðið við þessum tilmælum ráðherra. Að sögn Ólafs Darra Andrasonar, fulltrúa Stúdentaráðs í stjórn LÍN, verður nú trúlega leitað til mennta- málaráðherra um leiðréttingu á þessu máli. „Við munum reyna að þrýsta á stjórnvöld og vonumst til að ráðherra grípi inn í. En ef það mun ekki ganga kemur sterklega til greina að námsmenn leiti réttar síns fyrir dómstólum." oþh Sjávarkuldi í Hvalfirði og Kollafirði eykst: Fiskeldisstöðvarnar hefja neyðarslátrun bæjarfógeti og sýslum. í sama um- dæmi 1956-66. Hann stofnaði mál- flutningsskrifstofu í Reykjavík ásamt öðrum 1966 og starfaði síðan ,sem hæstaréttarlögmaður þar til hann var skipaður hæstaréttardóm- ari 1973. Björn tók mikinn þátt í félagslífi háskólans á námsárum sínum. Var Samfelldur sjávarkuldi í nokkra daga í Hvalfirði og Kollafirði hefur mælst meiri en undanfarin þrjú ár og hefur því reynst nauðsynlegt að grípa til neyðarslátrunar í fiskeldis- stöðvum. I gær jókst sjávarkuldi um 0,4 stig, en var 1 stig -undir frostmarki áður. Veðurstofan hef- ur veitt þær upplýsingar að ekki sé von á hlýnandi veðri næstu daga. Við þessar aðstæður getur fiskur ekki lifað til langframa. ís hefur hamlað, að eigendur Laxalóns í Hvalfirði hafi komist út til kvíanna. Árangurslausar tilraunir voru gerðar til að koma báti út alla fyrrinótt og tókst ekki fyrr en síðla dags í gær. Þá reyndist þar finnast lifandi fiskur, sem unnt væri að slátra og koma á markað. Allur fiskur er þó ekki slátrunar- hæfur enn og Ijóst að stór hluti hans verði ósöluhæfur. „Það er engin uppgjöf í okkur,“ sagði Ólafur Skúlason, eigandi Laxalóns. „Viðgetumslátrað regn- bogasilungnum, hann er orðinn slátrunahæfur.“ Ólafur sagðist enn fremur vera með cldisker í Ölfusi og þar væri sjór ekki það kaldur að hætta væri á ferðum. Það er nú þegar Ijóst að fiskeld- isstöðvarnar bíða stórtjón vegna sjávarkuldans. Fyrir þremur árum voru þær tryggðar gegn sjávar- kulda, en tryggingarfélögin gefa ekki kost á slíku nú. Talið var að of mikil áhætta fylgdi. Fiskeldið ber því tjónið eitt og óstutt. En þrátt fyrir að tryggingafélög neiti að tryggja fiskinn hafa bankar lánað afurðarlán út á hann. Fjár- munir banka eru því líka í húfi, en þeir hafa baktryggt sig með því að taka allsherjarveð í eignum fiskeld- isstöðva fyrir lánum að 37 hundr- aðshlutum af tryggingamati stofnsins, sem nú er að drepast úr kulda. Pj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.